Um er að ræða 382,6 fermetra einbýlishús með aukaíbúð í hinu vinsæla Akrahverfi í Garðabæ.
Eignin er öll hin glæsilegasta og er gólfhiti í húsinu með hitastýringu í hverju herbergi. Fjögur rúmgóð barnaherbergi, öll með fataskápum og sérsmíðuðum skrifborðum og hjónasvíta er með innréttuðu fataherbergi og baðherbergi innaf.
Samtals eru sex svefnherbergi í húsinu að aukaíbúð meðtaldri.
Húsið var byggt árið 2010 og er fasteignamatið 157 milljónir. Húsið stendur á 730 fermetra eignalóð en hér að neðan má sjá myndir af eigninni.






