Drífa Snædal býður sig fram: „Ef við náum saman halda okkur engin bönd“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 15:00 Næsti forseti Alþýðusambands Íslands þarf, að mati Drífu, að sameina krafta hreyfingarinnar undir hatti ASÍ. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, tilkynnti í morgun að hún sæktist eftir kjöri til forseta Alþýðusambands Íslands á ársfundi sambandsins sem fer fram í haust. Að sögn Drífu verður stærsta verkefnið, sem bíður næsta forseta ASÍ, að sameina krafta hreyfingarinnar undir hatti ASÍ en undanfarið hefur borið á ósætti og illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar. Í þessu ítarlega viðtali segir Drífa frá sínum áherslumálum og sýn á verkalýðshreyfinguna. Hún opnar sig um þá pólitísku ástarsorg sem hún varð fyrir þegar Vinstri hreyfingin – grænt framboð hóf samstarf með Sjálfstæðisflokki og varpar ljósi á þau mál sem nýr forseti ASÍ verður að ráðast í. „Því miður hefur það verið svo að oft hefur meira púður farið í innbyrðis átök en baráttuna fyrir bættum kjörum. Þar kemur margt til; ólík sýn á leiðir, persónulegur fjandskapur og að sjá einungis hag sinna umbjóðenda til skamms tíma en ekki heildarmyndina,“ segir Drífa sem bætir við að þetta hafi verið ákveðin menning. Það sé vissulega ekki á hendi eins einstaklings að vinda ofan af henni en forseti ASÍ sé þó í góðri stöðu til að hafa áhrif á menninguna. „Ef við náum saman halda okkur engin bönd.“Vill auka lýðræði innan hreyfingarinnar Að mati Drífu er aðkallandi að svara kalli tímans um meira lýðræði innan ASÍ. „Það þarf að gera með bættu upplýsingaflæði og að gæta þess að sem flestir séu með eignarhald og ábyrgð á stefnunni hverju sinni,“ segir Drífa.„Það má enginn hafa á tilfinningunni að unnið sé þröngt“ „Þetta hljómar einfalt en er langt í frá þannig. Ef við, hins vegar, viðurkennum vandann og erum til í að efla samráð á öllum stigum, bæði gagnvart aðildarfélögunum og almennum félagsmönnum, gætum við breytt menningunni. Það má enginn hafa á tilfinningunni að unnið sé þröngt og búið sé að taka ákvarðanir þegar samráð hefst. Einstaklingar verða líka að slaka á eignarhaldi hugmynda þannig að það sé ekki einhver einn sem nær sínu fram heldur séu hugmyndirnar og stefnur okkar allra og því berum við öll ábyrgð á framgangi þeirra. Þá verður hreyfingin líka að fagna auknum áhuga á verkalýðsmálum og vera tilbúin að bjóða það fólk velkomið til starfa sem vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar.“Gylfi Arnbjörnsson, núverandi forseti ASÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Að mati Ragnars hefur Gylfi ekki komið nægilega til móts við þær háværu kröfur um stefnubreytingu sem sé uppi á meðal félagsmanna. Ekki hafi verið stuðlað að samvinnu og samstarfi á milli aðildarsamtaka ASÍ.visir/eyþórAllt undir í viðræðum um kjarasamninga Drífa segir að fyrir utan það að sameina hreyfinguna um skýr stefnumál til að ná sem mestum slagkrafti þá megi skipta verkefnunum framundan í tvennt; kjarasamningagerð og kröfur gagnvart stjórnvöldum. „Varðandi kjarasamningana sérstaklega finnst mér alltaf jafn merkilegt að verkalýðshreyfingin er gagnrýnd fyrir að gera ekki nógu góða samninga en atvinnurekendur þurfa ekki að svara fyrir siðleysið að semja um laun sem er ekki hægt að lifa á. Í samfélagi þar sem atvinnurekendur hugsa fyrst og fremst um hagnað er freistandi að greiða aðeins lágmarkslaun.“ Lágmarkslaun séu „botninn“ sem ekki megi fara undir en ekki viðmið um almenn kjör. „Í því svokallaða góðæri sem ríkt hefur undanfarin ár eru samt allt of margir á strípuðum töxtum og oft reynt að stela vinnuframlagi með því að fara undir þá. Með nýrri atvinnugrein sem ferðaþjónustan er hefur mikill tími og orka farið í að eltast við litla atvinnurekendur sem gera allt til að svindla á fólki. Fyrir barðinu verður ungt fólk sem þekkir ekki rétt sinn nógu vel og fólk sem kemur frá útlöndum til að vinna. Ég á varla nógu sterk orð til að lýsa fyrirlitningu minni á þeim atvinnurekendum sem reyna að hafa af vinnandi fólki hverja krónu, ýmist í gegnum skýran launaþjófnað eða með því að hola fólki niður í óviðunandi húsnæði og rukka hámarks leigu.“ Drífa segir að í dag séum við komin á þann stað að lágmarkslaun séu orðin viðmið í samningum um kjör og þegar staðan er orðin þannig verði að hækka botninn. „Þá er líka orðið tímabært að launaþjófnaður sé tekinn föstum tökum og atvinnurekendur komist ekki upp með að skipta bara um kennitölu til að geta haldið áfram að níðast á vinnandi fólki.“Húsnæðismál, kjaraviðræður, kröfur gagnvart stjórnvöldum verða á meðal þeirra verkefna sem Drífa setur á oddinn nái hún kjöri.vísir/vilhelmStjórnvöld verði að taka á félagslegum undirboðum Stjórnvöld verða að taka á félagslegum undirboðum og ganga til liðs við verkalýðshreyfinguna í þeim efnum. Hún segir að efla þurfi eftirlit til muna. „Því ber að halda til haga að það er líka ávinningur atvinnurekenda sem vilja gera sæmilega við vinnandi fólk að vera ekki með undirboð á vinnumarkaði. Þetta er því flestra hagur. Það þarf að efla eftirlit til muna og þétta lagarammann til að vinnumarkaðurinn hér á landi standist lágmarkskröfur um mannréttindi,“ segir Drífa. Vill útrýma gróðafyrirtækjum af húsnæðismarkaði Drífa segir að þegar komi að húsnæðisvandanum hafi stjórnvöld og verkalýðshreyfingin „sett eggin í of fáar körfur“. Það þurfi fjölbreytt úrræði til að mæta grundvallarkröfum um sæmilegt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. „Það þarf að taka á okurleigu og ég vil reyndar útrýma gróðafyrirtækjum af húsnæðismarkaði. Fjárfestar eiga ekkert með að græða á grundvallarmannréttindum svo sem menntun, heilbrigði og húsnæði. Það eru alls konar hugmyndir í pípunum en þær krefjast þess að ríki, sveitarfélög, lífeyrissjóðir, Íbúðalánasjóður og aðilar vinnumarkaðarins séu tilbúnir og ég held að flestir geri sér grein fyrir að ástandið versnar bara ef ekki leggjast allir á árarnar.“Láglauna-og millitekjufólk hafi farið halloka í skattabreytingum síðustu ára Að mati Drífu á að beita skattkerfinu til að jafna kjör og tekjur. „Það þýðir að þeir sem búa sér til stórgróða með vinnuframlagi og tekjum vinnandi fólks eiga að skila honum til samfélagsins í miklu meira mæli. Allar skýrslur um skatta sýna að láglauna- og millitekjufólk hefur farið halloka í skattabreytingum síðustu áratuga og misréttið eykst með dekri við fjármagnseigendur.“ Drífa segir að verkalýðshreyfingin eigi að beita sér meira á hinum pólitíska vettvangi því þar séu afdrifaríkustu ákvarðanir teknar um kjör almennings.Drífa Snædal segist ekki hafa séð eftir að segja sig úr VG. Ákvörðunin hafi ekki verið tekin í stundarbræði.Vísir/EyþórPólitísk ástarsorg þegar VG fór í stjórn með SjálfstæðisflokkiNú sagðir þú þig úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði með látum og ummæli þín um að éta skít eru orðin víðfræg. Hefur þú séð eftir þeirri ákvörðun? „Nei, ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun enda var hún ekki tekin í stundarbræði. Vissulega var þetta erfið ákvörðun enda var ég ein af stofnendum VG fyrir tuttugu árum, hef unnið fyrir hreyfinguna og félagslíf mitt var nátengt henni. Mér leið hins vegar eins og kærastinn hefði haldið fram hjá mér og ég þyrfti að segja honum upp þegar ljóst var að VG ætlaði í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Við tók pólitísk ástarsorg.“ Drífa segir að niðurstöður alþingiskosninganna hefðu ekki verið ákall um gömlu flokkana heldur ákall um breytingar og fjölflokka ríkisstjórn. „Gömlu flokkarnir eiga ekki völdin lengur og það krefst þess af stjórnmálunum að búnar séu til fjölflokka ríkisstjórnir. Vissulega er það krefjandi verkefni að vera með marga flokka í ríkisstjórn en það má finna mjög góðan félagshyggju samhljóm hjá flestum flokkum. Það voru því ótrúleg vonbrigði að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur borið ábyrgð á sívaxandi misskiptingu og tekur kerfisbundið hag auðmanna fram yfir hag almennings sitji nú í ríkisstjórn í umboði minnar gömlu hreyfingar. Það gat ég ekki kvittað upp á,“ segir Drífa um ákvörðun sína. Hún tekur það þó fram að hún kunni að meta stjórnmálafólk úr öllum flokkum, ekki síst VG, sem hún er í góðu sambandi við og finnur að hafi hag almennings í fyrirrúmi. „Það þarf að hlúa að góðum samskiptum hreyfingarinnar við stjórnmálin þar sem hagsmunir og hugsjónir fara saman.“ Gagnrýnd fyrir að vera yfirlýstur femínisti Drífa segist hafa hugsað málið vel og lengi áður en hún ákvað að bjóða sig fram. Það sé langt fyrir utan hennar þægindaramma að leggja sjálfa sig undir í kosningum. „Ég fékk hins vegar fjöldann allan af áskorunum og greinilega margir sem treysta mér og vilja að ég taki verkefnið að mér. Það er mikil áskorun að leiða ASÍ og það er áskorun sem ég stenst ekki.“ Hún segir að inn í þessa ákvörðun spili ákall um að næsti forseti ASÍ verði kona. „Ég hef heyrt þá gagnrýni á mig að ég sé yfirlýstur femínisti eins og það geri mig vanhæfa til verksins en að mínu mati er það styrkur því baráttan fyrir jafnrétti og jöfnuði er nátengd og ég hef nálgast femínisma í gegnum stéttarbaráttu í auknum mæli síðustu ár. Eina spurningin sem þarf að svara er hvort ég muni vinna fyrir mína umbjóðendur af heilindum, karla, konur og öll hugsanleg kyn og ég treysti því að fólk sem hefur unnið með mér staðfesti að svo sé,“ segir Drífa.Konur um allan heim hafa stigið fram og greint frá kynferðislegu ofbeldi og/eða áreitni að síðustu. Drífa hefur í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins reynt að uppræta kynferðislega áreitni í starfi og þá hefur hún blásið til norrænnar ráðstefnu um málefnið.Vísir/VilhelmMisnotkun og rán á vinnuframlagi um hábjartan dag Síðastliðin ár hefur hún beitt sér í baráttunni gegn mansali í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. „Starfsgreinasambandið hefur verið í samstarfi við fjölda stofnana og félagasamtaka um fræðslu og mótun baráttuaðferða til að uppræta þennan smánarblett á íslenskum vinnumarkaði. Þar hafa stjórnvöld heldur betur dregið lappirnar og ég nefni þar sérstaklega dómsmálaráðuneytið þar sem virðist skorta algerlega pólitískan áhuga á málinu,“ segir Drífa sem bætir við að gera þurfi betur í baráttunni gegn mansali á Íslandi og félagslegum undirboðum „þar sem mannréttindi eru brotin á fólki með misnotkun og ráni á vinnuframlagi um hábjartan dag.“ Drífa hefur haldið um 40 fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis um kynferðislega áreitni á vinnustöðum og jafnrétti. „Starfsgreinasambandið hóf norrænt samstarf um þessi málefni árið 2014 og gerði rannsókn á starfsfólki í þjónustustörfum og við skipulögðum stóra ráðstefnu. Við vorum því tilbúin í umræðuna þegar #Metoo byltingin hófst og höfum verið viljug og öflug að miðla þeirri þekkingu sem við vorum búin að afla okkur,“ segir Drífa sem segist nálgast þetta erfiða viðfangsefni út frá hugmyndum og kenningum um vald. „Hver hefur völd yfir hverjum? Hvernig er þeim beitt og misbeitt? Hugmyndir og kenningar um völd og drottnunaraðferðir eiga alls staðar við, ekki síst á vinnumarkaði og við samningaborðið.“ Átök eru leið að markmiði en ekki markmið í sjálfu sér Af sínum verkum innan Starfsgreinasambandsins segist Drífa vera stoltust af kröfum um 300 þúsund króna lágmarkslaun í kjaraviðræðum árið 2015. „Hvernig við náðum, í sameiningu, að fá félagsmenn innan aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og nánast alla þjóðina á bak við kröfur okkar um 300 þúsund króna lágmarkslaun í kjaraviðræðum 2015. Það kostaði átök en þarna sýndum við að hreyfingin var lifandi afl, tilbúin í að berjast fyrir hækkun lægstu launa og láta sverfa til stáls,“ segir Drífa sem bendir á að átökin séu leið að markmiði en ekki markmið í sjálfu sér.Drífa Snædal er með BA gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í vinnumarkaðsfræðum með áherslu á vinnurétt frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.Vísir/vilhelm„Krafan var skýr og hófsöm en það sem okkur var boðið í upphafi var örfá prósentustig í anda SALEK og stöðugleika. Okkur var sagt að kröfur okkar væru galnar og hér færi allt í kaldakol ef gengið yrði að þeim. Annað hefur komið í ljós og þarna hröktum við í raun þá hugmynd að bara ef vinnandi fólk „sýndi ábyrgð“ og tæki það sem að því væri rétt þá færi allt vel, annars ekki.“ Drífa Snædal er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og hefur gegnt þeirri stöðu síðustu sex árin. Fyrstu kynni hennar af verkalýðsbaráttu var í gegnum Iðnnemasamband Íslands en þar gegndi hún formennsku frá 1996 til 1998. Hún er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, tækniteiknari frá Iðnskólanum í Reykjavík, viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í vinnumarkaðsfræðum með áherslu á vinnurétt frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Drífa hefur unnið sem tækniteiknari og bókari hjá Verkfræðistofunni Afli og Orku, verið framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf og framkvæmdastýra Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Kjaramál Tengdar fréttir Drífa vill verða forseti ASÍ Drífa Snædal hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ASÍ. 7. ágúst 2018 10:09 Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00 Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. 21. júní 2018 13:22 Drífa segir gott að lýðræðisbyltingin náði inn í ASÍ Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. 21. júní 2018 18:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, tilkynnti í morgun að hún sæktist eftir kjöri til forseta Alþýðusambands Íslands á ársfundi sambandsins sem fer fram í haust. Að sögn Drífu verður stærsta verkefnið, sem bíður næsta forseta ASÍ, að sameina krafta hreyfingarinnar undir hatti ASÍ en undanfarið hefur borið á ósætti og illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar. Í þessu ítarlega viðtali segir Drífa frá sínum áherslumálum og sýn á verkalýðshreyfinguna. Hún opnar sig um þá pólitísku ástarsorg sem hún varð fyrir þegar Vinstri hreyfingin – grænt framboð hóf samstarf með Sjálfstæðisflokki og varpar ljósi á þau mál sem nýr forseti ASÍ verður að ráðast í. „Því miður hefur það verið svo að oft hefur meira púður farið í innbyrðis átök en baráttuna fyrir bættum kjörum. Þar kemur margt til; ólík sýn á leiðir, persónulegur fjandskapur og að sjá einungis hag sinna umbjóðenda til skamms tíma en ekki heildarmyndina,“ segir Drífa sem bætir við að þetta hafi verið ákveðin menning. Það sé vissulega ekki á hendi eins einstaklings að vinda ofan af henni en forseti ASÍ sé þó í góðri stöðu til að hafa áhrif á menninguna. „Ef við náum saman halda okkur engin bönd.“Vill auka lýðræði innan hreyfingarinnar Að mati Drífu er aðkallandi að svara kalli tímans um meira lýðræði innan ASÍ. „Það þarf að gera með bættu upplýsingaflæði og að gæta þess að sem flestir séu með eignarhald og ábyrgð á stefnunni hverju sinni,“ segir Drífa.„Það má enginn hafa á tilfinningunni að unnið sé þröngt“ „Þetta hljómar einfalt en er langt í frá þannig. Ef við, hins vegar, viðurkennum vandann og erum til í að efla samráð á öllum stigum, bæði gagnvart aðildarfélögunum og almennum félagsmönnum, gætum við breytt menningunni. Það má enginn hafa á tilfinningunni að unnið sé þröngt og búið sé að taka ákvarðanir þegar samráð hefst. Einstaklingar verða líka að slaka á eignarhaldi hugmynda þannig að það sé ekki einhver einn sem nær sínu fram heldur séu hugmyndirnar og stefnur okkar allra og því berum við öll ábyrgð á framgangi þeirra. Þá verður hreyfingin líka að fagna auknum áhuga á verkalýðsmálum og vera tilbúin að bjóða það fólk velkomið til starfa sem vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar.“Gylfi Arnbjörnsson, núverandi forseti ASÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Að mati Ragnars hefur Gylfi ekki komið nægilega til móts við þær háværu kröfur um stefnubreytingu sem sé uppi á meðal félagsmanna. Ekki hafi verið stuðlað að samvinnu og samstarfi á milli aðildarsamtaka ASÍ.visir/eyþórAllt undir í viðræðum um kjarasamninga Drífa segir að fyrir utan það að sameina hreyfinguna um skýr stefnumál til að ná sem mestum slagkrafti þá megi skipta verkefnunum framundan í tvennt; kjarasamningagerð og kröfur gagnvart stjórnvöldum. „Varðandi kjarasamningana sérstaklega finnst mér alltaf jafn merkilegt að verkalýðshreyfingin er gagnrýnd fyrir að gera ekki nógu góða samninga en atvinnurekendur þurfa ekki að svara fyrir siðleysið að semja um laun sem er ekki hægt að lifa á. Í samfélagi þar sem atvinnurekendur hugsa fyrst og fremst um hagnað er freistandi að greiða aðeins lágmarkslaun.“ Lágmarkslaun séu „botninn“ sem ekki megi fara undir en ekki viðmið um almenn kjör. „Í því svokallaða góðæri sem ríkt hefur undanfarin ár eru samt allt of margir á strípuðum töxtum og oft reynt að stela vinnuframlagi með því að fara undir þá. Með nýrri atvinnugrein sem ferðaþjónustan er hefur mikill tími og orka farið í að eltast við litla atvinnurekendur sem gera allt til að svindla á fólki. Fyrir barðinu verður ungt fólk sem þekkir ekki rétt sinn nógu vel og fólk sem kemur frá útlöndum til að vinna. Ég á varla nógu sterk orð til að lýsa fyrirlitningu minni á þeim atvinnurekendum sem reyna að hafa af vinnandi fólki hverja krónu, ýmist í gegnum skýran launaþjófnað eða með því að hola fólki niður í óviðunandi húsnæði og rukka hámarks leigu.“ Drífa segir að í dag séum við komin á þann stað að lágmarkslaun séu orðin viðmið í samningum um kjör og þegar staðan er orðin þannig verði að hækka botninn. „Þá er líka orðið tímabært að launaþjófnaður sé tekinn föstum tökum og atvinnurekendur komist ekki upp með að skipta bara um kennitölu til að geta haldið áfram að níðast á vinnandi fólki.“Húsnæðismál, kjaraviðræður, kröfur gagnvart stjórnvöldum verða á meðal þeirra verkefna sem Drífa setur á oddinn nái hún kjöri.vísir/vilhelmStjórnvöld verði að taka á félagslegum undirboðum Stjórnvöld verða að taka á félagslegum undirboðum og ganga til liðs við verkalýðshreyfinguna í þeim efnum. Hún segir að efla þurfi eftirlit til muna. „Því ber að halda til haga að það er líka ávinningur atvinnurekenda sem vilja gera sæmilega við vinnandi fólk að vera ekki með undirboð á vinnumarkaði. Þetta er því flestra hagur. Það þarf að efla eftirlit til muna og þétta lagarammann til að vinnumarkaðurinn hér á landi standist lágmarkskröfur um mannréttindi,“ segir Drífa. Vill útrýma gróðafyrirtækjum af húsnæðismarkaði Drífa segir að þegar komi að húsnæðisvandanum hafi stjórnvöld og verkalýðshreyfingin „sett eggin í of fáar körfur“. Það þurfi fjölbreytt úrræði til að mæta grundvallarkröfum um sæmilegt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. „Það þarf að taka á okurleigu og ég vil reyndar útrýma gróðafyrirtækjum af húsnæðismarkaði. Fjárfestar eiga ekkert með að græða á grundvallarmannréttindum svo sem menntun, heilbrigði og húsnæði. Það eru alls konar hugmyndir í pípunum en þær krefjast þess að ríki, sveitarfélög, lífeyrissjóðir, Íbúðalánasjóður og aðilar vinnumarkaðarins séu tilbúnir og ég held að flestir geri sér grein fyrir að ástandið versnar bara ef ekki leggjast allir á árarnar.“Láglauna-og millitekjufólk hafi farið halloka í skattabreytingum síðustu ára Að mati Drífu á að beita skattkerfinu til að jafna kjör og tekjur. „Það þýðir að þeir sem búa sér til stórgróða með vinnuframlagi og tekjum vinnandi fólks eiga að skila honum til samfélagsins í miklu meira mæli. Allar skýrslur um skatta sýna að láglauna- og millitekjufólk hefur farið halloka í skattabreytingum síðustu áratuga og misréttið eykst með dekri við fjármagnseigendur.“ Drífa segir að verkalýðshreyfingin eigi að beita sér meira á hinum pólitíska vettvangi því þar séu afdrifaríkustu ákvarðanir teknar um kjör almennings.Drífa Snædal segist ekki hafa séð eftir að segja sig úr VG. Ákvörðunin hafi ekki verið tekin í stundarbræði.Vísir/EyþórPólitísk ástarsorg þegar VG fór í stjórn með SjálfstæðisflokkiNú sagðir þú þig úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði með látum og ummæli þín um að éta skít eru orðin víðfræg. Hefur þú séð eftir þeirri ákvörðun? „Nei, ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun enda var hún ekki tekin í stundarbræði. Vissulega var þetta erfið ákvörðun enda var ég ein af stofnendum VG fyrir tuttugu árum, hef unnið fyrir hreyfinguna og félagslíf mitt var nátengt henni. Mér leið hins vegar eins og kærastinn hefði haldið fram hjá mér og ég þyrfti að segja honum upp þegar ljóst var að VG ætlaði í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Við tók pólitísk ástarsorg.“ Drífa segir að niðurstöður alþingiskosninganna hefðu ekki verið ákall um gömlu flokkana heldur ákall um breytingar og fjölflokka ríkisstjórn. „Gömlu flokkarnir eiga ekki völdin lengur og það krefst þess af stjórnmálunum að búnar séu til fjölflokka ríkisstjórnir. Vissulega er það krefjandi verkefni að vera með marga flokka í ríkisstjórn en það má finna mjög góðan félagshyggju samhljóm hjá flestum flokkum. Það voru því ótrúleg vonbrigði að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur borið ábyrgð á sívaxandi misskiptingu og tekur kerfisbundið hag auðmanna fram yfir hag almennings sitji nú í ríkisstjórn í umboði minnar gömlu hreyfingar. Það gat ég ekki kvittað upp á,“ segir Drífa um ákvörðun sína. Hún tekur það þó fram að hún kunni að meta stjórnmálafólk úr öllum flokkum, ekki síst VG, sem hún er í góðu sambandi við og finnur að hafi hag almennings í fyrirrúmi. „Það þarf að hlúa að góðum samskiptum hreyfingarinnar við stjórnmálin þar sem hagsmunir og hugsjónir fara saman.“ Gagnrýnd fyrir að vera yfirlýstur femínisti Drífa segist hafa hugsað málið vel og lengi áður en hún ákvað að bjóða sig fram. Það sé langt fyrir utan hennar þægindaramma að leggja sjálfa sig undir í kosningum. „Ég fékk hins vegar fjöldann allan af áskorunum og greinilega margir sem treysta mér og vilja að ég taki verkefnið að mér. Það er mikil áskorun að leiða ASÍ og það er áskorun sem ég stenst ekki.“ Hún segir að inn í þessa ákvörðun spili ákall um að næsti forseti ASÍ verði kona. „Ég hef heyrt þá gagnrýni á mig að ég sé yfirlýstur femínisti eins og það geri mig vanhæfa til verksins en að mínu mati er það styrkur því baráttan fyrir jafnrétti og jöfnuði er nátengd og ég hef nálgast femínisma í gegnum stéttarbaráttu í auknum mæli síðustu ár. Eina spurningin sem þarf að svara er hvort ég muni vinna fyrir mína umbjóðendur af heilindum, karla, konur og öll hugsanleg kyn og ég treysti því að fólk sem hefur unnið með mér staðfesti að svo sé,“ segir Drífa.Konur um allan heim hafa stigið fram og greint frá kynferðislegu ofbeldi og/eða áreitni að síðustu. Drífa hefur í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins reynt að uppræta kynferðislega áreitni í starfi og þá hefur hún blásið til norrænnar ráðstefnu um málefnið.Vísir/VilhelmMisnotkun og rán á vinnuframlagi um hábjartan dag Síðastliðin ár hefur hún beitt sér í baráttunni gegn mansali í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. „Starfsgreinasambandið hefur verið í samstarfi við fjölda stofnana og félagasamtaka um fræðslu og mótun baráttuaðferða til að uppræta þennan smánarblett á íslenskum vinnumarkaði. Þar hafa stjórnvöld heldur betur dregið lappirnar og ég nefni þar sérstaklega dómsmálaráðuneytið þar sem virðist skorta algerlega pólitískan áhuga á málinu,“ segir Drífa sem bætir við að gera þurfi betur í baráttunni gegn mansali á Íslandi og félagslegum undirboðum „þar sem mannréttindi eru brotin á fólki með misnotkun og ráni á vinnuframlagi um hábjartan dag.“ Drífa hefur haldið um 40 fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis um kynferðislega áreitni á vinnustöðum og jafnrétti. „Starfsgreinasambandið hóf norrænt samstarf um þessi málefni árið 2014 og gerði rannsókn á starfsfólki í þjónustustörfum og við skipulögðum stóra ráðstefnu. Við vorum því tilbúin í umræðuna þegar #Metoo byltingin hófst og höfum verið viljug og öflug að miðla þeirri þekkingu sem við vorum búin að afla okkur,“ segir Drífa sem segist nálgast þetta erfiða viðfangsefni út frá hugmyndum og kenningum um vald. „Hver hefur völd yfir hverjum? Hvernig er þeim beitt og misbeitt? Hugmyndir og kenningar um völd og drottnunaraðferðir eiga alls staðar við, ekki síst á vinnumarkaði og við samningaborðið.“ Átök eru leið að markmiði en ekki markmið í sjálfu sér Af sínum verkum innan Starfsgreinasambandsins segist Drífa vera stoltust af kröfum um 300 þúsund króna lágmarkslaun í kjaraviðræðum árið 2015. „Hvernig við náðum, í sameiningu, að fá félagsmenn innan aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og nánast alla þjóðina á bak við kröfur okkar um 300 þúsund króna lágmarkslaun í kjaraviðræðum 2015. Það kostaði átök en þarna sýndum við að hreyfingin var lifandi afl, tilbúin í að berjast fyrir hækkun lægstu launa og láta sverfa til stáls,“ segir Drífa sem bendir á að átökin séu leið að markmiði en ekki markmið í sjálfu sér.Drífa Snædal er með BA gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í vinnumarkaðsfræðum með áherslu á vinnurétt frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.Vísir/vilhelm„Krafan var skýr og hófsöm en það sem okkur var boðið í upphafi var örfá prósentustig í anda SALEK og stöðugleika. Okkur var sagt að kröfur okkar væru galnar og hér færi allt í kaldakol ef gengið yrði að þeim. Annað hefur komið í ljós og þarna hröktum við í raun þá hugmynd að bara ef vinnandi fólk „sýndi ábyrgð“ og tæki það sem að því væri rétt þá færi allt vel, annars ekki.“ Drífa Snædal er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og hefur gegnt þeirri stöðu síðustu sex árin. Fyrstu kynni hennar af verkalýðsbaráttu var í gegnum Iðnnemasamband Íslands en þar gegndi hún formennsku frá 1996 til 1998. Hún er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, tækniteiknari frá Iðnskólanum í Reykjavík, viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í vinnumarkaðsfræðum með áherslu á vinnurétt frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Drífa hefur unnið sem tækniteiknari og bókari hjá Verkfræðistofunni Afli og Orku, verið framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf og framkvæmdastýra Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Kjaramál Tengdar fréttir Drífa vill verða forseti ASÍ Drífa Snædal hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ASÍ. 7. ágúst 2018 10:09 Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00 Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. 21. júní 2018 13:22 Drífa segir gott að lýðræðisbyltingin náði inn í ASÍ Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. 21. júní 2018 18:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Drífa vill verða forseti ASÍ Drífa Snædal hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ASÍ. 7. ágúst 2018 10:09
Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00
Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. 21. júní 2018 13:22
Drífa segir gott að lýðræðisbyltingin náði inn í ASÍ Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. 21. júní 2018 18:45