Lokanir á umferðaræðum Suðurlands Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 15:30 Hjáleið um Þrengsli og Óseyrarbrú er merkt með rauðu á kortinu. Almennri umferð er beint um hjáleiðina næstu viku. Vísir/Hjalti Miklar vegalokanir standa nú yfir á Suðurlandi. Ölfusárbrú verður lokað frá klukkan 16 í dag og mun lokunin standa yfir í viku. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrarbrú. Þá er umferð til austurs um Suðurlandsveg einnig beint um hjáleið vegna malbikunarvinnu í dag.Mjög slæmt að þurfa að loka brúnni Eins og greint hefur verið frá þarf að steypa nýtt brúargólf á Ölfusárbrú en það tekur steypuna nokkra daga að harðna. Um sautján þúsund bílar aka á hverjum degi yfir brúna. Svanur Bjarnason er svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. „Það á að laga slitgólf brúarinnar, það eru komin mjög mikil hjólför í gólfið, og farið að nálgast járnin í brúnni. Það þarf að fræsa upp gólfið og steypa nýtt slitlag,“ segir Svanur. Hann segir mjög slæmt að þurfa að loka brúnni í svona langan tíma en ekkert annað sé í stöðunni. „Það er mjög slæmt og kemur ábyggilega illa við marga en það er algjörlega óhjákvæmilegt að gera þetta.“Um sautján þúsund bílum er ekið yfir brúna á hverjum degi.VÍSIR/ERNIRGangbrautin á Ölfusárbrú verður opin á meðan brúin verður lokuð, þ.e. til mánudagsins 20. ágústs næstkomandi, og þá verður hægt að hleypa lögreglu-, sjúkra- og björgunarsveitarbílum í forgangsakstri yfir brúna. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrabrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg, Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Malbikun á Suðurlandsvegi til miðnættis Þá er vegkafli milli Hellisheiðarvirkjunar og Skíðaskála á Suðurlandsvegi lokað vegna malbikunarvinnu í dag. Umferð til austurs er á meðan beint um Þrengsli og Óseyrarbrú. Áætlað er að malbikað verði til miðnættis í nótt. Að auki hefur Þingvallavegur verið lokaður síðan í júlí milli þjónusumiðstöðvarinnar og að eystri gatnamótum við Vallaveg. Mun lokunin standa yfir fram í október og er umferð beint á hjáleið um Vallaveg. Samgöngur Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Lokun yfir Ölfusá flýtt Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00. 13. ágúst 2018 06:00 „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Veginum í gegnum Þingvelli lokað í tvo mánuði. Umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. 31. júlí 2018 19:00 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Miklar vegalokanir standa nú yfir á Suðurlandi. Ölfusárbrú verður lokað frá klukkan 16 í dag og mun lokunin standa yfir í viku. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrarbrú. Þá er umferð til austurs um Suðurlandsveg einnig beint um hjáleið vegna malbikunarvinnu í dag.Mjög slæmt að þurfa að loka brúnni Eins og greint hefur verið frá þarf að steypa nýtt brúargólf á Ölfusárbrú en það tekur steypuna nokkra daga að harðna. Um sautján þúsund bílar aka á hverjum degi yfir brúna. Svanur Bjarnason er svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. „Það á að laga slitgólf brúarinnar, það eru komin mjög mikil hjólför í gólfið, og farið að nálgast járnin í brúnni. Það þarf að fræsa upp gólfið og steypa nýtt slitlag,“ segir Svanur. Hann segir mjög slæmt að þurfa að loka brúnni í svona langan tíma en ekkert annað sé í stöðunni. „Það er mjög slæmt og kemur ábyggilega illa við marga en það er algjörlega óhjákvæmilegt að gera þetta.“Um sautján þúsund bílum er ekið yfir brúna á hverjum degi.VÍSIR/ERNIRGangbrautin á Ölfusárbrú verður opin á meðan brúin verður lokuð, þ.e. til mánudagsins 20. ágústs næstkomandi, og þá verður hægt að hleypa lögreglu-, sjúkra- og björgunarsveitarbílum í forgangsakstri yfir brúna. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrabrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg, Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Malbikun á Suðurlandsvegi til miðnættis Þá er vegkafli milli Hellisheiðarvirkjunar og Skíðaskála á Suðurlandsvegi lokað vegna malbikunarvinnu í dag. Umferð til austurs er á meðan beint um Þrengsli og Óseyrarbrú. Áætlað er að malbikað verði til miðnættis í nótt. Að auki hefur Þingvallavegur verið lokaður síðan í júlí milli þjónusumiðstöðvarinnar og að eystri gatnamótum við Vallaveg. Mun lokunin standa yfir fram í október og er umferð beint á hjáleið um Vallaveg.
Samgöngur Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Lokun yfir Ölfusá flýtt Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00. 13. ágúst 2018 06:00 „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Veginum í gegnum Þingvelli lokað í tvo mánuði. Umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. 31. júlí 2018 19:00 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29
Lokun yfir Ölfusá flýtt Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00. 13. ágúst 2018 06:00
„Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Veginum í gegnum Þingvelli lokað í tvo mánuði. Umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. 31. júlí 2018 19:00