Fólk áttar sig á að það geti minnkað vistsporið sitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 07:30 Harpa Árnadóttir myndlistarmaður, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Rakel Halldórsdóttir ráðgjafi og dóttir hennar, María Anna Arnarsdóttir. Það er duglegt og drífandi fólk hér í Skagafirði og mikill frumkvöðlakraftur sem svífur yfir vötnum. Allmargir eru komnir með leyfi til heimavinnslu afurða, vottuð eldhús og fjölbreytta ræktun,“ segir Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, og áður verslunarmaður í Frú Laugu í Reykjavík. Hún kom á fót sveitamarkaði í húsi Þjóðminjasafnsins á Hofsósi í sumar og nú verður hann fluttur í Svaðastaðahöllina á Sauðárkróki um helgina. Stórsamkoman Sveitasæla verður nefnilega haldin á Króknum, það er landbúnaðarsýning og bændahátíð og Rakel segir fjölbreytt og skemmtilegt úrval úr matarkistu Skagafjarðar verða á boðstólum á markaðinum. Hún nefnir kornhænuegg, hunang, hákarl, kryddjurtir, pestó og nýsprottið, útiræktað grænmeti sem dæmi, auk alls konar fisk- og kjötmetis í úrvali. „Hér ræktar fólk meira að segja rósir til sölu,“ upplýsir hún. Rakel hefur búið síðasta árið á Hofsósi, er flutt aftur suður en sinnir þó verkefnum í Skagafirði á vegum Matís áfram. Hún er mikill talsmaður þess að bændur og aðrir matvælaframleiðendur selji afurðir beint frá býli og segir mikla framþróun í þeirri grein vera að eiga sér stað. „Fólk áttar sig á að það geti minnkað vistsporið sitt með því að eiga í viðskiptum innan síns nærumhverfis og það er vinsælt bæði af heimamönnum og gestum.“ Víðsvegar um heiminn er árþúsundahefð fyrir svona mörkuðum, bendir Rakel á. „Fólk leitar að því sem einkennir svæðið og heillast af hugmyndinni um að njóta afurða, handverks, stemningar og menningar á hverjum stað,“ segir hún og bætir við: „Markaðirnir ýta líka undir nýsköpun og eru liður í að viðhalda byggð í dreifbýlinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Það er duglegt og drífandi fólk hér í Skagafirði og mikill frumkvöðlakraftur sem svífur yfir vötnum. Allmargir eru komnir með leyfi til heimavinnslu afurða, vottuð eldhús og fjölbreytta ræktun,“ segir Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, og áður verslunarmaður í Frú Laugu í Reykjavík. Hún kom á fót sveitamarkaði í húsi Þjóðminjasafnsins á Hofsósi í sumar og nú verður hann fluttur í Svaðastaðahöllina á Sauðárkróki um helgina. Stórsamkoman Sveitasæla verður nefnilega haldin á Króknum, það er landbúnaðarsýning og bændahátíð og Rakel segir fjölbreytt og skemmtilegt úrval úr matarkistu Skagafjarðar verða á boðstólum á markaðinum. Hún nefnir kornhænuegg, hunang, hákarl, kryddjurtir, pestó og nýsprottið, útiræktað grænmeti sem dæmi, auk alls konar fisk- og kjötmetis í úrvali. „Hér ræktar fólk meira að segja rósir til sölu,“ upplýsir hún. Rakel hefur búið síðasta árið á Hofsósi, er flutt aftur suður en sinnir þó verkefnum í Skagafirði á vegum Matís áfram. Hún er mikill talsmaður þess að bændur og aðrir matvælaframleiðendur selji afurðir beint frá býli og segir mikla framþróun í þeirri grein vera að eiga sér stað. „Fólk áttar sig á að það geti minnkað vistsporið sitt með því að eiga í viðskiptum innan síns nærumhverfis og það er vinsælt bæði af heimamönnum og gestum.“ Víðsvegar um heiminn er árþúsundahefð fyrir svona mörkuðum, bendir Rakel á. „Fólk leitar að því sem einkennir svæðið og heillast af hugmyndinni um að njóta afurða, handverks, stemningar og menningar á hverjum stað,“ segir hún og bætir við: „Markaðirnir ýta líka undir nýsköpun og eru liður í að viðhalda byggð í dreifbýlinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira