Harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um "lokalausn“ varðandi múslíma Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2018 11:58 Þingmaðurinn Fraser Anning. Vísir/AP Ástralskur þingmaður Ástralíuflokksins notaði fyrstu ræðu sína á öldungadeild þingsins á dögunum til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að meina ætti múslimum aðgang að Ástralíu. Það kallaði þingmaðurinn, sem heitir Fraser Anning, „lokalausnina“ á meintum vanda Ástralíu varðandi innflytjendur sem eru íslamstrúar. Í ræðunni fór Anning hörðum orðum um múslíma í Ástralíu. Hann sagði þá kosta ríkið hlutfallslega meira en nokkur annar hópur innflytjenda og sagði að meirihluti þeirra væri atvinnulaus og á bótum. Þeir neituðu að aðlagast áströlsku samfélagi.„Þrátt fyrir að allir múslímar séu ekki hryðjuverkamenn, eru allir hryðjuverkamenn þessa dagana greinilega múslímar, þannig að af hverju ætti einhver að vilja að fá fleiri þeirra hingað?“ Þá kallaði hann eftir því að Ástralar myndu snúa sér aftur af Evrópu og flytja inn kristið fólk þaðan.Umdeild hugtakanotkun Lokalausnin eða „Final solution“ er hugtak sem Nasistar notuðu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar varðandi „gyðingaspurninguna“. Sú „lausn“ fólst í því að smala gyðingum saman í útrýmingarbúðum. Talið er að um sex milljónir gyðinga hafi verið myrtir af Nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Ummæli Anning hafa verið harðlega gagnrýnd af öðrum þingmönnum. Gagnrýnin snýr að miklu leyti að notkun þingmannsins á hugtakinu lokalausn og sömuleiðis að fordómum hans gagnvart múslímum. Báðar deildir þingsins hafa samþykkt ályktanir um að fordæma ummælin og hefur Anning verið sakaður um að móðga alla þá sem dóu í Helförinni.Bob Katter, leiðtogi Ástralíuflokksins, er þó ekki sammála gagnrýninni. Hann segir ummæli Anning vera „algjörlega frábær“ og „nákvæmlega það sem Ástralía ætti að vera að gera“. Hann segist styðja Anning „þúsund prósent“. Hann sagði sömuleiðis að símarnir á skrifstofu flokksins hefðu ekki stoppað. Fjöldi fólks hefði hringt inn og hrósað Anning.„Rasískir“ blaðamenn Katter hélt blaðamannafund í gær sem blaðamenn hafa lýst sem „undarlegum“. Þar sakaði hann blaðamenn sem vitnuðu í uppruna föður Katter frá Líbanon, um rasisma og ítrekaði hann kall Anning eftir banni gagnvart múslímum.Hann sagðist vera dauðþreyttur á innflytjendastefnu sem laðaði að fólk frá „lagalausum einræðisríkjum“ sem væru ekki kristin. „Þú þarft ekkert að vera Albert Einstein til að átta þig á því að við sem kynstofn, við Ástralar, erum að grafast undir fjölda innflytjenda sem fluttir eru inn til að hlaða vasa hinna ríku og valdamiklu í Sydney, sem taka launin okkar og grafa undir aðstæðum okkar;“ sagði Katter. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, og Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tóku höndum saman og gagnrýndu Anning. Turnbull sagði þingmönnum að Ástralía væri best heppnaða fjölmenningarsamfélag heimsins og væri þjóð innflytjenda. Turnbull sagði Ástrala lifa í samlyndi þrátt fyrir fjölbreytileikann. Well said Alan. Australia is the most successful multicultural society in the world built on a foundation of mutual respect. We reject and condemn racism in any form. https://t.co/RHslbs1FNs— Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) August 14, 2018 Ástralía Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ástralskur þingmaður Ástralíuflokksins notaði fyrstu ræðu sína á öldungadeild þingsins á dögunum til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að meina ætti múslimum aðgang að Ástralíu. Það kallaði þingmaðurinn, sem heitir Fraser Anning, „lokalausnina“ á meintum vanda Ástralíu varðandi innflytjendur sem eru íslamstrúar. Í ræðunni fór Anning hörðum orðum um múslíma í Ástralíu. Hann sagði þá kosta ríkið hlutfallslega meira en nokkur annar hópur innflytjenda og sagði að meirihluti þeirra væri atvinnulaus og á bótum. Þeir neituðu að aðlagast áströlsku samfélagi.„Þrátt fyrir að allir múslímar séu ekki hryðjuverkamenn, eru allir hryðjuverkamenn þessa dagana greinilega múslímar, þannig að af hverju ætti einhver að vilja að fá fleiri þeirra hingað?“ Þá kallaði hann eftir því að Ástralar myndu snúa sér aftur af Evrópu og flytja inn kristið fólk þaðan.Umdeild hugtakanotkun Lokalausnin eða „Final solution“ er hugtak sem Nasistar notuðu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar varðandi „gyðingaspurninguna“. Sú „lausn“ fólst í því að smala gyðingum saman í útrýmingarbúðum. Talið er að um sex milljónir gyðinga hafi verið myrtir af Nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Ummæli Anning hafa verið harðlega gagnrýnd af öðrum þingmönnum. Gagnrýnin snýr að miklu leyti að notkun þingmannsins á hugtakinu lokalausn og sömuleiðis að fordómum hans gagnvart múslímum. Báðar deildir þingsins hafa samþykkt ályktanir um að fordæma ummælin og hefur Anning verið sakaður um að móðga alla þá sem dóu í Helförinni.Bob Katter, leiðtogi Ástralíuflokksins, er þó ekki sammála gagnrýninni. Hann segir ummæli Anning vera „algjörlega frábær“ og „nákvæmlega það sem Ástralía ætti að vera að gera“. Hann segist styðja Anning „þúsund prósent“. Hann sagði sömuleiðis að símarnir á skrifstofu flokksins hefðu ekki stoppað. Fjöldi fólks hefði hringt inn og hrósað Anning.„Rasískir“ blaðamenn Katter hélt blaðamannafund í gær sem blaðamenn hafa lýst sem „undarlegum“. Þar sakaði hann blaðamenn sem vitnuðu í uppruna föður Katter frá Líbanon, um rasisma og ítrekaði hann kall Anning eftir banni gagnvart múslímum.Hann sagðist vera dauðþreyttur á innflytjendastefnu sem laðaði að fólk frá „lagalausum einræðisríkjum“ sem væru ekki kristin. „Þú þarft ekkert að vera Albert Einstein til að átta þig á því að við sem kynstofn, við Ástralar, erum að grafast undir fjölda innflytjenda sem fluttir eru inn til að hlaða vasa hinna ríku og valdamiklu í Sydney, sem taka launin okkar og grafa undir aðstæðum okkar;“ sagði Katter. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, og Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tóku höndum saman og gagnrýndu Anning. Turnbull sagði þingmönnum að Ástralía væri best heppnaða fjölmenningarsamfélag heimsins og væri þjóð innflytjenda. Turnbull sagði Ástrala lifa í samlyndi þrátt fyrir fjölbreytileikann. Well said Alan. Australia is the most successful multicultural society in the world built on a foundation of mutual respect. We reject and condemn racism in any form. https://t.co/RHslbs1FNs— Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) August 14, 2018
Ástralía Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent