Enn ein morðhrinan skekur Chicago Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Lögreglumenn á vettvangi einnar af fjölmörgum skotárásum undanfarinnar helgar. Yfirvöld í Chicago reyna að kljást við morðölduna en illa gengur. Lögreglu tekst aðeins að leysa lítið brot morðmála. Vísir/getty Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir fyrir lögregluna í bandarísku borginni Chicago. Að minnsta kosti 74 voru skotnir um helgina og þar af létust þrettán. Yngsta fórnarlambið var, samkvæmt New York Times, aðeins ellefu ára. Enginn hefur enn verið handtekinn. Þessi mikli fjöldi skotárása er síður en svo einstakur í borginni. 6.200 skotárásir voru gerðar árin 2016 og 2017 og létust rúmlega 1.400. Það sem af er ári hafa 325 verið myrt, samkvæmt USA Today, og þótt það sé fimmtungi minna en á sama tíma í fyrra lítur út fyrir að Chicago muni enn á ný verða sú borg þar sem flestir eru myrtir á árinu. Til að bregðast við ástandinu sem hefur myndast, og morðhríð helgarinnar, ákvað lögregla borgarinnar að senda hundruð lögreglumanna til viðbótar í ofbeldisfyllstu hverfin. Rahm Emanuel borgarstjóri og lögreglustjórinn Eddie Johnson hvöttu borgarbúa svo í fyrrinótt til þess að gefa sig fram, hefðu þeir upplýsingar um árásarmenn helgarinnar. Chicago Tribune greindi frá því í gær að lögregla borgarinnar leysti aðeins brotabrot morðmála. Lögregla neitaði að afhenda miðlinum skjöl svo hægt væri að reikna þá tölfræði. Lögreglumaður myndar lík ökumanns sem skotinn var til bana á dögunum.Vísir/gettyRannsóknarvinna blaðamanna Chicago Tribune leiddi þó í ljós að einungis sautján prósent morðmála hafa verið leyst á síðasta ári, sú tala hafi farið lækkandi undanfarin ár. Hlutfall leystra skotárásarmála er enn lægra. Samkvæmt rannsókn Háskólans í Chicago leysti lögregla einungis fimm prósent slíkra mála árið 2016. Helstu ástæðuna sagði miðillinn vera tregðu íbúa ofbeldisfyllstu og jafnframt fátækustu hverfanna til þess að hjálpa lögreglu, en Johnson lögreglustjóri sagði flest mál helgarinnar tengjast gengjastarfsemi. Vilji íbúa til að veita þá hjálp sem Emanuel og Johnson óska eftir er því takmarkaður. Í samtali við Chicago Tribune sagði heimildarmaður, í skjóli nafnleyndar, að þessi tregða væri skiljanleg. Hættulegt væri að bera vitni í morðmáli þegar maður byggi í hverfi þar sem svo mörg morð eiga sér stað. Þá er líklegt að þau fjölmörgu tilfelli þar sem lögreglumenn hafa skotið svarta Bandaríkjamenn til bana leiki stórt hlutverk í þessu samhengi. Allnokkur slík mál hafa fengið mikla umfjöllun vestan hafs og hafa þau ekki verið til þess fallin að auka traust íbúa fátækustu hverfanna í garð lögreglu.Valtur stóll Þessi mikli fjöldi glæpa er talinn veikja stöðu Demókratans Emanuels töluvert, en Repúblikanar hafa lengi gagnrýnt frammistöðu hans í málaflokknum. „Arfleifð hans eru fleiri morð en nokkru sinni fyrr. Heilaþvottur Demókrata er eina ástæða þess að hann eigi möguleika á því að sitja áfram,“ tísti Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump forseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, á mánudag. Kosið er um borgarstjórastólinn á næsta ári og að öllu óbreyttu mun Emanuel gefa kost á sér til endurkjörs. Það gæti þó breyst. Grasrótarhreyfing stuðningsmanna fyrrverandi ríkisstjórans Pats Quinn reynir nú að koma því á kjörseðilinn, samhliða þingkosningunum í nóvember næstkomandi, að kosið verði um að takmarka skuli fjölda kjörtímabila sem borgarstjóri situr, líkt og tíðkast í flestum öðrum stórborgum Bandaríkjanna. Quinn skilaði yfirvöldum í gær 86.481 undirskrift þess efnis. En rúmlega 50.000 þarf til að hefja ferlið sem kemur málum á kjörseðilinn. Í könnun sem Quinn lét gera í júlí kom fram að þrír af hverjum fjórum borgarbúum væru hlynntir því að takmarka fjölda kjörtímabila. Ef spurningin kemst á kjörseðilinn, og henni er svarað játandi í nóvember, mun Emanuel ekki geta gefið kost á sér að ári liðnu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir fyrir lögregluna í bandarísku borginni Chicago. Að minnsta kosti 74 voru skotnir um helgina og þar af létust þrettán. Yngsta fórnarlambið var, samkvæmt New York Times, aðeins ellefu ára. Enginn hefur enn verið handtekinn. Þessi mikli fjöldi skotárása er síður en svo einstakur í borginni. 6.200 skotárásir voru gerðar árin 2016 og 2017 og létust rúmlega 1.400. Það sem af er ári hafa 325 verið myrt, samkvæmt USA Today, og þótt það sé fimmtungi minna en á sama tíma í fyrra lítur út fyrir að Chicago muni enn á ný verða sú borg þar sem flestir eru myrtir á árinu. Til að bregðast við ástandinu sem hefur myndast, og morðhríð helgarinnar, ákvað lögregla borgarinnar að senda hundruð lögreglumanna til viðbótar í ofbeldisfyllstu hverfin. Rahm Emanuel borgarstjóri og lögreglustjórinn Eddie Johnson hvöttu borgarbúa svo í fyrrinótt til þess að gefa sig fram, hefðu þeir upplýsingar um árásarmenn helgarinnar. Chicago Tribune greindi frá því í gær að lögregla borgarinnar leysti aðeins brotabrot morðmála. Lögregla neitaði að afhenda miðlinum skjöl svo hægt væri að reikna þá tölfræði. Lögreglumaður myndar lík ökumanns sem skotinn var til bana á dögunum.Vísir/gettyRannsóknarvinna blaðamanna Chicago Tribune leiddi þó í ljós að einungis sautján prósent morðmála hafa verið leyst á síðasta ári, sú tala hafi farið lækkandi undanfarin ár. Hlutfall leystra skotárásarmála er enn lægra. Samkvæmt rannsókn Háskólans í Chicago leysti lögregla einungis fimm prósent slíkra mála árið 2016. Helstu ástæðuna sagði miðillinn vera tregðu íbúa ofbeldisfyllstu og jafnframt fátækustu hverfanna til þess að hjálpa lögreglu, en Johnson lögreglustjóri sagði flest mál helgarinnar tengjast gengjastarfsemi. Vilji íbúa til að veita þá hjálp sem Emanuel og Johnson óska eftir er því takmarkaður. Í samtali við Chicago Tribune sagði heimildarmaður, í skjóli nafnleyndar, að þessi tregða væri skiljanleg. Hættulegt væri að bera vitni í morðmáli þegar maður byggi í hverfi þar sem svo mörg morð eiga sér stað. Þá er líklegt að þau fjölmörgu tilfelli þar sem lögreglumenn hafa skotið svarta Bandaríkjamenn til bana leiki stórt hlutverk í þessu samhengi. Allnokkur slík mál hafa fengið mikla umfjöllun vestan hafs og hafa þau ekki verið til þess fallin að auka traust íbúa fátækustu hverfanna í garð lögreglu.Valtur stóll Þessi mikli fjöldi glæpa er talinn veikja stöðu Demókratans Emanuels töluvert, en Repúblikanar hafa lengi gagnrýnt frammistöðu hans í málaflokknum. „Arfleifð hans eru fleiri morð en nokkru sinni fyrr. Heilaþvottur Demókrata er eina ástæða þess að hann eigi möguleika á því að sitja áfram,“ tísti Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump forseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, á mánudag. Kosið er um borgarstjórastólinn á næsta ári og að öllu óbreyttu mun Emanuel gefa kost á sér til endurkjörs. Það gæti þó breyst. Grasrótarhreyfing stuðningsmanna fyrrverandi ríkisstjórans Pats Quinn reynir nú að koma því á kjörseðilinn, samhliða þingkosningunum í nóvember næstkomandi, að kosið verði um að takmarka skuli fjölda kjörtímabila sem borgarstjóri situr, líkt og tíðkast í flestum öðrum stórborgum Bandaríkjanna. Quinn skilaði yfirvöldum í gær 86.481 undirskrift þess efnis. En rúmlega 50.000 þarf til að hefja ferlið sem kemur málum á kjörseðilinn. Í könnun sem Quinn lét gera í júlí kom fram að þrír af hverjum fjórum borgarbúum væru hlynntir því að takmarka fjölda kjörtímabila. Ef spurningin kemst á kjörseðilinn, og henni er svarað játandi í nóvember, mun Emanuel ekki geta gefið kost á sér að ári liðnu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira