Harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um "lokalausn“ varðandi múslíma Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2018 11:58 Þingmaðurinn Fraser Anning. Vísir/AP Ástralskur þingmaður Ástralíuflokksins notaði fyrstu ræðu sína á öldungadeild þingsins á dögunum til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að meina ætti múslimum aðgang að Ástralíu. Það kallaði þingmaðurinn, sem heitir Fraser Anning, „lokalausnina“ á meintum vanda Ástralíu varðandi innflytjendur sem eru íslamstrúar. Í ræðunni fór Anning hörðum orðum um múslíma í Ástralíu. Hann sagði þá kosta ríkið hlutfallslega meira en nokkur annar hópur innflytjenda og sagði að meirihluti þeirra væri atvinnulaus og á bótum. Þeir neituðu að aðlagast áströlsku samfélagi.„Þrátt fyrir að allir múslímar séu ekki hryðjuverkamenn, eru allir hryðjuverkamenn þessa dagana greinilega múslímar, þannig að af hverju ætti einhver að vilja að fá fleiri þeirra hingað?“ Þá kallaði hann eftir því að Ástralar myndu snúa sér aftur af Evrópu og flytja inn kristið fólk þaðan.Umdeild hugtakanotkun Lokalausnin eða „Final solution“ er hugtak sem Nasistar notuðu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar varðandi „gyðingaspurninguna“. Sú „lausn“ fólst í því að smala gyðingum saman í útrýmingarbúðum. Talið er að um sex milljónir gyðinga hafi verið myrtir af Nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Ummæli Anning hafa verið harðlega gagnrýnd af öðrum þingmönnum. Gagnrýnin snýr að miklu leyti að notkun þingmannsins á hugtakinu lokalausn og sömuleiðis að fordómum hans gagnvart múslímum. Báðar deildir þingsins hafa samþykkt ályktanir um að fordæma ummælin og hefur Anning verið sakaður um að móðga alla þá sem dóu í Helförinni.Bob Katter, leiðtogi Ástralíuflokksins, er þó ekki sammála gagnrýninni. Hann segir ummæli Anning vera „algjörlega frábær“ og „nákvæmlega það sem Ástralía ætti að vera að gera“. Hann segist styðja Anning „þúsund prósent“. Hann sagði sömuleiðis að símarnir á skrifstofu flokksins hefðu ekki stoppað. Fjöldi fólks hefði hringt inn og hrósað Anning.„Rasískir“ blaðamenn Katter hélt blaðamannafund í gær sem blaðamenn hafa lýst sem „undarlegum“. Þar sakaði hann blaðamenn sem vitnuðu í uppruna föður Katter frá Líbanon, um rasisma og ítrekaði hann kall Anning eftir banni gagnvart múslímum.Hann sagðist vera dauðþreyttur á innflytjendastefnu sem laðaði að fólk frá „lagalausum einræðisríkjum“ sem væru ekki kristin. „Þú þarft ekkert að vera Albert Einstein til að átta þig á því að við sem kynstofn, við Ástralar, erum að grafast undir fjölda innflytjenda sem fluttir eru inn til að hlaða vasa hinna ríku og valdamiklu í Sydney, sem taka launin okkar og grafa undir aðstæðum okkar;“ sagði Katter. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, og Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tóku höndum saman og gagnrýndu Anning. Turnbull sagði þingmönnum að Ástralía væri best heppnaða fjölmenningarsamfélag heimsins og væri þjóð innflytjenda. Turnbull sagði Ástrala lifa í samlyndi þrátt fyrir fjölbreytileikann. Well said Alan. Australia is the most successful multicultural society in the world built on a foundation of mutual respect. We reject and condemn racism in any form. https://t.co/RHslbs1FNs— Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) August 14, 2018 Ástralía Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ástralskur þingmaður Ástralíuflokksins notaði fyrstu ræðu sína á öldungadeild þingsins á dögunum til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að meina ætti múslimum aðgang að Ástralíu. Það kallaði þingmaðurinn, sem heitir Fraser Anning, „lokalausnina“ á meintum vanda Ástralíu varðandi innflytjendur sem eru íslamstrúar. Í ræðunni fór Anning hörðum orðum um múslíma í Ástralíu. Hann sagði þá kosta ríkið hlutfallslega meira en nokkur annar hópur innflytjenda og sagði að meirihluti þeirra væri atvinnulaus og á bótum. Þeir neituðu að aðlagast áströlsku samfélagi.„Þrátt fyrir að allir múslímar séu ekki hryðjuverkamenn, eru allir hryðjuverkamenn þessa dagana greinilega múslímar, þannig að af hverju ætti einhver að vilja að fá fleiri þeirra hingað?“ Þá kallaði hann eftir því að Ástralar myndu snúa sér aftur af Evrópu og flytja inn kristið fólk þaðan.Umdeild hugtakanotkun Lokalausnin eða „Final solution“ er hugtak sem Nasistar notuðu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar varðandi „gyðingaspurninguna“. Sú „lausn“ fólst í því að smala gyðingum saman í útrýmingarbúðum. Talið er að um sex milljónir gyðinga hafi verið myrtir af Nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Ummæli Anning hafa verið harðlega gagnrýnd af öðrum þingmönnum. Gagnrýnin snýr að miklu leyti að notkun þingmannsins á hugtakinu lokalausn og sömuleiðis að fordómum hans gagnvart múslímum. Báðar deildir þingsins hafa samþykkt ályktanir um að fordæma ummælin og hefur Anning verið sakaður um að móðga alla þá sem dóu í Helförinni.Bob Katter, leiðtogi Ástralíuflokksins, er þó ekki sammála gagnrýninni. Hann segir ummæli Anning vera „algjörlega frábær“ og „nákvæmlega það sem Ástralía ætti að vera að gera“. Hann segist styðja Anning „þúsund prósent“. Hann sagði sömuleiðis að símarnir á skrifstofu flokksins hefðu ekki stoppað. Fjöldi fólks hefði hringt inn og hrósað Anning.„Rasískir“ blaðamenn Katter hélt blaðamannafund í gær sem blaðamenn hafa lýst sem „undarlegum“. Þar sakaði hann blaðamenn sem vitnuðu í uppruna föður Katter frá Líbanon, um rasisma og ítrekaði hann kall Anning eftir banni gagnvart múslímum.Hann sagðist vera dauðþreyttur á innflytjendastefnu sem laðaði að fólk frá „lagalausum einræðisríkjum“ sem væru ekki kristin. „Þú þarft ekkert að vera Albert Einstein til að átta þig á því að við sem kynstofn, við Ástralar, erum að grafast undir fjölda innflytjenda sem fluttir eru inn til að hlaða vasa hinna ríku og valdamiklu í Sydney, sem taka launin okkar og grafa undir aðstæðum okkar;“ sagði Katter. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, og Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tóku höndum saman og gagnrýndu Anning. Turnbull sagði þingmönnum að Ástralía væri best heppnaða fjölmenningarsamfélag heimsins og væri þjóð innflytjenda. Turnbull sagði Ástrala lifa í samlyndi þrátt fyrir fjölbreytileikann. Well said Alan. Australia is the most successful multicultural society in the world built on a foundation of mutual respect. We reject and condemn racism in any form. https://t.co/RHslbs1FNs— Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) August 14, 2018
Ástralía Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira