Öxlin gaf sig í maí en vann síðan EM-silfur í ágúst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 09:30 Fanney Hauksdóttir Vísir/Daníel Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir átti ekki von á því að vinna til silfurverðlauna á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu um helgina ekki síst vegna meiðsla sem hún glímdi við í vor. „Ég er bara virkilega ánægð með þessa niðurstöðu, einkum og sér í lagi þar sem ég hef ekki getað æft almennilega í aðdraganda mótsins vegna axlarmeiðsla“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið í dag. Fanney lyfti 107,5 kílóum í fyrstu lyftu, þyngdi í 110 kíló í annari lyftu og jafnaði síðan næstum því sinn besta árangur með því að lyfta 112,5 kílóum í lokalyftunni. Það var aðeins hálfu kílói frá Íslandsmeti hennar. Hún var silfur á öðru Evrópumótinu í röð í klassískri bekkpressu en mótið fór að þessu sinni fram í Frakklandi. Útlitið var ekki bjart í upphafi sumarsins en Seltirningurinn gafst ekki upp. „Öxlin hefur verið að stríða mér síðasta eina og hálfa árið eða svo og hún gaf sig svo alveg í maí síðastliðnum. Ég bjóst því alls ekki við því að komast á pall í þessari sterku keppni,“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið. Fanney fékk sprautu í liðinn eftir að hafa verið í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara síðan í maí. „Ég minnkaði álagið á öxlina töluvert í endurhæfingunni og þetta var í fyrsta skiðtið síðan öxlin gaf sig að ég lét almennilega reyna á hana. Ég fann það alveg að ég gat ekki beitt mér alveg að fullu og hefði getað lyft meira meiðslalaust,“ sagði Fanney en það má lesa allt viðtalið við hana hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir átti ekki von á því að vinna til silfurverðlauna á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu um helgina ekki síst vegna meiðsla sem hún glímdi við í vor. „Ég er bara virkilega ánægð með þessa niðurstöðu, einkum og sér í lagi þar sem ég hef ekki getað æft almennilega í aðdraganda mótsins vegna axlarmeiðsla“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið í dag. Fanney lyfti 107,5 kílóum í fyrstu lyftu, þyngdi í 110 kíló í annari lyftu og jafnaði síðan næstum því sinn besta árangur með því að lyfta 112,5 kílóum í lokalyftunni. Það var aðeins hálfu kílói frá Íslandsmeti hennar. Hún var silfur á öðru Evrópumótinu í röð í klassískri bekkpressu en mótið fór að þessu sinni fram í Frakklandi. Útlitið var ekki bjart í upphafi sumarsins en Seltirningurinn gafst ekki upp. „Öxlin hefur verið að stríða mér síðasta eina og hálfa árið eða svo og hún gaf sig svo alveg í maí síðastliðnum. Ég bjóst því alls ekki við því að komast á pall í þessari sterku keppni,“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið. Fanney fékk sprautu í liðinn eftir að hafa verið í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara síðan í maí. „Ég minnkaði álagið á öxlina töluvert í endurhæfingunni og þetta var í fyrsta skiðtið síðan öxlin gaf sig að ég lét almennilega reyna á hana. Ég fann það alveg að ég gat ekki beitt mér alveg að fullu og hefði getað lyft meira meiðslalaust,“ sagði Fanney en það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira