Ólst upp við skipskaða í Reykjanesvita Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2018 20:00 Reykjanesviti á Bæjarfelli Vísir/Einar Árnason Hundrað og tíu ár eru síðan núverandi Reykjanesviti var tekinn í notkun. Af því tilefni verður afhjúpað svokallað konungsmerki sem tekið var niður eftir að vitinn hafði skemmst í jarðskjálfta. Afkomandi vitavarðar sem ólst upp í Reykjanesvita segir það hafa verið hræðilegt að upplifa alla þá skipsskaða sem urðu við Reykjanestá. Rekjanesviti á sér langa og merkilega sögu þetta vitahús var reist árið 1907 og tekið í notkun árið 1908 í tíð Friðriks VIII, danakonungs. Á um níutíu árum stöfuðu þrettán vitaverðir en rétt fyrir aldamótin var tæknin orðin algjörlega sjálfvirk. Reykjanesviti var löngum talinn aðalviti landsins. Fyrsti vitinn var byggður á Valahnjúk fram við sjávarbrún þar sem bjargið stendur þverhnýpt en hann skemmdist illa í jarðskjálfta fyrir aldamótin 1900. Núverandi viti var reistur á Bæjarfelli, steinsnar frá fyrrum vitastæði. Um næstu helgi verður konungsmerki afhjúpað á vitanum, merki sem var tekið niður eftir að vitinn hafði einnig skemmst illa í jarðskjálfta árið 1926.Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Við erum að halda sögunni á lofti, þetta er ekki út af neinu öðru sem við erum að þessu,“ segir Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka Reykjanesvita. Hollvinasamtökin fengu styrk síðastliðið haust úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja að upphæð ein milljón til þess að koma endurgera konungsmerkið. En samtökin hafa hugmyndir um að koma upp safni á svæðinu þar sem saga vitanna og vitavarðanna er sögð. Vitarnir voru reistir á þessum stað á Reykjanestá vegna tíðra sjóslysa. Dóttir vitavarðar ólst upp í Reykjanesvita og í uppvextinum varð hún vitni af þremur mannskæðum skipsköðum. Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrum vitavarðar í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Það voru þrjú strönd hérna á á meðan að ég var hér Klambstrandið árið 1951, en þá var ég svo ung. Svo Jón Baldvinsson, ég man nú ekki nákvæmlega tímann en svo var hérna Þorbjörn RE30 sem fórst hérna og einn maður bjargaðist. Þannig að ég ólst upp við þetta. Þetta var alveg hræðileg upplifun, sagði Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrverandi vitavarðar í Reykjanesvita. Vitaverðir og fjölskyldur þeirra voru oft vitni af og þau fyrstu sem komu til hjálpar og voru vitaverðir oft heiðraðir fyrir sín björgunarstörf. Barnabarnabarn Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita arfleiddi slíka viðurkenningu. Arnbjörn Ólafsson, barnabarnabarn og alnafni fyrsta vitavarðarins í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Hann var hetjan í fjölskyldunni. Hann náði að bjarga þarna áhöfn af gufuskipi sem strandaði við suðurströndina árið 1899. Gufuskip frá Hull og hann hlaut viðurkenningu skipverja fyrir vikið,“ segir barnabarnabarn og alnafni Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita. Tengdar fréttir Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01 Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Hundrað og tíu ár eru síðan núverandi Reykjanesviti var tekinn í notkun. Af því tilefni verður afhjúpað svokallað konungsmerki sem tekið var niður eftir að vitinn hafði skemmst í jarðskjálfta. Afkomandi vitavarðar sem ólst upp í Reykjanesvita segir það hafa verið hræðilegt að upplifa alla þá skipsskaða sem urðu við Reykjanestá. Rekjanesviti á sér langa og merkilega sögu þetta vitahús var reist árið 1907 og tekið í notkun árið 1908 í tíð Friðriks VIII, danakonungs. Á um níutíu árum stöfuðu þrettán vitaverðir en rétt fyrir aldamótin var tæknin orðin algjörlega sjálfvirk. Reykjanesviti var löngum talinn aðalviti landsins. Fyrsti vitinn var byggður á Valahnjúk fram við sjávarbrún þar sem bjargið stendur þverhnýpt en hann skemmdist illa í jarðskjálfta fyrir aldamótin 1900. Núverandi viti var reistur á Bæjarfelli, steinsnar frá fyrrum vitastæði. Um næstu helgi verður konungsmerki afhjúpað á vitanum, merki sem var tekið niður eftir að vitinn hafði einnig skemmst illa í jarðskjálfta árið 1926.Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Við erum að halda sögunni á lofti, þetta er ekki út af neinu öðru sem við erum að þessu,“ segir Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka Reykjanesvita. Hollvinasamtökin fengu styrk síðastliðið haust úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja að upphæð ein milljón til þess að koma endurgera konungsmerkið. En samtökin hafa hugmyndir um að koma upp safni á svæðinu þar sem saga vitanna og vitavarðanna er sögð. Vitarnir voru reistir á þessum stað á Reykjanestá vegna tíðra sjóslysa. Dóttir vitavarðar ólst upp í Reykjanesvita og í uppvextinum varð hún vitni af þremur mannskæðum skipsköðum. Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrum vitavarðar í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Það voru þrjú strönd hérna á á meðan að ég var hér Klambstrandið árið 1951, en þá var ég svo ung. Svo Jón Baldvinsson, ég man nú ekki nákvæmlega tímann en svo var hérna Þorbjörn RE30 sem fórst hérna og einn maður bjargaðist. Þannig að ég ólst upp við þetta. Þetta var alveg hræðileg upplifun, sagði Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrverandi vitavarðar í Reykjanesvita. Vitaverðir og fjölskyldur þeirra voru oft vitni af og þau fyrstu sem komu til hjálpar og voru vitaverðir oft heiðraðir fyrir sín björgunarstörf. Barnabarnabarn Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita arfleiddi slíka viðurkenningu. Arnbjörn Ólafsson, barnabarnabarn og alnafni fyrsta vitavarðarins í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Hann var hetjan í fjölskyldunni. Hann náði að bjarga þarna áhöfn af gufuskipi sem strandaði við suðurströndina árið 1899. Gufuskip frá Hull og hann hlaut viðurkenningu skipverja fyrir vikið,“ segir barnabarnabarn og alnafni Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita.
Tengdar fréttir Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01 Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01
Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent