Framliðnir hluthafar í flokkshúsi Framsóknar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Eign Skúlagarðs er metin á rúmar 120 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGur ARI Skráðir eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félagi sem á höfuðstöðvar Framsóknarflokksins eru farnir yfir móðuna miklu. Meðal skráðra eigenda samkvæmt ársreikningi eru fyrrverandi ráðherrar og þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn eignaðist efri hæð fasteignarinnar að Hverfisgötu 33 árið 1998 en þá afsalaði eignarhaldsfélagið Ker hf. eigninni til flokksins. Skráður eigandi hússins er félagið Skúlagarður hf., sem er samkvæmt nýjasta ársreikningi að 86 prósentum í eigu Framsóknarflokksins. Hlutur flokksins hefur aukist jafnt og þétt en árið 2002 var hann 71 prósent. Þegar flokkurinn hóf söfnun til að kaupa húsnæðið var sú leið farin að stofna félag um eignina. Aðrir eigendur þess voru kjördæmissambönd flokksins, einstök félög innan hans og einstaklingar sem styrktu flokkinn. Í auglýsingu sem birtist árið 1991 í Einherja, blaði Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, segir að þeir sem greiði meira en þúsund krónur á mánuði í styrk til flokksins myndu eignast hlut í Skúlagarði hf. umfram þúsund krónur. Samfara því myndu þeir njóta skattaafsláttar sem því er samfara að eiga hlut í félaginu. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Skúlagarðs hf., sem er frá 2016, eru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Steingrímur Hermannsson er meðal hluthafa.VísirSé hluthafalistinn skoðaður sést hins vegar að um þriðjungur þeirra er látinn. Meðal skráðra eigenda eru til að mynda fyrrverandi ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson. Fimm af þeim níu einstaklingum sem stærstan hlut eiga eru látnir. Dæmi eru um að einstaklingar sem létust árið 1993 séu skráðir eigendur. Undanfarin ár hefur fækkað í hluthafahópnum og hefur fjöldi skráðra eigenda, auk erfingja upphaflegra eigenda, gefið hlut sinn í félaginu til flokksins. Þá eru einnig dæmi um að fólk sem hefur sagt skilið við flokkinn hafi losað um hlut sinn. „Ef félag er einhvers virði og hluthafi lætur hlut sinn af hendi endurgjaldslaust til stjórnmálasamtaka þá ber að telja það fram sem styrk til flokksins,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar. Hún vill ekki tjá sig sérstaklega um mál Skúlagarðs eða hvort sá háttur hafi verið hafður á hjá félaginu. Hrólfur Ölvisson, skráður stjórnarformaður Skúlagarðs, vildi engu svara um málefni félagsins þegar leitað var eftir því. Fasteignamat eignarhluta Skúlagarðs að Hverfisgötu 33 er nú rúmar 120 milljónir króna. Samkvæmt mati næsta árs er það tæplega 145 milljónir króna. Eini rekstur félagsins hefur verið að halda utan um húseignina og leigja hana Framsóknarflokknum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Skráðir eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félagi sem á höfuðstöðvar Framsóknarflokksins eru farnir yfir móðuna miklu. Meðal skráðra eigenda samkvæmt ársreikningi eru fyrrverandi ráðherrar og þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn eignaðist efri hæð fasteignarinnar að Hverfisgötu 33 árið 1998 en þá afsalaði eignarhaldsfélagið Ker hf. eigninni til flokksins. Skráður eigandi hússins er félagið Skúlagarður hf., sem er samkvæmt nýjasta ársreikningi að 86 prósentum í eigu Framsóknarflokksins. Hlutur flokksins hefur aukist jafnt og þétt en árið 2002 var hann 71 prósent. Þegar flokkurinn hóf söfnun til að kaupa húsnæðið var sú leið farin að stofna félag um eignina. Aðrir eigendur þess voru kjördæmissambönd flokksins, einstök félög innan hans og einstaklingar sem styrktu flokkinn. Í auglýsingu sem birtist árið 1991 í Einherja, blaði Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, segir að þeir sem greiði meira en þúsund krónur á mánuði í styrk til flokksins myndu eignast hlut í Skúlagarði hf. umfram þúsund krónur. Samfara því myndu þeir njóta skattaafsláttar sem því er samfara að eiga hlut í félaginu. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Skúlagarðs hf., sem er frá 2016, eru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Steingrímur Hermannsson er meðal hluthafa.VísirSé hluthafalistinn skoðaður sést hins vegar að um þriðjungur þeirra er látinn. Meðal skráðra eigenda eru til að mynda fyrrverandi ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson. Fimm af þeim níu einstaklingum sem stærstan hlut eiga eru látnir. Dæmi eru um að einstaklingar sem létust árið 1993 séu skráðir eigendur. Undanfarin ár hefur fækkað í hluthafahópnum og hefur fjöldi skráðra eigenda, auk erfingja upphaflegra eigenda, gefið hlut sinn í félaginu til flokksins. Þá eru einnig dæmi um að fólk sem hefur sagt skilið við flokkinn hafi losað um hlut sinn. „Ef félag er einhvers virði og hluthafi lætur hlut sinn af hendi endurgjaldslaust til stjórnmálasamtaka þá ber að telja það fram sem styrk til flokksins,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar. Hún vill ekki tjá sig sérstaklega um mál Skúlagarðs eða hvort sá háttur hafi verið hafður á hjá félaginu. Hrólfur Ölvisson, skráður stjórnarformaður Skúlagarðs, vildi engu svara um málefni félagsins þegar leitað var eftir því. Fasteignamat eignarhluta Skúlagarðs að Hverfisgötu 33 er nú rúmar 120 milljónir króna. Samkvæmt mati næsta árs er það tæplega 145 milljónir króna. Eini rekstur félagsins hefur verið að halda utan um húseignina og leigja hana Framsóknarflokknum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira