Alls hafa sjö látið lífið í eldunum svo vitað sé til, en eldarnir hafa haldið áfram að eflast vegna þurrkaveðurs og óhagstæðra vindátta.
Um 14 þúsund slökkviliðismenn og hundruðir á vegum hersins berjast nú við eldana en veðurstofan í Bandaríkjunum segir að staðan muni lítið skána í vikunni.
75 heimili hafa eyðilagst
Slökkviliði hefur einungis tekist að ná að stöðva framgang skógareldana á ákveðnum stöðum. Reiknað er með að hitastig komi til með að ná allt að 43 gráðum í norðurhluta ríkisins á næstu dögum sem mun gera slökkviliði erfitt fyrir.
Um 75 heimili hafa eyðilagst í eldunum og hafa þúsundir neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna eldanna.
Mestu eldarnir í sögu ríkisins voru hinir svokölluðu Thomaseldar í lok 2017 þar sem 114 þúsund hektarar brunnu.
