Nokkur af stærstu íþróttafélögum heims verða með Íslandsmeisturum Þórs/KA í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Má þar nefna félög á borð við Barcelona, Bayern Munchen, PSG og Chelsea auk ríkjandi Evrópumeistara Lyon.
Þá eru tvö Íslendingalið á meðal þeirra sem gætu mætt Þór/KA; Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg sem töpuðu úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengard.
Dregið verður í Nyon í Sviss næstkomandi föstudag.
Jáááá!!! Liðið er komið áfram í 32ja liða úrslit í Mestaradeild Evrópu. Markalaust jafntefli í dag, 2. sætið í riðlinum með 7 stig og hreint mark. Liðum í 32ja liða úrslitum raðað í tvo styrkleikaflokka og fáum við mótherja úr efri flokknum (1-16). #UWCL #ÞórKA #fotboltinet pic.twitter.com/nByvRRJPbl
— Þór/KA (@thorkastelpur) August 13, 2018