Supreme frumsýnir vetrarlínu Bergþór Másson skrifar 13. ágúst 2018 11:43 Mynd úr nýrri vetrarlínu Supreme Supreme Fatamerkið Supreme birti í dag myndir af komandi vetrarlínu sinni. Merkið gefur út svokallað „lookbook“ tvisvar á ári þar sem nýjar vörur merkisins eru frumsýndar, fyrst fyrir sumarið í byrjun árs og síðan fyrir veturinn í lok sumars. Supreme var stofnað árið 1994 í New York. Merkið sérhæfir sig í „götuklæðnaði“ og er þekkt fyrir að hanna flíkur í samstarfi við önnur fatamerki, eins og til dæmis Louis Vuitton, The North Face og Stone Island. Viðskiptamódel merkisins er einstakt á þann hátt að vörurnar eru seldar í takmörkuðu upplagi og aldrei endurframleiddar. Flestar vörur Supreme er síðan hægt að endurselja á sérstökum síðum á internetinu á uppsprengdu verði. Supreme gefur út part af flíkunum sem frumsýndar eru í gegnum „lookbookið“ í hverri viku og myndast nánast undantekningarlaust biðraðir fyrir utan verslanir merkisins í hvert sinn, eins og þekkist vel í menningarheimi götutískunnar.Biðröð fyrir utan Supreme búðina í Los Angeles.The HundredsBúðir Supreme eru í London, New York, Los Angeles, Paris og Tokyo en einnig rekur merkið vefverslun. Vörur Supreme eru einungis seldar í þeirra eigin verslunum. Supreme er gríðarlega vinsælt meðal íslenskra ungmenna og eru meðal annars hópar á Facebook með fleiri en fimm þúsund meðlimi, og sölusíður á Instagram, með fjögur þúsund fylgjendur, sem sérhæfa sig í að endurselja vörur merkisins.Hér er hægt að skoða umrætt „lookbook“ merkisins fyrir næstkomandi vetur. Tengdar fréttir Nike í samstarf við Supreme og NBA Það eru allir í sama liði! 6. mars 2018 13:30 Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Götutískumerkið vinsæla og hátískuhúsið gætu verið að slá sér upp. 5. janúar 2017 11:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Fatamerkið Supreme birti í dag myndir af komandi vetrarlínu sinni. Merkið gefur út svokallað „lookbook“ tvisvar á ári þar sem nýjar vörur merkisins eru frumsýndar, fyrst fyrir sumarið í byrjun árs og síðan fyrir veturinn í lok sumars. Supreme var stofnað árið 1994 í New York. Merkið sérhæfir sig í „götuklæðnaði“ og er þekkt fyrir að hanna flíkur í samstarfi við önnur fatamerki, eins og til dæmis Louis Vuitton, The North Face og Stone Island. Viðskiptamódel merkisins er einstakt á þann hátt að vörurnar eru seldar í takmörkuðu upplagi og aldrei endurframleiddar. Flestar vörur Supreme er síðan hægt að endurselja á sérstökum síðum á internetinu á uppsprengdu verði. Supreme gefur út part af flíkunum sem frumsýndar eru í gegnum „lookbookið“ í hverri viku og myndast nánast undantekningarlaust biðraðir fyrir utan verslanir merkisins í hvert sinn, eins og þekkist vel í menningarheimi götutískunnar.Biðröð fyrir utan Supreme búðina í Los Angeles.The HundredsBúðir Supreme eru í London, New York, Los Angeles, Paris og Tokyo en einnig rekur merkið vefverslun. Vörur Supreme eru einungis seldar í þeirra eigin verslunum. Supreme er gríðarlega vinsælt meðal íslenskra ungmenna og eru meðal annars hópar á Facebook með fleiri en fimm þúsund meðlimi, og sölusíður á Instagram, með fjögur þúsund fylgjendur, sem sérhæfa sig í að endurselja vörur merkisins.Hér er hægt að skoða umrætt „lookbook“ merkisins fyrir næstkomandi vetur.
Tengdar fréttir Nike í samstarf við Supreme og NBA Það eru allir í sama liði! 6. mars 2018 13:30 Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Götutískumerkið vinsæla og hátískuhúsið gætu verið að slá sér upp. 5. janúar 2017 11:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Götutískumerkið vinsæla og hátískuhúsið gætu verið að slá sér upp. 5. janúar 2017 11:30