Kim og Moon funda í Pyongyang í september Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 10:39 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jea-in, forsætisráðherra Suður-Kóreu, munu hittast í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu í næsta mánuði. Vísir/AP Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jea-in, forsætisráðherra Suður-Kóreu, munu hittast í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í næsta mánuði. Þetta verður þriðji fundur leiðtoganna og í fyrsta sinn í rúman áratug sem slíkur fundur er haldinn í Pyongyang. Moon og Kim hafa hist tvisvar sinnum áður, í apríl og í maí, og þá hitti Kim forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í Singapúr í júní. Á þeim fundi skrifuðu Kim og Trump undir samkomulag varðandi kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðan þá hafa Bandaríkin sakað Norður-Kóreu um að draga fæturna og Norður-Kórea hefur skammast út í Bandaríkin yfir því að viðskiptaþvinganir hafi ekki verið felldar niður. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur verið sökuð um að halda kjarnorkuvopna- og eldflaugaframleiðslu áfram, í trássi við samkomulagið í Singapúr.Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni komu embættismenn Norður- og Suður-Kóreu saman í dag og ræddu þeir meðal annars samvinnuverkefni ríkjanna sem hefðu verið sett í gang í kjölfar síðasta fundar Moon og Kim.Miðað við yfirlýsingar sendinefndanna eru ríkin þó ekki sammála um hvenær halda eigi leiðtogafundinn. Ri Son Gwon, frá Norður-Kóreu, sagði blaðamönnum að búið væri að ákveða tiltekinn dag en hann vildi ekki segja hvaða dag. Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, sagði hins vegar að það væri ekki búið að velja dag.Meðal þess sem Moon og Kim munu ræða þegar og ef þeir hittast í september er hvort þeir geti bundið enda á Kóreustríðið með formlegum hætti. Það hefur í rauninni staðið yfir frá 1950 þar sem samið var um vopnahlé árið 1953 en ekki frið. Norður-Kórea hefur kallað eftir því að friði verði lýst yfir sem fyrst. Bandaríkin vilja hins vegar að ríkisstjórn Norður-Kóreu sýni fram á að hún hafi gripið til markvissra aðgerða varðandi kjarnorkuafvopnun. Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Eins og að bíða eftir að harðsoðið egg klekist út Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. 10. ágúst 2018 06:15 Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50 Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum banka Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. 3. ágúst 2018 15:46 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jea-in, forsætisráðherra Suður-Kóreu, munu hittast í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í næsta mánuði. Þetta verður þriðji fundur leiðtoganna og í fyrsta sinn í rúman áratug sem slíkur fundur er haldinn í Pyongyang. Moon og Kim hafa hist tvisvar sinnum áður, í apríl og í maí, og þá hitti Kim forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í Singapúr í júní. Á þeim fundi skrifuðu Kim og Trump undir samkomulag varðandi kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðan þá hafa Bandaríkin sakað Norður-Kóreu um að draga fæturna og Norður-Kórea hefur skammast út í Bandaríkin yfir því að viðskiptaþvinganir hafi ekki verið felldar niður. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur verið sökuð um að halda kjarnorkuvopna- og eldflaugaframleiðslu áfram, í trássi við samkomulagið í Singapúr.Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni komu embættismenn Norður- og Suður-Kóreu saman í dag og ræddu þeir meðal annars samvinnuverkefni ríkjanna sem hefðu verið sett í gang í kjölfar síðasta fundar Moon og Kim.Miðað við yfirlýsingar sendinefndanna eru ríkin þó ekki sammála um hvenær halda eigi leiðtogafundinn. Ri Son Gwon, frá Norður-Kóreu, sagði blaðamönnum að búið væri að ákveða tiltekinn dag en hann vildi ekki segja hvaða dag. Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, sagði hins vegar að það væri ekki búið að velja dag.Meðal þess sem Moon og Kim munu ræða þegar og ef þeir hittast í september er hvort þeir geti bundið enda á Kóreustríðið með formlegum hætti. Það hefur í rauninni staðið yfir frá 1950 þar sem samið var um vopnahlé árið 1953 en ekki frið. Norður-Kórea hefur kallað eftir því að friði verði lýst yfir sem fyrst. Bandaríkin vilja hins vegar að ríkisstjórn Norður-Kóreu sýni fram á að hún hafi gripið til markvissra aðgerða varðandi kjarnorkuafvopnun.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Eins og að bíða eftir að harðsoðið egg klekist út Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. 10. ágúst 2018 06:15 Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50 Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum banka Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. 3. ágúst 2018 15:46 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38
Eins og að bíða eftir að harðsoðið egg klekist út Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. 10. ágúst 2018 06:15
Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50
Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum banka Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. 3. ágúst 2018 15:46
Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55