Hætti á dvalarheimili eftir lyfjaþjófnað Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Frá Akranesi Vísir/GVA Starfsmaður á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi hefur látið af störfum eftir að upp komst að viðkomandi hefði tekið morfínskyld lyf ófrjálsri hendi. Slík lyf eru lyfseðilskyld. Þetta staðfestir Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri dvalarheimilisins. Gengið var frá starfslokum umrædds starfsmanns í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins var það gert á fundi með framkvæmdastjóra, formanni og varaformanni stjórnar auk mannauðsstjóra hjá Akranesbæ. Þá herma sömu heimildir að starfsmaðurinn hafi verið boðaður á fleiri fundi í gær. Framkvæmdastjórinn segir að við reglulegt eftirlit í öndverðum júlímánuði hafi komið upp misræmi og málið farið í ákveðið ferli. Viðkomandi starfsmaður var þá í sumarleyfi. Þegar starfsmaðurinn kom aftur til starfa eftir leyfið viðurkenndi hann brot sitt. „Málið hefur verið tilkynnt til Landlæknisembættisins,“ segir Kjartan. Hann segir að viðkomandi starfsmaður hafi ekki haft langan starfsaldur hjá dvalarheimilinu. Kjartan segir að það líti út fyrir að um einangrað tilvik sé að ræða. Þá hafi magnið verið óverulegt. Elsa Lára Arnardóttir, formaður stjórnar dvalarheimilisins, segir málið enn til meðferðar. „Stjórnin á eftir að koma saman en mun gera það innan tíðar og fara yfir verkferla. Við þurfum að klára að senda allar upplýsingar til Landlæknisembættisins og stígum síðan næstu skref samkvæmt því sem þarf í þessum efnum,“ segir Elsa Lára Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig um málið þar sem það gæti ekki fjallað um einstök mál. Þá vildi embættið heldur ekki svara fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sambærileg mál hefðu verið tilkynnt til embættisins að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi hefur umrætt mál ekki ratað inn á borð embættisins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Starfsmaður á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi hefur látið af störfum eftir að upp komst að viðkomandi hefði tekið morfínskyld lyf ófrjálsri hendi. Slík lyf eru lyfseðilskyld. Þetta staðfestir Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri dvalarheimilisins. Gengið var frá starfslokum umrædds starfsmanns í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins var það gert á fundi með framkvæmdastjóra, formanni og varaformanni stjórnar auk mannauðsstjóra hjá Akranesbæ. Þá herma sömu heimildir að starfsmaðurinn hafi verið boðaður á fleiri fundi í gær. Framkvæmdastjórinn segir að við reglulegt eftirlit í öndverðum júlímánuði hafi komið upp misræmi og málið farið í ákveðið ferli. Viðkomandi starfsmaður var þá í sumarleyfi. Þegar starfsmaðurinn kom aftur til starfa eftir leyfið viðurkenndi hann brot sitt. „Málið hefur verið tilkynnt til Landlæknisembættisins,“ segir Kjartan. Hann segir að viðkomandi starfsmaður hafi ekki haft langan starfsaldur hjá dvalarheimilinu. Kjartan segir að það líti út fyrir að um einangrað tilvik sé að ræða. Þá hafi magnið verið óverulegt. Elsa Lára Arnardóttir, formaður stjórnar dvalarheimilisins, segir málið enn til meðferðar. „Stjórnin á eftir að koma saman en mun gera það innan tíðar og fara yfir verkferla. Við þurfum að klára að senda allar upplýsingar til Landlæknisembættisins og stígum síðan næstu skref samkvæmt því sem þarf í þessum efnum,“ segir Elsa Lára Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig um málið þar sem það gæti ekki fjallað um einstök mál. Þá vildi embættið heldur ekki svara fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sambærileg mál hefðu verið tilkynnt til embættisins að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi hefur umrætt mál ekki ratað inn á borð embættisins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira