Auðjöfur hyggst greiða allar sektir vegna búrkubannsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 10:47 Rachid Nekkaz er franskur auðjöfur af alsírskum uppruna. Hann hyggst framvegis greiða allar sektir kvenna vegna búrkubannsins. Vísir/ap Franski auðjöfurinn Rachid Nekkaz ætlar að greiða allar sektir sem konum í Danmörku er gert að greiða fyrir að hafa brotið lög sem banna fólki að hylja andlit sitt í almannarýminu í Danmörku. Umdeildu lögin tóku gildi fyrir rúmri viku. Konur sem klæðast búrku eða niqab í Danmörku gætu átt á hættu að vera sektaðar. Bannið nær einnig yfir grímur, húfur sem hylja andlit og gerviskegg. Sektin hljóðar upp á tæpar 16.500 íslenskar krónur en gerist einstaklingur ítrekað brotlegur við lögin gæti hann hlotið sekt upp á tífalda þá upphæð. Á þriðja degi búrkubannsins var fyrsta konan sektuð fyrir að hylja andlit sitt. Hún er 28 ára gömul og var stödd í verslunarmiðstöð í norðurhluta Kaupmannahafnar þegar lögreglan hafði afskipti af henni og sektaði hana.Nekkaz segir að búrkubannið sé mannréttindabrot og að konur eigi að fá að velja sinn klæðnað sjálfar.vísir/gettyKonan þarf þó ekki að borga sektina sjálf því franski auðjöfurinn Rachid Nekkaz, sem er af alsírskum uppruna, er boðinn og búinn að standa straum af kostnaðinum í nafni mannréttinda og valfrelsis. Nekkaz ætlar framvegis að borga allar sektir fyrir danskar konur sem brjóta gegn búrkubanninu að því er fram kemur á vef politiken.Telur að brotið sé á mannréttindum með banninu „Ég verð í Kaupmannahöfn 11. september til að greiða allar sektir og ég mun gera það í hverjum mánuði. Þrátt fyrir að ég sjálfur sé á móti niqab mun ég alltaf verja mannréttindi alls staðar í heiminum; frelsi til að klæðast niqab og frelsi til að gera það ekki.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Nekkaz gerir þetta því Washington Post greindi frá því snemma árs 2016 að hann hafi greitt yfir þúsund sektir fyrir konur í Frakklandi eftir að sams konar lög tóku gildi þar í landi. Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Búrkubann í Danmörku: Fyrsta konan sektuð Kona var sektuð fyrir að neita að taka niqab af sér. 4. ágúst 2018 17:00 Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. 2. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Franski auðjöfurinn Rachid Nekkaz ætlar að greiða allar sektir sem konum í Danmörku er gert að greiða fyrir að hafa brotið lög sem banna fólki að hylja andlit sitt í almannarýminu í Danmörku. Umdeildu lögin tóku gildi fyrir rúmri viku. Konur sem klæðast búrku eða niqab í Danmörku gætu átt á hættu að vera sektaðar. Bannið nær einnig yfir grímur, húfur sem hylja andlit og gerviskegg. Sektin hljóðar upp á tæpar 16.500 íslenskar krónur en gerist einstaklingur ítrekað brotlegur við lögin gæti hann hlotið sekt upp á tífalda þá upphæð. Á þriðja degi búrkubannsins var fyrsta konan sektuð fyrir að hylja andlit sitt. Hún er 28 ára gömul og var stödd í verslunarmiðstöð í norðurhluta Kaupmannahafnar þegar lögreglan hafði afskipti af henni og sektaði hana.Nekkaz segir að búrkubannið sé mannréttindabrot og að konur eigi að fá að velja sinn klæðnað sjálfar.vísir/gettyKonan þarf þó ekki að borga sektina sjálf því franski auðjöfurinn Rachid Nekkaz, sem er af alsírskum uppruna, er boðinn og búinn að standa straum af kostnaðinum í nafni mannréttinda og valfrelsis. Nekkaz ætlar framvegis að borga allar sektir fyrir danskar konur sem brjóta gegn búrkubanninu að því er fram kemur á vef politiken.Telur að brotið sé á mannréttindum með banninu „Ég verð í Kaupmannahöfn 11. september til að greiða allar sektir og ég mun gera það í hverjum mánuði. Þrátt fyrir að ég sjálfur sé á móti niqab mun ég alltaf verja mannréttindi alls staðar í heiminum; frelsi til að klæðast niqab og frelsi til að gera það ekki.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Nekkaz gerir þetta því Washington Post greindi frá því snemma árs 2016 að hann hafi greitt yfir þúsund sektir fyrir konur í Frakklandi eftir að sams konar lög tóku gildi þar í landi.
Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Búrkubann í Danmörku: Fyrsta konan sektuð Kona var sektuð fyrir að neita að taka niqab af sér. 4. ágúst 2018 17:00 Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. 2. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08
Búrkubann í Danmörku: Fyrsta konan sektuð Kona var sektuð fyrir að neita að taka niqab af sér. 4. ágúst 2018 17:00
Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. 2. ágúst 2018 19:30