Fjögur af fimm efstu liðunum í Inkasso-deild karla unnu öll sína leiki í kvöld en sextánda umferðin kláraðist í kvöld. Nóg af mörkum voru skoruð í kvöld en flest þeirra í Laugardalnum.
Skagamenn eru áfram á toppnum eftir 2-0 sigur á Fram á heimavelli. Stefán Teitur Þórðarson skoraði bæði mörkin en Skagamenn eru stigi á undan HK. Fram er í sjötta sætinu.
HK vann 2-0 sigur á Leikni í Breiðholtinu með sjálfsmarki og marki Zeiko Lewis. HK er því í öðru sætinu, stigi á eftir ÍA, en Leiknismenn eru í níunda sæti með fimmtán stig, þremur stigum frá fallsæti.
Þórsarar sem eru í þriðja sætinu, tveimur stigum á eftir HK og þremur á eftir ÍA, unnu ÍR 4-2 á heimavelli í kvöld. Spánverjarnir Alvaro Montejo og Ignacio Gil skoruðu tvö mörk hver og Jakob Snær Árnason eitt.
Þórsarar komust í 4-0 en ÍR klóruðu í bakkann. Már Viðarsson og Axel Sigurðarson minnkuðu muninn áður en Jakob skoraði fimmta markið. ÍR er í áttunda sætinu, fjórum stigum frá fallsæti.
Það var boðið upp á markaveislu í Laugardalnum þar sem Þróttarar unnu 5-3 sigur á Magna. Þróttarar komust í 3-0 á fyrstu tólf mínútum leiksins en staðan var svo 4-2 fyrir Þrótt í hálfleik.
Ótrúlegur fyrri hálfleikur en eina mark síðari hálfleiks skoraði VIktor Jónsson var Þrótt en hann skoraði þrjú mörk í leiknum. Þróttur er í fimmta sætinu, sex stigum frá öðru sætinu, en Magni er á botninum með tólf stig.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
