Hafa rætt við Hamrén Ingvi Þór skrifar 3. ágúst 2018 06:15 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Íslands hefur rætt við Svíann Erik Hamrén um að taka við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara hefur staðið yfir síðan Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann væri hættur um miðjan síðasta mánuð. Fótbolti.net greindi fyrst frá því að KSÍ hefði átt í viðræðum við Hamrén. Í frétt vefmiðilsins kom fram að viðræðurnar væru langt á veg komnar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. „Við höfum rætt við Erik Hamrén,“ sagði Guðni en vildi ekki tjá sig nánar um hversu langt viðræðurnar væru komnar. Hann sagði þó að Hamrén væri ekki sá eini sem KSÍ hefði rætt við um að taka við landsliðinu. „Við höfum ekki bara rætt við hann heldur fleiri,“ sagði Guðni. Hamrén, sem er 61 árs, þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2009-16. Hann tók við þjálfun þess af Lars Lagerbäck sem stýrði seinna íslenska landsliðinu ásamt Heimi með frábærum árangri. Undir stjórn Hamréns komst Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Sænska liðið vann 45 af 83 leikjum sínum með Hamrén við stjórnvölinn. Auk þess að hafa verið landsliðsþjálfari Svíþjóðar hefur Hamrén stýrt félagsliðum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á 30 ára þjálfaraferli. Hann gerði AaB að dönskum meisturum 2008 og Rosenborg að Noregsmeisturum 2009 og 2010. Þá gerði hann bæði AIK og Örgryte að bikarmeisturum í Svíþjóð á sínum tíma. Hamrén hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með sænska landsliðið eftir EM í Frakklandi 2016. Á morgun eru fimm vikur í næsta leik íslenska landsliðsins. Það mætir þá Sviss í St. Gallen í fyrsta leik sínum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Guðni vonast til að ráða nýjan landsliðsþjálfara áður en langt um líður. „Ég vona að það verði fljótlega. En fæst orð bera minnsta ábyrgð í þessu,“ sagði formaðurinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur rætt við Svíann Erik Hamrén um að taka við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara hefur staðið yfir síðan Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann væri hættur um miðjan síðasta mánuð. Fótbolti.net greindi fyrst frá því að KSÍ hefði átt í viðræðum við Hamrén. Í frétt vefmiðilsins kom fram að viðræðurnar væru langt á veg komnar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. „Við höfum rætt við Erik Hamrén,“ sagði Guðni en vildi ekki tjá sig nánar um hversu langt viðræðurnar væru komnar. Hann sagði þó að Hamrén væri ekki sá eini sem KSÍ hefði rætt við um að taka við landsliðinu. „Við höfum ekki bara rætt við hann heldur fleiri,“ sagði Guðni. Hamrén, sem er 61 árs, þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2009-16. Hann tók við þjálfun þess af Lars Lagerbäck sem stýrði seinna íslenska landsliðinu ásamt Heimi með frábærum árangri. Undir stjórn Hamréns komst Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Sænska liðið vann 45 af 83 leikjum sínum með Hamrén við stjórnvölinn. Auk þess að hafa verið landsliðsþjálfari Svíþjóðar hefur Hamrén stýrt félagsliðum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á 30 ára þjálfaraferli. Hann gerði AaB að dönskum meisturum 2008 og Rosenborg að Noregsmeisturum 2009 og 2010. Þá gerði hann bæði AIK og Örgryte að bikarmeisturum í Svíþjóð á sínum tíma. Hamrén hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með sænska landsliðið eftir EM í Frakklandi 2016. Á morgun eru fimm vikur í næsta leik íslenska landsliðsins. Það mætir þá Sviss í St. Gallen í fyrsta leik sínum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Guðni vonast til að ráða nýjan landsliðsþjálfara áður en langt um líður. „Ég vona að það verði fljótlega. En fæst orð bera minnsta ábyrgð í þessu,“ sagði formaðurinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sjá meira