Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsingu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Hluti auglýsingarinnar sem birtist á síðu 3 í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Fullyrðingin "50% rafdrifinn“ var úrskurðuð villandi af Neytendastofu í júní. Skjáskot Toyota á Íslandi fullyrðir í nýrri auglýsingu að Hybrid-bifreiðar framleiðandans séu fimmtíu prósent rafdrifnar. Auglýsingin er lítið breytt frá fyrri auglýsingu fyrir sömu bíltegund en Neytendastofa bannaði frekari notkun þeirra þar sem þær þóttu villandi. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vonast til þess að Neytendastofa bregðist hratt við og ákveði hvort framsetningin nú sé fullnægjandi. Hybrid-bifreiðar Toyota eru þannig úr garði gerðar að þær brenna jarðefnaeldsneyti til að búa til rafmagn sem hægt er að nýta til að drífa bílinn áfram. Ekki er hægt að stinga bifreiðunum í hleðslu. Í febrúar barst Neytendastofu kvörtun vegna auglýsinga fyrirtækisins um slíka bíla þar sem fullyrt var að þeir væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Í ákvörðun Neytendastofu dagsettri í júní segir að fullyrðingu Toyota fylgi engar skýringar og þá komi í auglýsingunni ekki fram neinar forsendur fyrir rannsóknunum þar að baki. Frekari skýringar komu fram á heimasíðu fyrirtækisins en auglýsingin var metin villandi engu að síður þar sem hún þótti margræð. Fyrirtækinu var bannað að birta auglýsinguna af þeim sökum. Svipuð auglýsing hefur birst að undanförnu. Fullyrðingin „50% rafdrifinn“ er nú stjörnumerkt en neðst í auglýsingunni er útskýrt að fullyrðingin byggi á „opinberum mælingum DRIVECO, CARe og ENEA á aksturstíma Hybrid-bíla í blönduðum akstri, án aðkomu bensínvélar“. Vísað er á heimasíðu Toyota á Íslandi til frekari skýringar.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.„Fyrir mér er þetta svolítið eins og fullyrðingin um léttöl í bjórauglýsingum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem auglýsing sé úrskurðuð villandi. Vandamálið sé hins vegar að auglýsingaherferð sé oft löngu búin þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Neytendastofu. Þá séu viðurlögin séu oft lítil sem engin og hvata skorti til að fara eftir lögum. „Mér finnst svolítið gróft að fyrirtækið haldi áfram með þessum hætti. Það er mikilvægt að Neytendastofa skoði hvort þessi neðanmálsgrein, sem bætt var við auglýsinguna, sé fullnægjandi og hvort framsetningin sé enn villandi fyrir hinn almenna neytanda,“ segir Brynhildur. „Við höfum ekki enn fengið ábendingu um þessa tilteknu útgáfu af auglýsingunni,“ segir Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Tengdar fréttir Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17 Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Toyota á Íslandi fullyrðir í nýrri auglýsingu að Hybrid-bifreiðar framleiðandans séu fimmtíu prósent rafdrifnar. Auglýsingin er lítið breytt frá fyrri auglýsingu fyrir sömu bíltegund en Neytendastofa bannaði frekari notkun þeirra þar sem þær þóttu villandi. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vonast til þess að Neytendastofa bregðist hratt við og ákveði hvort framsetningin nú sé fullnægjandi. Hybrid-bifreiðar Toyota eru þannig úr garði gerðar að þær brenna jarðefnaeldsneyti til að búa til rafmagn sem hægt er að nýta til að drífa bílinn áfram. Ekki er hægt að stinga bifreiðunum í hleðslu. Í febrúar barst Neytendastofu kvörtun vegna auglýsinga fyrirtækisins um slíka bíla þar sem fullyrt var að þeir væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Í ákvörðun Neytendastofu dagsettri í júní segir að fullyrðingu Toyota fylgi engar skýringar og þá komi í auglýsingunni ekki fram neinar forsendur fyrir rannsóknunum þar að baki. Frekari skýringar komu fram á heimasíðu fyrirtækisins en auglýsingin var metin villandi engu að síður þar sem hún þótti margræð. Fyrirtækinu var bannað að birta auglýsinguna af þeim sökum. Svipuð auglýsing hefur birst að undanförnu. Fullyrðingin „50% rafdrifinn“ er nú stjörnumerkt en neðst í auglýsingunni er útskýrt að fullyrðingin byggi á „opinberum mælingum DRIVECO, CARe og ENEA á aksturstíma Hybrid-bíla í blönduðum akstri, án aðkomu bensínvélar“. Vísað er á heimasíðu Toyota á Íslandi til frekari skýringar.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.„Fyrir mér er þetta svolítið eins og fullyrðingin um léttöl í bjórauglýsingum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem auglýsing sé úrskurðuð villandi. Vandamálið sé hins vegar að auglýsingaherferð sé oft löngu búin þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Neytendastofu. Þá séu viðurlögin séu oft lítil sem engin og hvata skorti til að fara eftir lögum. „Mér finnst svolítið gróft að fyrirtækið haldi áfram með þessum hætti. Það er mikilvægt að Neytendastofa skoði hvort þessi neðanmálsgrein, sem bætt var við auglýsinguna, sé fullnægjandi og hvort framsetningin sé enn villandi fyrir hinn almenna neytanda,“ segir Brynhildur. „Við höfum ekki enn fengið ábendingu um þessa tilteknu útgáfu af auglýsingunni,“ segir Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Tengdar fréttir Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17 Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17