Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Aðalheiður Ámundadóttir og Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Reisa á þriðja knatthúsið á svæði FH-inga. Málið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum í Hafnarfirði Fréttablaðið/GVA Fulltrúar minnihluta í Hafnarfirði eru mjög ósáttir vegna þeirrar stefnubreytingar sem varð í stóra knatthúsamáli bæjarins í síðustu viku þegar ákveðið var á fundi bæjarráðs að bærinn keypti öll þrjú knatthús Fimleikafélags Hafnarfjarðar á 790 milljónir og FH-ingar stæðu sjálfir að byggingu nýs knatthúss á eigin kostnað og ábyrgð. Á aukafundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær lögðu fulltrúar minnihlutans fram fjölda fyrirspurna vegna málsins en fyrir liggur að kaup bæjarins á mannvirkjunum hafa það markmið að gera félaginu mögulegt að byggja nýtt knatthús. Meðal annars er vísað til þess að félagið hafi fengið eitt húsanna að gjöf frá bænum árið 1989 en skilyrði gjafagerningsins hafi ekki verið uppfyllt á tilsettum tíma og hann því aldrei farið í gegn og húsið sé því enn í eigu bæjarins. Óskað er upplýsinga um kostnað bæjarins við kaup á þessari eign sinni, þar á meðal tilfallandi kostnaði verði gjafagerningurinn gjaldfærður áður en kaupin fara fram. Einnig er gagnrýnt að hvorki liggi fyrir verðmat né mat á ástandi umræddra eigna heldur fari kaupverðið eftir fjárþörf FH vegna byggingar nýs húss.Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans.Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði, segir þetta ekki góða meðferð skattfjár. „Nei, alls ekki, og við í minnihlutanum erum sammála um það að þessi vinnubrögð séu vafasöm og höfum beint því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að ganga úr skugga um það hvort þetta sé löglegt. Okkar tilgáta er sú að þetta sé ólöglegt.“ Knatthúsamálið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum Hafnarfjarðar um nokkurra ára skeið og var málið uppspretta stöðugra deilna innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Fulltrúar minnihluta í Hafnarfirði eru mjög ósáttir vegna þeirrar stefnubreytingar sem varð í stóra knatthúsamáli bæjarins í síðustu viku þegar ákveðið var á fundi bæjarráðs að bærinn keypti öll þrjú knatthús Fimleikafélags Hafnarfjarðar á 790 milljónir og FH-ingar stæðu sjálfir að byggingu nýs knatthúss á eigin kostnað og ábyrgð. Á aukafundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær lögðu fulltrúar minnihlutans fram fjölda fyrirspurna vegna málsins en fyrir liggur að kaup bæjarins á mannvirkjunum hafa það markmið að gera félaginu mögulegt að byggja nýtt knatthús. Meðal annars er vísað til þess að félagið hafi fengið eitt húsanna að gjöf frá bænum árið 1989 en skilyrði gjafagerningsins hafi ekki verið uppfyllt á tilsettum tíma og hann því aldrei farið í gegn og húsið sé því enn í eigu bæjarins. Óskað er upplýsinga um kostnað bæjarins við kaup á þessari eign sinni, þar á meðal tilfallandi kostnaði verði gjafagerningurinn gjaldfærður áður en kaupin fara fram. Einnig er gagnrýnt að hvorki liggi fyrir verðmat né mat á ástandi umræddra eigna heldur fari kaupverðið eftir fjárþörf FH vegna byggingar nýs húss.Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans.Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði, segir þetta ekki góða meðferð skattfjár. „Nei, alls ekki, og við í minnihlutanum erum sammála um það að þessi vinnubrögð séu vafasöm og höfum beint því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að ganga úr skugga um það hvort þetta sé löglegt. Okkar tilgáta er sú að þetta sé ólöglegt.“ Knatthúsamálið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum Hafnarfjarðar um nokkurra ára skeið og var málið uppspretta stöðugra deilna innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira