Gilles Mbang Ondo, framherji Selfyssinga í Inkasso-deild karla, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann.
Ondo var rekinn af velli í 2-1 tapi gegn ÍR í botnbaráttuslag í Inkasso-deildinni á fimmtudaginn í síðustu viku en kappinn var ekki sáttur með spjaldið.
„Það er hægt að sjá að línuvörðurinn dæmir brotið á mig en það var barið á mér! ÍR-ingarnir fengu gult en ég fékk rautt. Í mínum bókum eru þetta fordómar, eða þá að dómarinn er mjög slakur.“
Þetta sagði Ondo í leikslok en frétt Vísis um málið má lesa hér. KSÍ segir á vef sínum að hann sé settur í svo langt bann vegna ofsalegrar framkomu og orðbragði í garð dómara.
Selfoss er í bullandi fallbaráttu. Liðið er í ellefta sæti, tveimur stigum frá öruggu sæti, en Dean Martin tók við stjórnartaumunum af Gunnari Borgþórssyni á dögunum.
Ondo missir af leik liðsins gegn HK í kvöld. Einnig missir hann af leikjum gegn Magna, Víkingi Ólafsvík og Haukum.
Ondo ásakaði dómarann um rasisma en er nú á leið í fjögurra leikja bann
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


