Ítalskir læknar reiðir ríkisstjórninni fyrir að frysta bólusetningarlög Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2018 11:26 Frá samkomu andstæðinga bólusetninga í Róm í febrúar. Vísir/EPA Ríkisstjórn hægrimanna og popúlista á Ítalíu hefur samþykkt að fresta gildistöku laga sem kveða á um að börn þurfi að vera bólusett til að fá inngöngu í leik- og forskóla. Lögin voru sett eftir mislingafaraldur þar sem þúsundir manna smituðust í fyrra. Efri deild ítalska þingsins samþykkti breytingatillögu ríkisstjórnarinnar á föstudag en neðri deildin á enn eftir að greiða atkvæði um hana. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Fimm stjörnu hreyfingin og öfgahægriflokkurinn Bandalagið, voru mótfallnir lögunum þegar þau voru samþykkt í tíð fyrri ríkisstjórnar í fyrra. Þeir telja lögin stuðla að aðgreiningu barna á skólastiginu. Lögin kveða á um að foreldrar þurfi að sýna fram á að börn þeirra hafi fengið tíu hefðbundin bóluefni, þar á meðal gegn mislingum, stífkrampa og mænusótt, að sögn CNN-fréttastofunnar. Með breytingartillögunni yrðu lögin felld úr gildi í eitt ár. Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins og innanríkisráðherra, sagði fyrr í sumar að skyldubólusetningar væru „gagnslausar og í mörgum tilfellum hættulegar ef ekki skaðlegar“.Vara við afleiðingunum fyrir tíðni bólusetninga Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa varað við afleiðingum fyrir bólusetningatíðni á Ítalíu. Hún hefur verið undir þeim 95% sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur mælt með til að tryggja svonefnt hjarðónæmi. Hjarðónæmi á að tryggja að þeir sem geta ekki fengið bóluefni af læknisfræðilegum ástæðum njóti einnig verndar fyrir sjúkdómunum sem bólusett er fyrir. Undirróður gegn bólusetningum sem ýmsir hópar samsæriskenningasmiða og kuklara hafa ýtt undir undanfarin ár hafa fallið í sérstaklega frjóan jarðveg á Ítalíu. Dómstóll í Rimini komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að tengsl væru á milli svonefndra MMR-bólusetninga og einhverfu þrátt fyrir að engar vísindalegar rannsóknir bendi til þess. Dómnum var snúið við árið 2015 en CNN segir að málið hafi haft áhrif á traust Ítala til bólusetninga. Aðeins 85% ítalskra barna fengu fyrsta skammt af bóluefni gegn mislingum það ár. Rúmlega fimm þúsund manns smituðust af mislingum í faraldri sem gekk yfir Ítalíu í fyrra. Afgerandi meirihluti þeirra sem smituðust, 89%, hafði ekki verið bólusettur. Bólusetningar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Ríkisstjórn hægrimanna og popúlista á Ítalíu hefur samþykkt að fresta gildistöku laga sem kveða á um að börn þurfi að vera bólusett til að fá inngöngu í leik- og forskóla. Lögin voru sett eftir mislingafaraldur þar sem þúsundir manna smituðust í fyrra. Efri deild ítalska þingsins samþykkti breytingatillögu ríkisstjórnarinnar á föstudag en neðri deildin á enn eftir að greiða atkvæði um hana. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Fimm stjörnu hreyfingin og öfgahægriflokkurinn Bandalagið, voru mótfallnir lögunum þegar þau voru samþykkt í tíð fyrri ríkisstjórnar í fyrra. Þeir telja lögin stuðla að aðgreiningu barna á skólastiginu. Lögin kveða á um að foreldrar þurfi að sýna fram á að börn þeirra hafi fengið tíu hefðbundin bóluefni, þar á meðal gegn mislingum, stífkrampa og mænusótt, að sögn CNN-fréttastofunnar. Með breytingartillögunni yrðu lögin felld úr gildi í eitt ár. Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins og innanríkisráðherra, sagði fyrr í sumar að skyldubólusetningar væru „gagnslausar og í mörgum tilfellum hættulegar ef ekki skaðlegar“.Vara við afleiðingunum fyrir tíðni bólusetninga Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa varað við afleiðingum fyrir bólusetningatíðni á Ítalíu. Hún hefur verið undir þeim 95% sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur mælt með til að tryggja svonefnt hjarðónæmi. Hjarðónæmi á að tryggja að þeir sem geta ekki fengið bóluefni af læknisfræðilegum ástæðum njóti einnig verndar fyrir sjúkdómunum sem bólusett er fyrir. Undirróður gegn bólusetningum sem ýmsir hópar samsæriskenningasmiða og kuklara hafa ýtt undir undanfarin ár hafa fallið í sérstaklega frjóan jarðveg á Ítalíu. Dómstóll í Rimini komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að tengsl væru á milli svonefndra MMR-bólusetninga og einhverfu þrátt fyrir að engar vísindalegar rannsóknir bendi til þess. Dómnum var snúið við árið 2015 en CNN segir að málið hafi haft áhrif á traust Ítala til bólusetninga. Aðeins 85% ítalskra barna fengu fyrsta skammt af bóluefni gegn mislingum það ár. Rúmlega fimm þúsund manns smituðust af mislingum í faraldri sem gekk yfir Ítalíu í fyrra. Afgerandi meirihluti þeirra sem smituðust, 89%, hafði ekki verið bólusettur.
Bólusetningar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira