Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2018 19:33 Hátíðarhöld fóru að mestu vel fram á Menningarnótt í gær. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. Menningarnótt fór að mestu vel fram í gær og kveðst verkefnastjóri hátíðarinnar afar sáttur með hvernig til tókst. „Við erum rosalega ánægð með hvernig gekk, veðrið var náttúrlega frábært og það hefur bara sjaldan held ég eða aldrei verið fleiri á Menningarnótt,“ segir Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri Menningarnætur. Þó kom upp þónokkur fjöldi mála sem tengjast hópslagsmálum og unglingadrykkju. Hip hop hátíð menningarnætur fór fram á Ingólfstorgi milli klukkan sex og tíu í gærkvöldi, en viðburðurinn laðaði einkum að sér unga hátíðargesti en höfðaði síður til fjölskyldufólks. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa gert það af verkum að meginþorri lögregluliðsins sem stóð vaktina í gær hafi þurft að vera til taks á Ingólfstorgi.Flestir lögregluþjónar á Ingólfstorgi „Það voru þarna tónleikar sem löðuðu að sér mikið af ungu fólki. Það var talsvert mikið um ölvuð ungmenni, það voru á annan tug tilkynninga til lögreglu um hópslagsmál,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Stór hluti liðsafla lögreglunnar hafi sinnt störfum við Ingólfstorg allt kvöldið. Þá var farið með sex ósjálfbjarga ungmenni í sérstakt athvarf ástands þeirra vegna og voru þau sótt af foreldrum sínum. „Við vorum að hella niður dálítið af áfengi hjá fólki sem hafði ekki aldur til þess að vera með áfengi,“ segir Ásgeir Þór. Guðmundur Birgir telur að fátt til viðbótar hefði verið hægt að gera til að sporna við þessu. „Það sem við gerðum núna, við erum í góðu samstarfi við miðborgarathvarfið og lögreglu og eins fengum við gæslumenn til að vera þar sem að við töldum að unglingar myndu safnast saman. Þannig að þó svo að hún [unglingadrykkja] sé alltaf til staðar þá er held ég tekið á því jafnharðan og það gerist þannig að við gerum okkar besta og tökum alltaf öllum ábendingum vel til að gera betur,“ segir Guðmundur. Hann telur ekki ástæðu til að sleppa því að halda Hip Hop hátíð eða sambærilegan viðburð aftur að ári. „Það er ekki hægt að hætta með viðburði fyrir unglinga ef það eru einhverjir nokkrir sem að eru með vandamál, heldur þarf bara að halda betur utan um viðburðinn og ég tel að það hafi verið gert og öll þessi slagsmál sem komu upp voru stöðvuð jafnharðan,“ segir Guðmundur Birgir. Menningarnótt Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. Menningarnótt fór að mestu vel fram í gær og kveðst verkefnastjóri hátíðarinnar afar sáttur með hvernig til tókst. „Við erum rosalega ánægð með hvernig gekk, veðrið var náttúrlega frábært og það hefur bara sjaldan held ég eða aldrei verið fleiri á Menningarnótt,“ segir Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri Menningarnætur. Þó kom upp þónokkur fjöldi mála sem tengjast hópslagsmálum og unglingadrykkju. Hip hop hátíð menningarnætur fór fram á Ingólfstorgi milli klukkan sex og tíu í gærkvöldi, en viðburðurinn laðaði einkum að sér unga hátíðargesti en höfðaði síður til fjölskyldufólks. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa gert það af verkum að meginþorri lögregluliðsins sem stóð vaktina í gær hafi þurft að vera til taks á Ingólfstorgi.Flestir lögregluþjónar á Ingólfstorgi „Það voru þarna tónleikar sem löðuðu að sér mikið af ungu fólki. Það var talsvert mikið um ölvuð ungmenni, það voru á annan tug tilkynninga til lögreglu um hópslagsmál,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Stór hluti liðsafla lögreglunnar hafi sinnt störfum við Ingólfstorg allt kvöldið. Þá var farið með sex ósjálfbjarga ungmenni í sérstakt athvarf ástands þeirra vegna og voru þau sótt af foreldrum sínum. „Við vorum að hella niður dálítið af áfengi hjá fólki sem hafði ekki aldur til þess að vera með áfengi,“ segir Ásgeir Þór. Guðmundur Birgir telur að fátt til viðbótar hefði verið hægt að gera til að sporna við þessu. „Það sem við gerðum núna, við erum í góðu samstarfi við miðborgarathvarfið og lögreglu og eins fengum við gæslumenn til að vera þar sem að við töldum að unglingar myndu safnast saman. Þannig að þó svo að hún [unglingadrykkja] sé alltaf til staðar þá er held ég tekið á því jafnharðan og það gerist þannig að við gerum okkar besta og tökum alltaf öllum ábendingum vel til að gera betur,“ segir Guðmundur. Hann telur ekki ástæðu til að sleppa því að halda Hip Hop hátíð eða sambærilegan viðburð aftur að ári. „Það er ekki hægt að hætta með viðburði fyrir unglinga ef það eru einhverjir nokkrir sem að eru með vandamál, heldur þarf bara að halda betur utan um viðburðinn og ég tel að það hafi verið gert og öll þessi slagsmál sem komu upp voru stöðvuð jafnharðan,“ segir Guðmundur Birgir.
Menningarnótt Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira