Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar íhugar málaferli gegn Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2018 19:02 John Brennan, fyrrum yfirmaður CIA, leitar nú ráða lögfróðra manna. Vísir/Getty John Brennan, fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, íhugar nú að höfða mál gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump afturkallaði öryggisheimild Brennans. Þegar fregnir bárust af því að forsetinn hefði ákveðið að afturkalla öryggisheimildina taldi Hvíta húsið til nokkrar ástæður fyrri ákvörðuninni, þar á meðal að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Þetta samræmist þó ekki því sem Trump sjálfur gaf upp í viðtali við Wall Street Journal, þar sem hann greindi frá því að ein af ástæðunum hafi verið sú staðreynd að Brennan var tengdur hinni svokölluðu Rússarannsókn sem nú stendur yfir. Nú segist Brennan vera að íhuga málaferli gegn Trump sökum ákvörðunarinnar eftir að margir málsmetandi lögmenn hafi sett sig í samband við hann. Þá sagði hann ákvörðun Trumps um að afturkalla öryggisheimildina vera leið forsetans til þess að hræða aðra ríkisstarfsmenn frá því að gagnrýna Trump. „Þetta voru augljós skilaboð um það að ef þú ferð gegn honum mun hann svífast einskis til þess að refsa þér,” sagði Brennan. Þá kallaði Brennan ákvörðunina dæmi um „svívirðilega“ nálgun Trumps á eigið vald. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að svona hlutir komi fyrir í framtíðinni og ef ég þarf að fara fyrir dómstóla til þess þá geri ég það.“ Erlent Tengdar fréttir Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Tólf leyniþjónustumenn úr báðum flokkum og aðmíráll sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn gagnrýna meðferð Trump forseta á fyrrverandi forstjóra CIA. 17. ágúst 2018 10:16 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
John Brennan, fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, íhugar nú að höfða mál gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump afturkallaði öryggisheimild Brennans. Þegar fregnir bárust af því að forsetinn hefði ákveðið að afturkalla öryggisheimildina taldi Hvíta húsið til nokkrar ástæður fyrri ákvörðuninni, þar á meðal að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Þetta samræmist þó ekki því sem Trump sjálfur gaf upp í viðtali við Wall Street Journal, þar sem hann greindi frá því að ein af ástæðunum hafi verið sú staðreynd að Brennan var tengdur hinni svokölluðu Rússarannsókn sem nú stendur yfir. Nú segist Brennan vera að íhuga málaferli gegn Trump sökum ákvörðunarinnar eftir að margir málsmetandi lögmenn hafi sett sig í samband við hann. Þá sagði hann ákvörðun Trumps um að afturkalla öryggisheimildina vera leið forsetans til þess að hræða aðra ríkisstarfsmenn frá því að gagnrýna Trump. „Þetta voru augljós skilaboð um það að ef þú ferð gegn honum mun hann svífast einskis til þess að refsa þér,” sagði Brennan. Þá kallaði Brennan ákvörðunina dæmi um „svívirðilega“ nálgun Trumps á eigið vald. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að svona hlutir komi fyrir í framtíðinni og ef ég þarf að fara fyrir dómstóla til þess þá geri ég það.“
Erlent Tengdar fréttir Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Tólf leyniþjónustumenn úr báðum flokkum og aðmíráll sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn gagnrýna meðferð Trump forseta á fyrrverandi forstjóra CIA. 17. ágúst 2018 10:16 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Tólf leyniþjónustumenn úr báðum flokkum og aðmíráll sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn gagnrýna meðferð Trump forseta á fyrrverandi forstjóra CIA. 17. ágúst 2018 10:16
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26