CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 19. ágúst 2018 09:35 Kortinu hefur verið dreift víða á netinu síðan í gær og vakið athygli. Vísir/CNN Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. Meðfylgjandi mynd sýnir kort sem CNN birti í gær, þar kemur fram hvaða fyrirtæki framleiddi sprengjurnar í hverju tilfelli. Heimildamenn CNN fullyrða að þessar sprengjur hefðu aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á valdatíð Baracks Obama. Bandarískir hermenn festa tölvukubba og GPS búnað á MK82 sprengjur til að breyta þeim í snjallsprengjur.U.S. NavyUm er að ræða 230 kílógramma „snjallsprengjur“. Raunar eru þetta í grunninn hefðbundnar sprengjur af gerðinni MK82 sem voru fyrst notaðar í Víetnam stríðinu. Munurinn er að búið er að bæta við þær GPS kerfi og tölvubúnaði sem þýðir að hægt er að stýra sprengjunum af mikilli nákvæmni. Sádar vörpuðu slíkri sprengju á jarðarfaragesti í Jemen árið 2016, með þeim afleiðingum að 155 almennir borgarar fórust. Nokkrum mánuðum áður höfðu 97 almennir borgarar farist eftir að sprengja af sömu gerð féll á útimarkað. Eftir þetta mikla mannfall ákvað ríkisstjórn Obama að stöðva sölu á þessum sprengjum til Sádí Arabíu. Rúmu ári seinna ákvað Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra Trumps, að afturkalla ákvörðun Obama og auka aftur vopnasölu til Sáda. Í kjölfarið vörpuðu Sádar MK82 sprengju á skólarútu með þeim afleiðingum að á fimmta tug barna lét lífið. CNN bendir á að James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Trumps, hefur viðurkennt að Bandaríkjamenn aðstoði Sáda við að velja skotmörk til að varpa sprengjum á í Jemen. Í ljósi þessara upplýsinga segir CNN að heimildarmenn sínir innan stjórnkerfisins telji Bandaríkin bera einhverskonar siðferðislega ábyrgð á barnsmorðum og öðrum stríðsglæpum Sáda í Jemen. Jemen Tengdar fréttir Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu "Stórundarleg“ deila Kanadamanna og Sádi-Araba veldur verðandi pílagrímum áhyggjum. Deilan hófst út af tísti. Kanadamenn gagnrýndu handtöku baráttukonu og í kjölfarið var sendiherra þeirra sendur úr landi og öll milliríkjaviðskipti voru sett á ís. 14. ágúst 2018 06:00 CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. Meðfylgjandi mynd sýnir kort sem CNN birti í gær, þar kemur fram hvaða fyrirtæki framleiddi sprengjurnar í hverju tilfelli. Heimildamenn CNN fullyrða að þessar sprengjur hefðu aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á valdatíð Baracks Obama. Bandarískir hermenn festa tölvukubba og GPS búnað á MK82 sprengjur til að breyta þeim í snjallsprengjur.U.S. NavyUm er að ræða 230 kílógramma „snjallsprengjur“. Raunar eru þetta í grunninn hefðbundnar sprengjur af gerðinni MK82 sem voru fyrst notaðar í Víetnam stríðinu. Munurinn er að búið er að bæta við þær GPS kerfi og tölvubúnaði sem þýðir að hægt er að stýra sprengjunum af mikilli nákvæmni. Sádar vörpuðu slíkri sprengju á jarðarfaragesti í Jemen árið 2016, með þeim afleiðingum að 155 almennir borgarar fórust. Nokkrum mánuðum áður höfðu 97 almennir borgarar farist eftir að sprengja af sömu gerð féll á útimarkað. Eftir þetta mikla mannfall ákvað ríkisstjórn Obama að stöðva sölu á þessum sprengjum til Sádí Arabíu. Rúmu ári seinna ákvað Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra Trumps, að afturkalla ákvörðun Obama og auka aftur vopnasölu til Sáda. Í kjölfarið vörpuðu Sádar MK82 sprengju á skólarútu með þeim afleiðingum að á fimmta tug barna lét lífið. CNN bendir á að James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Trumps, hefur viðurkennt að Bandaríkjamenn aðstoði Sáda við að velja skotmörk til að varpa sprengjum á í Jemen. Í ljósi þessara upplýsinga segir CNN að heimildarmenn sínir innan stjórnkerfisins telji Bandaríkin bera einhverskonar siðferðislega ábyrgð á barnsmorðum og öðrum stríðsglæpum Sáda í Jemen.
Jemen Tengdar fréttir Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu "Stórundarleg“ deila Kanadamanna og Sádi-Araba veldur verðandi pílagrímum áhyggjum. Deilan hófst út af tísti. Kanadamenn gagnrýndu handtöku baráttukonu og í kjölfarið var sendiherra þeirra sendur úr landi og öll milliríkjaviðskipti voru sett á ís. 14. ágúst 2018 06:00 CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu "Stórundarleg“ deila Kanadamanna og Sádi-Araba veldur verðandi pílagrímum áhyggjum. Deilan hófst út af tísti. Kanadamenn gagnrýndu handtöku baráttukonu og í kjölfarið var sendiherra þeirra sendur úr landi og öll milliríkjaviðskipti voru sett á ís. 14. ágúst 2018 06:00
CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57
Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30