Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2018 20:24 Áhöld eru um hvort íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Árborgar sé lögleg. Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kemur fram að kjörseðill í kosningunum sé ógildur taki kjósandi ekki afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórn Árborgar sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem leiðrétting er gerð á framkvæmd íbúakosninganna sem verður eftir tvo daga. Í kynningarblaði, sem borið var í hvert hús í sveitarfélaginu, kom fram að „svara yrði báðum spurningunum kjörseðilsins og að ef aðeins annarri þeirra yrði svarað teldist kjörseðillin ógildur.“ Í tilkynningu bæjarstjórnar í dag kemur fram að upplýsingarnar í kynningarblaðinu séu ekki réttar og að kjósendur geti kosið að svara eingöngu annarri spurningunni án þess að slíkt valdi eitt og sér ógildi kjörseðilsins. Ástæðan fyrir því að leiðréttingin var send út var vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og reyna þvinga fram afstöðu kjósandans í kosningu sem var knúin fram með undirskriftarsöfnun í vor. Íbúakosningin á laugardag snýst um breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæ Árborgar en mikil ólga er meðal íbúa um hvernig bæjaryfirvöld hafa ráðstafað svæðinu og hvernig staðið hefur verið að íbúakosningunni. Sigtún þróunarfélag fékk svæðið til uppbyggingar án útboðs og ætlar félagið að byggja upp miðbæinn með endurbyggingu húsa víðsvegar af á landinu sem horfin eru af sjónarsviðinu.Neitar fyrir að brjóta á tjáningarfrelsi kjósenda Málið er hápólitískt og var eitt af aðalkosningamálunum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætli ekki kjósa með breyttu skipulagi. Forseti bæjarstjórnar í Árborg, Helgi S. Haraldsson, segir íbúakosningar á laugardaginn hafa verið undirbúnar vel og vandlega. „Þetta er raunverulega fyrsta alvöru íbúakosningin sem getur orðið bindandi ákvörðun og það var mat manna og yfirkjörstjórnar að benda á þetta þannig að það væri öruggt að þetta væri rétt.“ Aðspurður hvort að bæjarstjórnin hafi sent tilkynninguna á þeim forsendum að þau sjái fram á að brjóta á tjáningarfrelsi eða kosningarétti þeirra sem koma til með að kjósa á laugardaginn svarar Helgi: „Alls ekki, það var bara mat yfirkjörstjórnar okkar að þetta væru tvær spurningar og það mætti svara þeim á hvorn hátt fyrir sig eða skila inn auðu.“ Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Áhöld eru um hvort íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Árborgar sé lögleg. Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kemur fram að kjörseðill í kosningunum sé ógildur taki kjósandi ekki afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórn Árborgar sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem leiðrétting er gerð á framkvæmd íbúakosninganna sem verður eftir tvo daga. Í kynningarblaði, sem borið var í hvert hús í sveitarfélaginu, kom fram að „svara yrði báðum spurningunum kjörseðilsins og að ef aðeins annarri þeirra yrði svarað teldist kjörseðillin ógildur.“ Í tilkynningu bæjarstjórnar í dag kemur fram að upplýsingarnar í kynningarblaðinu séu ekki réttar og að kjósendur geti kosið að svara eingöngu annarri spurningunni án þess að slíkt valdi eitt og sér ógildi kjörseðilsins. Ástæðan fyrir því að leiðréttingin var send út var vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og reyna þvinga fram afstöðu kjósandans í kosningu sem var knúin fram með undirskriftarsöfnun í vor. Íbúakosningin á laugardag snýst um breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæ Árborgar en mikil ólga er meðal íbúa um hvernig bæjaryfirvöld hafa ráðstafað svæðinu og hvernig staðið hefur verið að íbúakosningunni. Sigtún þróunarfélag fékk svæðið til uppbyggingar án útboðs og ætlar félagið að byggja upp miðbæinn með endurbyggingu húsa víðsvegar af á landinu sem horfin eru af sjónarsviðinu.Neitar fyrir að brjóta á tjáningarfrelsi kjósenda Málið er hápólitískt og var eitt af aðalkosningamálunum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætli ekki kjósa með breyttu skipulagi. Forseti bæjarstjórnar í Árborg, Helgi S. Haraldsson, segir íbúakosningar á laugardaginn hafa verið undirbúnar vel og vandlega. „Þetta er raunverulega fyrsta alvöru íbúakosningin sem getur orðið bindandi ákvörðun og það var mat manna og yfirkjörstjórnar að benda á þetta þannig að það væri öruggt að þetta væri rétt.“ Aðspurður hvort að bæjarstjórnin hafi sent tilkynninguna á þeim forsendum að þau sjái fram á að brjóta á tjáningarfrelsi eða kosningarétti þeirra sem koma til með að kjósa á laugardaginn svarar Helgi: „Alls ekki, það var bara mat yfirkjörstjórnar okkar að þetta væru tvær spurningar og það mætti svara þeim á hvorn hátt fyrir sig eða skila inn auðu.“
Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32