Aretha Franklin fæddist í Memphis árið 1942. Fjölskylda hennar fluttist síðan til Detroit og ólst Aretha upp í Mótorborginni að mestu. Faðir hennar var prestur og hóf Aretha söngferil sinn í gospelhljómsveit kirkju föður síns.
Átján ára gömul, árið 1960, skrifaði Aretha undir plötusamning við Columbia Records og hófst þá ferillinn fyrir alvöru.
Aretha gaf út 42 plötur á lífsleiðinni. Þá fyrstu árið 1956, fjórtán ára í gegnum kirkju föður síns, og þá síðustu árið 2017, 75 ára. Grammy verðlaun Arethu eru 18 talsins og hefur hún selt yfir 75 milljónir platna út um allan heim.
Vinsælustu lög hennar eru smellir á borð við: I Say A Little Prayer, (You Make Me Feel Like) A Natural Woman og Son of a Preacher Man.
Esquire hefur nú tekið saman tíu bestu flutninga Franklin í sögunni. Vel mætti fullyrða að fáir hafi komist með tærnar þar sem Aretha hafði hælana þegar kom að því að koma fram.
Umræddir flutningar eru vægast sagt ólíkir og má sjá Franklin koma fram í kirkju fyrir fimmtíu árum þar til að hún söng fyrir forsetahjónin fyrir þremur árum.
Hér að neðan má sjá yfirferð Esquire þar sem Franklin er minnst á fallegan hátt.
AMAZING GRACE ÁRIÐ 1972