Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2018 19:33 Hátíðarhöld fóru að mestu vel fram á Menningarnótt í gær. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. Menningarnótt fór að mestu vel fram í gær og kveðst verkefnastjóri hátíðarinnar afar sáttur með hvernig til tókst. „Við erum rosalega ánægð með hvernig gekk, veðrið var náttúrlega frábært og það hefur bara sjaldan held ég eða aldrei verið fleiri á Menningarnótt,“ segir Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri Menningarnætur. Þó kom upp þónokkur fjöldi mála sem tengjast hópslagsmálum og unglingadrykkju. Hip hop hátíð menningarnætur fór fram á Ingólfstorgi milli klukkan sex og tíu í gærkvöldi, en viðburðurinn laðaði einkum að sér unga hátíðargesti en höfðaði síður til fjölskyldufólks. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa gert það af verkum að meginþorri lögregluliðsins sem stóð vaktina í gær hafi þurft að vera til taks á Ingólfstorgi.Flestir lögregluþjónar á Ingólfstorgi „Það voru þarna tónleikar sem löðuðu að sér mikið af ungu fólki. Það var talsvert mikið um ölvuð ungmenni, það voru á annan tug tilkynninga til lögreglu um hópslagsmál,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Stór hluti liðsafla lögreglunnar hafi sinnt störfum við Ingólfstorg allt kvöldið. Þá var farið með sex ósjálfbjarga ungmenni í sérstakt athvarf ástands þeirra vegna og voru þau sótt af foreldrum sínum. „Við vorum að hella niður dálítið af áfengi hjá fólki sem hafði ekki aldur til þess að vera með áfengi,“ segir Ásgeir Þór. Guðmundur Birgir telur að fátt til viðbótar hefði verið hægt að gera til að sporna við þessu. „Það sem við gerðum núna, við erum í góðu samstarfi við miðborgarathvarfið og lögreglu og eins fengum við gæslumenn til að vera þar sem að við töldum að unglingar myndu safnast saman. Þannig að þó svo að hún [unglingadrykkja] sé alltaf til staðar þá er held ég tekið á því jafnharðan og það gerist þannig að við gerum okkar besta og tökum alltaf öllum ábendingum vel til að gera betur,“ segir Guðmundur. Hann telur ekki ástæðu til að sleppa því að halda Hip Hop hátíð eða sambærilegan viðburð aftur að ári. „Það er ekki hægt að hætta með viðburði fyrir unglinga ef það eru einhverjir nokkrir sem að eru með vandamál, heldur þarf bara að halda betur utan um viðburðinn og ég tel að það hafi verið gert og öll þessi slagsmál sem komu upp voru stöðvuð jafnharðan,“ segir Guðmundur Birgir. Menningarnótt Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. Menningarnótt fór að mestu vel fram í gær og kveðst verkefnastjóri hátíðarinnar afar sáttur með hvernig til tókst. „Við erum rosalega ánægð með hvernig gekk, veðrið var náttúrlega frábært og það hefur bara sjaldan held ég eða aldrei verið fleiri á Menningarnótt,“ segir Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri Menningarnætur. Þó kom upp þónokkur fjöldi mála sem tengjast hópslagsmálum og unglingadrykkju. Hip hop hátíð menningarnætur fór fram á Ingólfstorgi milli klukkan sex og tíu í gærkvöldi, en viðburðurinn laðaði einkum að sér unga hátíðargesti en höfðaði síður til fjölskyldufólks. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa gert það af verkum að meginþorri lögregluliðsins sem stóð vaktina í gær hafi þurft að vera til taks á Ingólfstorgi.Flestir lögregluþjónar á Ingólfstorgi „Það voru þarna tónleikar sem löðuðu að sér mikið af ungu fólki. Það var talsvert mikið um ölvuð ungmenni, það voru á annan tug tilkynninga til lögreglu um hópslagsmál,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Stór hluti liðsafla lögreglunnar hafi sinnt störfum við Ingólfstorg allt kvöldið. Þá var farið með sex ósjálfbjarga ungmenni í sérstakt athvarf ástands þeirra vegna og voru þau sótt af foreldrum sínum. „Við vorum að hella niður dálítið af áfengi hjá fólki sem hafði ekki aldur til þess að vera með áfengi,“ segir Ásgeir Þór. Guðmundur Birgir telur að fátt til viðbótar hefði verið hægt að gera til að sporna við þessu. „Það sem við gerðum núna, við erum í góðu samstarfi við miðborgarathvarfið og lögreglu og eins fengum við gæslumenn til að vera þar sem að við töldum að unglingar myndu safnast saman. Þannig að þó svo að hún [unglingadrykkja] sé alltaf til staðar þá er held ég tekið á því jafnharðan og það gerist þannig að við gerum okkar besta og tökum alltaf öllum ábendingum vel til að gera betur,“ segir Guðmundur. Hann telur ekki ástæðu til að sleppa því að halda Hip Hop hátíð eða sambærilegan viðburð aftur að ári. „Það er ekki hægt að hætta með viðburði fyrir unglinga ef það eru einhverjir nokkrir sem að eru með vandamál, heldur þarf bara að halda betur utan um viðburðinn og ég tel að það hafi verið gert og öll þessi slagsmál sem komu upp voru stöðvuð jafnharðan,“ segir Guðmundur Birgir.
Menningarnótt Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira