Þakklætisvottur fyrir uppsafnaða hamingju Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 06:45 Ragna, dóttir Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar í Gróðrarstöðinni í Kjarri, tók við viðurkenningunni fyrir þeirra hönd. Elliði er í miðið og Jónas lengst til hægri. Eitt af fyrstu verkefnum Elliða Vignissonar, nýs bæjarstóra Ölfuss, var að veita bæði lista- og menningarverðlaun og umhverfisverðlaun Ölfuss fyrir árið 2018. Þau fyrrnefndu hlaut tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fyrir framlag sitt á sviði lista og menningar til sveitarfélagsins. Í rökstuðningi kom fram að hann hafi margoft haldið tónleika eða verið hluti af menningarviðburðum í Þorlákshöfn og sé alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því var við hæfi að heyra í Jónasi. „Ég er frá Þorlákshöfn, fæddur og uppalinn þar og byrjaði í tónlist í Lúðrasveit Þorlákshafnar,“ útskýrir hann. „Svo gerði ég dálítið stórt heimabyggðarverkefni árið 2012. Þá var ég með Lúðrasveit Þorlákshafnar í að gera plötu. Þar var lag sem var mikið spilað sem heitir Hafið er svart, það var til dæmis tekið upp af mér með Lúðrasveit Þorlákshafnar í kirkjunni í Þorlákshöfn,“ segir Jónas sem kveðst alltaf halda góðum tengslum við sína heimabyggð og hugsa hlýtt til hennar. Nefnir annað dæmi um það. „Ég hef haft það prinsipp að láta ekki nota tónlistina mína í auglýsingar. En svo sýndi sveitarfélagið Ölfus áhuga á að nota lagið mitt Hamingjan er hér í auglýsingu og ég gaf því ótakmarkað leyfi fyrir því lagi. Nú hefur það verið með auglýsingaherferð í tvö ár þar sem þetta lag hefur hljómað. Það virkar svona vel. Ég held að þessi viðurkenning sé þakklætisvottur fyrir uppsafnaða hamingju. Mér þykir mjög vænt um það.“ Umhverfisverðlaun Ölfuss 2018 hlaut Gróðrarstöðin í Kjarri fyrir einstaklega fallegt og snyrtilegt umhverfi. Gróðrarstöðin er í eigu hjónanna Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar og frá árinu 1981 hafa þau byggt þar upp garðplöntuframleiðslu. Ragna, dóttir Helgu og Helga, tók við verðlaununum fyrir þeirra hönd. Verðlaunagripina gerði Dagný Magnúsdóttir glerlistakona og eigandi kaffihússins/glerlistasmiðjunnar Hendur í Höfn í Þorlákshöfn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Eitt af fyrstu verkefnum Elliða Vignissonar, nýs bæjarstóra Ölfuss, var að veita bæði lista- og menningarverðlaun og umhverfisverðlaun Ölfuss fyrir árið 2018. Þau fyrrnefndu hlaut tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fyrir framlag sitt á sviði lista og menningar til sveitarfélagsins. Í rökstuðningi kom fram að hann hafi margoft haldið tónleika eða verið hluti af menningarviðburðum í Þorlákshöfn og sé alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því var við hæfi að heyra í Jónasi. „Ég er frá Þorlákshöfn, fæddur og uppalinn þar og byrjaði í tónlist í Lúðrasveit Þorlákshafnar,“ útskýrir hann. „Svo gerði ég dálítið stórt heimabyggðarverkefni árið 2012. Þá var ég með Lúðrasveit Þorlákshafnar í að gera plötu. Þar var lag sem var mikið spilað sem heitir Hafið er svart, það var til dæmis tekið upp af mér með Lúðrasveit Þorlákshafnar í kirkjunni í Þorlákshöfn,“ segir Jónas sem kveðst alltaf halda góðum tengslum við sína heimabyggð og hugsa hlýtt til hennar. Nefnir annað dæmi um það. „Ég hef haft það prinsipp að láta ekki nota tónlistina mína í auglýsingar. En svo sýndi sveitarfélagið Ölfus áhuga á að nota lagið mitt Hamingjan er hér í auglýsingu og ég gaf því ótakmarkað leyfi fyrir því lagi. Nú hefur það verið með auglýsingaherferð í tvö ár þar sem þetta lag hefur hljómað. Það virkar svona vel. Ég held að þessi viðurkenning sé þakklætisvottur fyrir uppsafnaða hamingju. Mér þykir mjög vænt um það.“ Umhverfisverðlaun Ölfuss 2018 hlaut Gróðrarstöðin í Kjarri fyrir einstaklega fallegt og snyrtilegt umhverfi. Gróðrarstöðin er í eigu hjónanna Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar og frá árinu 1981 hafa þau byggt þar upp garðplöntuframleiðslu. Ragna, dóttir Helgu og Helga, tók við verðlaununum fyrir þeirra hönd. Verðlaunagripina gerði Dagný Magnúsdóttir glerlistakona og eigandi kaffihússins/glerlistasmiðjunnar Hendur í Höfn í Þorlákshöfn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira