Framliðnir hluthafar í flokkshúsi Framsóknar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Eign Skúlagarðs er metin á rúmar 120 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGur ARI Skráðir eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félagi sem á höfuðstöðvar Framsóknarflokksins eru farnir yfir móðuna miklu. Meðal skráðra eigenda samkvæmt ársreikningi eru fyrrverandi ráðherrar og þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn eignaðist efri hæð fasteignarinnar að Hverfisgötu 33 árið 1998 en þá afsalaði eignarhaldsfélagið Ker hf. eigninni til flokksins. Skráður eigandi hússins er félagið Skúlagarður hf., sem er samkvæmt nýjasta ársreikningi að 86 prósentum í eigu Framsóknarflokksins. Hlutur flokksins hefur aukist jafnt og þétt en árið 2002 var hann 71 prósent. Þegar flokkurinn hóf söfnun til að kaupa húsnæðið var sú leið farin að stofna félag um eignina. Aðrir eigendur þess voru kjördæmissambönd flokksins, einstök félög innan hans og einstaklingar sem styrktu flokkinn. Í auglýsingu sem birtist árið 1991 í Einherja, blaði Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, segir að þeir sem greiði meira en þúsund krónur á mánuði í styrk til flokksins myndu eignast hlut í Skúlagarði hf. umfram þúsund krónur. Samfara því myndu þeir njóta skattaafsláttar sem því er samfara að eiga hlut í félaginu. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Skúlagarðs hf., sem er frá 2016, eru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Steingrímur Hermannsson er meðal hluthafa.VísirSé hluthafalistinn skoðaður sést hins vegar að um þriðjungur þeirra er látinn. Meðal skráðra eigenda eru til að mynda fyrrverandi ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson. Fimm af þeim níu einstaklingum sem stærstan hlut eiga eru látnir. Dæmi eru um að einstaklingar sem létust árið 1993 séu skráðir eigendur. Undanfarin ár hefur fækkað í hluthafahópnum og hefur fjöldi skráðra eigenda, auk erfingja upphaflegra eigenda, gefið hlut sinn í félaginu til flokksins. Þá eru einnig dæmi um að fólk sem hefur sagt skilið við flokkinn hafi losað um hlut sinn. „Ef félag er einhvers virði og hluthafi lætur hlut sinn af hendi endurgjaldslaust til stjórnmálasamtaka þá ber að telja það fram sem styrk til flokksins,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar. Hún vill ekki tjá sig sérstaklega um mál Skúlagarðs eða hvort sá háttur hafi verið hafður á hjá félaginu. Hrólfur Ölvisson, skráður stjórnarformaður Skúlagarðs, vildi engu svara um málefni félagsins þegar leitað var eftir því. Fasteignamat eignarhluta Skúlagarðs að Hverfisgötu 33 er nú rúmar 120 milljónir króna. Samkvæmt mati næsta árs er það tæplega 145 milljónir króna. Eini rekstur félagsins hefur verið að halda utan um húseignina og leigja hana Framsóknarflokknum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Skráðir eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félagi sem á höfuðstöðvar Framsóknarflokksins eru farnir yfir móðuna miklu. Meðal skráðra eigenda samkvæmt ársreikningi eru fyrrverandi ráðherrar og þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn eignaðist efri hæð fasteignarinnar að Hverfisgötu 33 árið 1998 en þá afsalaði eignarhaldsfélagið Ker hf. eigninni til flokksins. Skráður eigandi hússins er félagið Skúlagarður hf., sem er samkvæmt nýjasta ársreikningi að 86 prósentum í eigu Framsóknarflokksins. Hlutur flokksins hefur aukist jafnt og þétt en árið 2002 var hann 71 prósent. Þegar flokkurinn hóf söfnun til að kaupa húsnæðið var sú leið farin að stofna félag um eignina. Aðrir eigendur þess voru kjördæmissambönd flokksins, einstök félög innan hans og einstaklingar sem styrktu flokkinn. Í auglýsingu sem birtist árið 1991 í Einherja, blaði Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, segir að þeir sem greiði meira en þúsund krónur á mánuði í styrk til flokksins myndu eignast hlut í Skúlagarði hf. umfram þúsund krónur. Samfara því myndu þeir njóta skattaafsláttar sem því er samfara að eiga hlut í félaginu. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Skúlagarðs hf., sem er frá 2016, eru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Steingrímur Hermannsson er meðal hluthafa.VísirSé hluthafalistinn skoðaður sést hins vegar að um þriðjungur þeirra er látinn. Meðal skráðra eigenda eru til að mynda fyrrverandi ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson. Fimm af þeim níu einstaklingum sem stærstan hlut eiga eru látnir. Dæmi eru um að einstaklingar sem létust árið 1993 séu skráðir eigendur. Undanfarin ár hefur fækkað í hluthafahópnum og hefur fjöldi skráðra eigenda, auk erfingja upphaflegra eigenda, gefið hlut sinn í félaginu til flokksins. Þá eru einnig dæmi um að fólk sem hefur sagt skilið við flokkinn hafi losað um hlut sinn. „Ef félag er einhvers virði og hluthafi lætur hlut sinn af hendi endurgjaldslaust til stjórnmálasamtaka þá ber að telja það fram sem styrk til flokksins,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar. Hún vill ekki tjá sig sérstaklega um mál Skúlagarðs eða hvort sá háttur hafi verið hafður á hjá félaginu. Hrólfur Ölvisson, skráður stjórnarformaður Skúlagarðs, vildi engu svara um málefni félagsins þegar leitað var eftir því. Fasteignamat eignarhluta Skúlagarðs að Hverfisgötu 33 er nú rúmar 120 milljónir króna. Samkvæmt mati næsta árs er það tæplega 145 milljónir króna. Eini rekstur félagsins hefur verið að halda utan um húseignina og leigja hana Framsóknarflokknum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira