„Það sem við höfum ekki geta svarað er: Af hverju framdi Stephen Paddock þennan glæp?“ sagði Lombardo. Engin tengslu fundust á milli Paddock og nokkurra hryðjuverkasamtaka og þykir ljóst að hann hafi framið einn komið að ódæðinu.
Lombardo sagði þó að persónulega myndi hann skilgreina þetta sem hryðjuverk.
Annar bróðir hans sagði Paddock hafa verið taugaveiklaðan og hann hefði ekki séð heiminn í réttu ljósi. Sömuleiðis var rætt við lækni hans sem sagðist telja að hann hefði verið með geðhvörf en hann hefði neitað að leita sér lækninga.
Hér að neðan má sjá myndband úr vestisvél lögregluþjóns þar sem þeir fundu Paddock látinn í hótelherbergi hans. Sömuleiðis fundu þeir fjölda vopna.