Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum banka Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2018 15:46 Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Agrosoyuz bankann hafa séð um „umfangsmikla greiðslu“ fyrir Han Jang-Su. Sá er yfirmaður stærsta erlenda banka Norður-Kóreu, sem rekinn er í Moskvu og gengur undir nafninu Foreign Trade Bank. „Bandaríkin munu áfram framfylgja refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna og koma í veg fyrir fjárstreymi til Norður-Kóreu,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningu.Bandaríkjamenn kölluðu einnig eftir því að Han og öðrum yfirmanni FTB yrði vísað frá Rússlandi vegna ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur Wall Street Journal birt frétt um að þúsundir verkamanna frá Norður-Kóreu starfi nú í Rússlandi, í trássi við ályktanir öryggisráðsins. Vitnað er í gögn Innanríkisráðuneytis Rússlands, sem blaðamenn WSJ hafa komið höndum yfir.Rússar segja þó ekki rétt að nýjum verkamönnum hafi verið hleypt inn í landið. Þess í stað hafi verið að endurnýja atvinnuleyfi 3.500 aðila sem hafi komið til Rússlands fyrir 29. nóvember í fyrra, þegar umræddar refsiaðgerðir tóku gildi.WSJ segir þó að minnst 700 ný atvinnuleyfi hafi verið veitt á þessu ári og mun málið vera til rannsóknar innan Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að verkamenn frá Norður-Kóreu sendi um 150 til 300 milljónir dala heim frá Rússlandi á ári hverju. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Agrosoyuz bankann hafa séð um „umfangsmikla greiðslu“ fyrir Han Jang-Su. Sá er yfirmaður stærsta erlenda banka Norður-Kóreu, sem rekinn er í Moskvu og gengur undir nafninu Foreign Trade Bank. „Bandaríkin munu áfram framfylgja refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna og koma í veg fyrir fjárstreymi til Norður-Kóreu,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningu.Bandaríkjamenn kölluðu einnig eftir því að Han og öðrum yfirmanni FTB yrði vísað frá Rússlandi vegna ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur Wall Street Journal birt frétt um að þúsundir verkamanna frá Norður-Kóreu starfi nú í Rússlandi, í trássi við ályktanir öryggisráðsins. Vitnað er í gögn Innanríkisráðuneytis Rússlands, sem blaðamenn WSJ hafa komið höndum yfir.Rússar segja þó ekki rétt að nýjum verkamönnum hafi verið hleypt inn í landið. Þess í stað hafi verið að endurnýja atvinnuleyfi 3.500 aðila sem hafi komið til Rússlands fyrir 29. nóvember í fyrra, þegar umræddar refsiaðgerðir tóku gildi.WSJ segir þó að minnst 700 ný atvinnuleyfi hafi verið veitt á þessu ári og mun málið vera til rannsóknar innan Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að verkamenn frá Norður-Kóreu sendi um 150 til 300 milljónir dala heim frá Rússlandi á ári hverju.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. 12. júlí 2018 17:46