Hækkuðu einkunnir karla til að fækka kvenlæknum Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 06:18 Forsvarsmenn skólans hneigðu sig við upphaf blaðamannafundarins í gær. Vísir/Getty Læknaháskóli í Tókýó hefur beðist afsökunar á því að hafa, áratugum saman, hagrætt úrslitum inntökuprófa til að tryggja að fleiri karlmenn hlytu brautargengi. Niðurstöður innri rannsóknar benda til að skólinn hafi átt við öll inntökupróf frá árinu 2006 hið minnsta, er fram kemur í japönskum fjölmiðlum. Á blaðamannafundi í Tókýó í gær sögðu forsvarsmenn skólans að þeir myndu hætta hagræðingunni hið snarasta. Þá væri jafnvel til skoðunar að hafa samband við allar þær konur sem undir eðlilegum kringumstæðum hefðu staðist prófið. Hvernig skólinn ætlar sér að gera það fylgdi þó ekki sögunni. Hagræðingin kom í ljós í úttekt sem ráðist var í eftir að sonur háttsetts embættismanns fékk inngöngu í skólann. Fyrrverandi rektor skólans og embættismaðurinn hafa verið ákærðir fyrir mútuþægni, en sá síðarnefndi lofaði skólanum rannsóknarstyrkjum gegn því að sonur hans stæðist inngönguprófið. Úttektin sýndi einnig fram á að skólinn hefði lækkað allar einkunnir á inntökuprófinu um hið minnsta 20 prósent - og síðan lagt 20 stig ofan á einkunnir karlkyns umsækjenda. Aðeins einkunnir þeirra karla sem höfðu fallið hið minnsta fjórum sinnum á prófinu voru ekki hækkaðar. Fyrrnefndur embættismannasonur fékk þessa meðferð, enda hafði hann aðeins fallið þrisvar á prófinu. Forsvarsmenn skólans segja að ástæðan fyrir hagræðingunni væri einföld: Þeir hafi viljað færri kvenkyns lækna því forsvarsmennirnir óttuðust að þær myndu einhvern tímann gera hlé á starfsferli sínum til að sinna móðurhlutverkinu. Haft er eftir lögmanninum Kenji Nakai að ferlið hafi einkennst af „djúpstæðu kynjamisrétti.“ Hann segir að grunur leiki á að forsvarsmenn skólans hafi einnig þegið peningagreiðslur frá foreldrum drengja sem vildu að þeir stæðust inntökuprófið. Hagræðingin var, að mati Nakai, hluti af menningu ógagnsæis og ósanngirni. Frekari rannsóknar væri því þörf enda kynni meira að leynast undir yfirborðinu. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Læknaháskóli í Tókýó hefur beðist afsökunar á því að hafa, áratugum saman, hagrætt úrslitum inntökuprófa til að tryggja að fleiri karlmenn hlytu brautargengi. Niðurstöður innri rannsóknar benda til að skólinn hafi átt við öll inntökupróf frá árinu 2006 hið minnsta, er fram kemur í japönskum fjölmiðlum. Á blaðamannafundi í Tókýó í gær sögðu forsvarsmenn skólans að þeir myndu hætta hagræðingunni hið snarasta. Þá væri jafnvel til skoðunar að hafa samband við allar þær konur sem undir eðlilegum kringumstæðum hefðu staðist prófið. Hvernig skólinn ætlar sér að gera það fylgdi þó ekki sögunni. Hagræðingin kom í ljós í úttekt sem ráðist var í eftir að sonur háttsetts embættismanns fékk inngöngu í skólann. Fyrrverandi rektor skólans og embættismaðurinn hafa verið ákærðir fyrir mútuþægni, en sá síðarnefndi lofaði skólanum rannsóknarstyrkjum gegn því að sonur hans stæðist inngönguprófið. Úttektin sýndi einnig fram á að skólinn hefði lækkað allar einkunnir á inntökuprófinu um hið minnsta 20 prósent - og síðan lagt 20 stig ofan á einkunnir karlkyns umsækjenda. Aðeins einkunnir þeirra karla sem höfðu fallið hið minnsta fjórum sinnum á prófinu voru ekki hækkaðar. Fyrrnefndur embættismannasonur fékk þessa meðferð, enda hafði hann aðeins fallið þrisvar á prófinu. Forsvarsmenn skólans segja að ástæðan fyrir hagræðingunni væri einföld: Þeir hafi viljað færri kvenkyns lækna því forsvarsmennirnir óttuðust að þær myndu einhvern tímann gera hlé á starfsferli sínum til að sinna móðurhlutverkinu. Haft er eftir lögmanninum Kenji Nakai að ferlið hafi einkennst af „djúpstæðu kynjamisrétti.“ Hann segir að grunur leiki á að forsvarsmenn skólans hafi einnig þegið peningagreiðslur frá foreldrum drengja sem vildu að þeir stæðust inntökuprófið. Hagræðingin var, að mati Nakai, hluti af menningu ógagnsæis og ósanngirni. Frekari rannsóknar væri því þörf enda kynni meira að leynast undir yfirborðinu.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira