Beyoncé opnar sig um fæðingu tvíburanna: „Heilsa mín og barnanna minna var í hættu“ Vésteinn Örn Pétursson og Bergþór Másson skrifa 6. ágúst 2018 17:41 Hér má sjá Beyoncé ásamt eiginmanni sínum. Vísir/Getty Söngkonan Beyoncé gekkst undir neyðarkeisaraskurðaðgerð vegna meðgönguháþrýstings þegar hún fæddi tvíburana Rumi og Sir í júní í fyrra. Þessu greinir hún frá í nýútgefnu viðtali við tískutímaritið Vogue.Í viðtalinu segir Beyoncé einnig frá því hvernig hún hefur tekist á við móðurhlutverkið, hvernig viðhorf hennar til líkamsræktar hefur breyst eftir barnsburð og hvernig samband hennar og eiginmanns síns, Jay-Z hefur þróast. Beyoncé hafði verið rúmliggjandi í meira en mánuð vegna blóðeitrunar og segir hún að heilsa hennar og tvíburanna sem hún gekk með hafi verið í hættu og hafi hún þess vegna gengist undir keisaraskurðaðgerð.Glímdi við meðgönguháþrýsting„Ég var 218 pund [99 kíló] daginn sem ég eignaðist Rumi og Sir,“ segir Beyoncé í viðtalinu sem er einkar áhrifaríkt. „Ég var bólgin vegna meðgönguháþrýstings og var rúmliggjandi í meira en mánuð. Heilsa mín og barnanna minna var í hættu, svo ég neyddist til þess að gangast undir neyðarkeisaraskurðaðgerð.“ Meðgönguháþrýstingur, þekkt sem toxemia eða pre-eclampsia á ensku, er sjaldgæfur fylgikvilli meðgöngu sem veldur háum blóðþrýstingi og getur haft alvarlegar afleiðingar ef ekkert er að gert. Kim Kardashian West glímdi einnig við meðgönguháþrýsting þegar hún gekk með dóttur sína, North. Beyoncé bætir við að í gegnum allt ferlið hafi eiginmaður hennar, tónlistar- og viðskiptamaðurinn Jay-Z, verið stoð hennar og stytta og veitt henni allan þann stuðning sem hún þurfti. „Ég er stolt að hafa orðið vitni að styrk hans og framþróun sem maður, besti vinur og faðir,“ bætir söngkonan við. Beyoncé segir að henni finnist hún nú vera tengd öllum foreldrum sem hafa þurft að ganga í gegnum neyðarkeisaraskurðaðgerð og segist auk þess telja að ekki allir átti sig á alvarleikanum sem fylgir slíkum aðgerðum.Hér má sjá ólétta Beyoncé á Grammy-verðlaunahátíðinni snemma á síðasta ári.Vísir/GettyHefur nýja sýn á líkamsrækt og líkamsvirðinguHún kemur einnig inn á hvernig viðhorf hennar til líkamsræktar eftir barnsburð hefur breyst og segist ekki vera að flýta sér að ná sínu fyrra formi aftur, ólíkt því sem hún gerði eftir fæðingu fyrsta barnsins síns, Blue Ivy. „Eftir fæðingu fyrsta barnsins míns trúði ég því sem samfélagið sagði mér um hvernig líkami minn ætti að líta út. Ég var hörð við sjálfa mig og ætlaði að ná mínu fyrra líkamlega formi á aðeins þremur mánuðum, ég gekk meira að segja svo langt að skipuleggja tónleika til þess að tryggja að ég gerði það. Þegar ég lít til baka átta ég mig á að það var of langt gengið.“ Poppstjarnan segist hafa breytt nálgun sinni á líkamsrækt eftir fæðingu tvíburanna og telur að lykillinn sé sjálfsást og að taka líkama sínum opnum örmum, hvernig sem hann kann að vera. „Enn þann dag í dag er ég enn með þykkari handleggi og axlir, og lærin mín og brjóst eru meiri um sig en fyrir fæðinguna. Ég er með örlitla mömmubumbu, og ég er ekkert að drífa í því að losna við hana. Þegar ég er tilbúin að ná í magavöðvana mína aftur, þá fer ég í ræktina og vinn eins og skepna þar til ég næ því. Þangað til er ég sátt á staðnum sem ég er á.“ Tónlist Tengdar fréttir Beyoncé gagnrýnd fyrir eitt rauðvínsglas Aðdáendur Beyoncé voru margir hverjir ekki ánægðir með stjörnuna um helgina 8. ágúst 2017 12:53 Ómótstæðilegur óléttustíll Beyonce Ef það er einhver sem að kann að klæða upp óléttukúlunna, þá er það Beyonce. 10. maí 2017 12:00 Tvíburar Beyoncé og Jay-Z komnir í heiminn Kyn og fæðingardagur tvíbura stjörnuparsins Beyoncé og Jay-Z hefur ekki enn verið staðfest en bandarískir fjölmiðlar fullyrða að börnin séu komin í heiminn. 18. júní 2017 08:38 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Söngkonan Beyoncé gekkst undir neyðarkeisaraskurðaðgerð vegna meðgönguháþrýstings þegar hún fæddi tvíburana Rumi og Sir í júní í fyrra. Þessu greinir hún frá í nýútgefnu viðtali við tískutímaritið Vogue.Í viðtalinu segir Beyoncé einnig frá því hvernig hún hefur tekist á við móðurhlutverkið, hvernig viðhorf hennar til líkamsræktar hefur breyst eftir barnsburð og hvernig samband hennar og eiginmanns síns, Jay-Z hefur þróast. Beyoncé hafði verið rúmliggjandi í meira en mánuð vegna blóðeitrunar og segir hún að heilsa hennar og tvíburanna sem hún gekk með hafi verið í hættu og hafi hún þess vegna gengist undir keisaraskurðaðgerð.Glímdi við meðgönguháþrýsting„Ég var 218 pund [99 kíló] daginn sem ég eignaðist Rumi og Sir,“ segir Beyoncé í viðtalinu sem er einkar áhrifaríkt. „Ég var bólgin vegna meðgönguháþrýstings og var rúmliggjandi í meira en mánuð. Heilsa mín og barnanna minna var í hættu, svo ég neyddist til þess að gangast undir neyðarkeisaraskurðaðgerð.“ Meðgönguháþrýstingur, þekkt sem toxemia eða pre-eclampsia á ensku, er sjaldgæfur fylgikvilli meðgöngu sem veldur háum blóðþrýstingi og getur haft alvarlegar afleiðingar ef ekkert er að gert. Kim Kardashian West glímdi einnig við meðgönguháþrýsting þegar hún gekk með dóttur sína, North. Beyoncé bætir við að í gegnum allt ferlið hafi eiginmaður hennar, tónlistar- og viðskiptamaðurinn Jay-Z, verið stoð hennar og stytta og veitt henni allan þann stuðning sem hún þurfti. „Ég er stolt að hafa orðið vitni að styrk hans og framþróun sem maður, besti vinur og faðir,“ bætir söngkonan við. Beyoncé segir að henni finnist hún nú vera tengd öllum foreldrum sem hafa þurft að ganga í gegnum neyðarkeisaraskurðaðgerð og segist auk þess telja að ekki allir átti sig á alvarleikanum sem fylgir slíkum aðgerðum.Hér má sjá ólétta Beyoncé á Grammy-verðlaunahátíðinni snemma á síðasta ári.Vísir/GettyHefur nýja sýn á líkamsrækt og líkamsvirðinguHún kemur einnig inn á hvernig viðhorf hennar til líkamsræktar eftir barnsburð hefur breyst og segist ekki vera að flýta sér að ná sínu fyrra formi aftur, ólíkt því sem hún gerði eftir fæðingu fyrsta barnsins síns, Blue Ivy. „Eftir fæðingu fyrsta barnsins míns trúði ég því sem samfélagið sagði mér um hvernig líkami minn ætti að líta út. Ég var hörð við sjálfa mig og ætlaði að ná mínu fyrra líkamlega formi á aðeins þremur mánuðum, ég gekk meira að segja svo langt að skipuleggja tónleika til þess að tryggja að ég gerði það. Þegar ég lít til baka átta ég mig á að það var of langt gengið.“ Poppstjarnan segist hafa breytt nálgun sinni á líkamsrækt eftir fæðingu tvíburanna og telur að lykillinn sé sjálfsást og að taka líkama sínum opnum örmum, hvernig sem hann kann að vera. „Enn þann dag í dag er ég enn með þykkari handleggi og axlir, og lærin mín og brjóst eru meiri um sig en fyrir fæðinguna. Ég er með örlitla mömmubumbu, og ég er ekkert að drífa í því að losna við hana. Þegar ég er tilbúin að ná í magavöðvana mína aftur, þá fer ég í ræktina og vinn eins og skepna þar til ég næ því. Þangað til er ég sátt á staðnum sem ég er á.“
Tónlist Tengdar fréttir Beyoncé gagnrýnd fyrir eitt rauðvínsglas Aðdáendur Beyoncé voru margir hverjir ekki ánægðir með stjörnuna um helgina 8. ágúst 2017 12:53 Ómótstæðilegur óléttustíll Beyonce Ef það er einhver sem að kann að klæða upp óléttukúlunna, þá er það Beyonce. 10. maí 2017 12:00 Tvíburar Beyoncé og Jay-Z komnir í heiminn Kyn og fæðingardagur tvíbura stjörnuparsins Beyoncé og Jay-Z hefur ekki enn verið staðfest en bandarískir fjölmiðlar fullyrða að börnin séu komin í heiminn. 18. júní 2017 08:38 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Beyoncé gagnrýnd fyrir eitt rauðvínsglas Aðdáendur Beyoncé voru margir hverjir ekki ánægðir með stjörnuna um helgina 8. ágúst 2017 12:53
Ómótstæðilegur óléttustíll Beyonce Ef það er einhver sem að kann að klæða upp óléttukúlunna, þá er það Beyonce. 10. maí 2017 12:00
Tvíburar Beyoncé og Jay-Z komnir í heiminn Kyn og fæðingardagur tvíbura stjörnuparsins Beyoncé og Jay-Z hefur ekki enn verið staðfest en bandarískir fjölmiðlar fullyrða að börnin séu komin í heiminn. 18. júní 2017 08:38