Tíu ára fangelsi fyrir að „hræða konu til dauða“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 15:13 Connie Loucks ásamt dóttur sinni, Söruh. Carlton Young, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa orðið Connie Loucks að bana með því að „hræða hana til dauða“. Young ásamt samverkamönnum braust inn á heimili hennar í bænum Wells í Maine með þeim afleiðingum að Loucks fékk hjartaáfall og lést. Innbrotsþjófarnir komu þó ekki nálægt Loucks heldur var innbrotið nóg til þess að kalla fram banvænt hjartaáfall því hún var hjartveik fyrir. Að því er fram kemur í frétt Sky News var forsaga málsins sú að Young og félagar brutust inn á heimili Loucs árla morguns í mars árið 2015. Þeir bönkuðu á glugga og dyr og komust að því að enginn var heima. Þeir brutust inn og stálu miklum verðmætum, þar á meðal skartgripasafni Loucks. Þetta reyndist þó ekki hafa verið nóg fyrir innbrotsþjófana því næsta dag sneru þeir aftur. Loucs var í símanum að ræða við dóttur sína þegar mennirnir börðu að aftur að dyrum og bönkuðu á glugga og þá varð Loucs verulega bilt við því hún gerði sér strax grein fyrir hvað væri í gangi. Hún sagði dóttur sinni að hún væri nokkuð viss um að lætin kæmu frá sömu mönnum og brutust inn hjá henni daginn áður. Þegar Loucs hafði sagt þetta slitnaði samtalið. Sarah, dóttir Loucs, hringdi tafarlaust í neyðarlínuna en þegar lögreglu bar að garði lá Loucs meðvitundarlaus í sófanum í stofunni. Við krufningu á líkinu kom síðan í ljós að hún hefði dáið úr hjartaáfalli. Young svaraði fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins á mánudag þannig að hann þarf ekki að mæta fyrir rétt. Dómari hefur samþykkt og dæmt hann til tíu ára fangelsisvistar. „Þetta er ólýsanlegur harmleikur fyrir okkur fjölskylduna. Það líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um hvernig Connie hlýtur að hafa liðið þegar þeir brutust inn þennan dag. Hún var ljúf, ástrík og góð og hún átti þetta ekki skilið,“ segir Brian Loucks um Connie. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Carlton Young, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa orðið Connie Loucks að bana með því að „hræða hana til dauða“. Young ásamt samverkamönnum braust inn á heimili hennar í bænum Wells í Maine með þeim afleiðingum að Loucks fékk hjartaáfall og lést. Innbrotsþjófarnir komu þó ekki nálægt Loucks heldur var innbrotið nóg til þess að kalla fram banvænt hjartaáfall því hún var hjartveik fyrir. Að því er fram kemur í frétt Sky News var forsaga málsins sú að Young og félagar brutust inn á heimili Loucs árla morguns í mars árið 2015. Þeir bönkuðu á glugga og dyr og komust að því að enginn var heima. Þeir brutust inn og stálu miklum verðmætum, þar á meðal skartgripasafni Loucks. Þetta reyndist þó ekki hafa verið nóg fyrir innbrotsþjófana því næsta dag sneru þeir aftur. Loucs var í símanum að ræða við dóttur sína þegar mennirnir börðu að aftur að dyrum og bönkuðu á glugga og þá varð Loucs verulega bilt við því hún gerði sér strax grein fyrir hvað væri í gangi. Hún sagði dóttur sinni að hún væri nokkuð viss um að lætin kæmu frá sömu mönnum og brutust inn hjá henni daginn áður. Þegar Loucs hafði sagt þetta slitnaði samtalið. Sarah, dóttir Loucs, hringdi tafarlaust í neyðarlínuna en þegar lögreglu bar að garði lá Loucs meðvitundarlaus í sófanum í stofunni. Við krufningu á líkinu kom síðan í ljós að hún hefði dáið úr hjartaáfalli. Young svaraði fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins á mánudag þannig að hann þarf ekki að mæta fyrir rétt. Dómari hefur samþykkt og dæmt hann til tíu ára fangelsisvistar. „Þetta er ólýsanlegur harmleikur fyrir okkur fjölskylduna. Það líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um hvernig Connie hlýtur að hafa liðið þegar þeir brutust inn þennan dag. Hún var ljúf, ástrík og góð og hún átti þetta ekki skilið,“ segir Brian Loucks um Connie.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira