Ökumaður sendiráðs braut lög með neyðarakstri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2018 18:45 Ökumaður bandaríska sendiráðsins braut umferðarlög þegar hann ók bifreið sendiráðsins neyðarakstri um Reykjanesbraut í vikunni án heimildar. Bifreiðin er ekki skráð til slíks aksturs og má því ekki vera búin slíkum búnaði. Talsmaður sendiráðsins segir að um mistök sé að ræða. Atvikið átt sér stað um miðjan dag á miðvikudag þegar svartri BMW bifreið var ekið eftir Reykjanesbraut og beygt inn að Ásbrú. Blá blikkandi ljós loguðu framan á bílnum, samskonar og sjá má á neyðarbílnum og ómerktum lögreglubifreiðum þegar þeim er ekið neyðarakstri. Aðrir bílar í kringum gatnamótin stöðvuðu og gáfu bílnum forgang yfir gatnamótin. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Samgöngustofu þar sem spurt var hverjir hefðu heimild til neyðaraksturs og hvaða bifreiðar mættu vera búnar neyðarakstursbúnaði. Í 8. grein núgildandi umferðarlaga kemur fram að ljós líkt á sjást á bílnum megi eingöngu nota þegar nauðsyn ber til. Í reglugerðarsafni má svo finna ítarlega leiðbeiningar hvernig neyðarljós séu notuð og hvernig virkni þeirra skal vera. Hjá Samgöngustofu er svo að finna reglur um neyðarakstur en í 3 gr. segir að þau ökutæki sem megi skrá séu ökutæki lögreglu, slökkviliðs og almannavarna. Ökutæki annarra opinberra stjórnvalda, svo og sjúkrabifreiðir, björgunarbifreiðir megi skrá til neyðaraksturs, að fenginni heimild samgönguráðuneytis. Bifreiðin sem um ræðir er skráð í eigu bandaríska sendiráðsins hér á landi. Fréttastofan leitaði upplýsinga um heimildir sendiráðsins fyrir akstri sem þessum og fékk þau svör hvorki lögreglan né samgöngustofa hafi gefið leyfi fyrir akstrinum. Jafnframt fékkst það staðfest að bifreiðin er ekki skráð til neyðaraksturs og því megi ekki aka henni með þeim búnaði og ökumenn sendiráðsins ekki með heimild til slíks aksturs. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Bandaríska sendiráðinu hér á landi og fékk þær skýringar að um mistök væri að ræða. Í skriflegu svari upplýsingafulltrúa sendiráðsins kemur fram að ökumaðurinn hafi rekið sig í takka og ekki verið var við að kveikt hafi verið á neyðarljósum því ekkert í mælaborði bílsins gefi það til kynna. Því er ekki hægt að segja til um hversu lengi bifreiðinni var ekið í neyðarakstri. Sendiráðið segir að bifreiðin heyri undir íslensk lög og undir sérstökum reglum íslenskra yfirvalda. Öðrum spurningum varðandi búnað bifreiðarinnar er ekki svarað og borið við að um öryggismál sé að ræða. Ljóst þykir af svörum íslenskra yfirvalda að bæði sendiráðið og starfsmaður þess hafi brotið umferðarlög með akstrinum. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Ökumaður bandaríska sendiráðsins braut umferðarlög þegar hann ók bifreið sendiráðsins neyðarakstri um Reykjanesbraut í vikunni án heimildar. Bifreiðin er ekki skráð til slíks aksturs og má því ekki vera búin slíkum búnaði. Talsmaður sendiráðsins segir að um mistök sé að ræða. Atvikið átt sér stað um miðjan dag á miðvikudag þegar svartri BMW bifreið var ekið eftir Reykjanesbraut og beygt inn að Ásbrú. Blá blikkandi ljós loguðu framan á bílnum, samskonar og sjá má á neyðarbílnum og ómerktum lögreglubifreiðum þegar þeim er ekið neyðarakstri. Aðrir bílar í kringum gatnamótin stöðvuðu og gáfu bílnum forgang yfir gatnamótin. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Samgöngustofu þar sem spurt var hverjir hefðu heimild til neyðaraksturs og hvaða bifreiðar mættu vera búnar neyðarakstursbúnaði. Í 8. grein núgildandi umferðarlaga kemur fram að ljós líkt á sjást á bílnum megi eingöngu nota þegar nauðsyn ber til. Í reglugerðarsafni má svo finna ítarlega leiðbeiningar hvernig neyðarljós séu notuð og hvernig virkni þeirra skal vera. Hjá Samgöngustofu er svo að finna reglur um neyðarakstur en í 3 gr. segir að þau ökutæki sem megi skrá séu ökutæki lögreglu, slökkviliðs og almannavarna. Ökutæki annarra opinberra stjórnvalda, svo og sjúkrabifreiðir, björgunarbifreiðir megi skrá til neyðaraksturs, að fenginni heimild samgönguráðuneytis. Bifreiðin sem um ræðir er skráð í eigu bandaríska sendiráðsins hér á landi. Fréttastofan leitaði upplýsinga um heimildir sendiráðsins fyrir akstri sem þessum og fékk þau svör hvorki lögreglan né samgöngustofa hafi gefið leyfi fyrir akstrinum. Jafnframt fékkst það staðfest að bifreiðin er ekki skráð til neyðaraksturs og því megi ekki aka henni með þeim búnaði og ökumenn sendiráðsins ekki með heimild til slíks aksturs. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Bandaríska sendiráðinu hér á landi og fékk þær skýringar að um mistök væri að ræða. Í skriflegu svari upplýsingafulltrúa sendiráðsins kemur fram að ökumaðurinn hafi rekið sig í takka og ekki verið var við að kveikt hafi verið á neyðarljósum því ekkert í mælaborði bílsins gefi það til kynna. Því er ekki hægt að segja til um hversu lengi bifreiðinni var ekið í neyðarakstri. Sendiráðið segir að bifreiðin heyri undir íslensk lög og undir sérstökum reglum íslenskra yfirvalda. Öðrum spurningum varðandi búnað bifreiðarinnar er ekki svarað og borið við að um öryggismál sé að ræða. Ljóst þykir af svörum íslenskra yfirvalda að bæði sendiráðið og starfsmaður þess hafi brotið umferðarlög með akstrinum.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira