Á fjórða tug hefur sóst eftir forvarnarlyfjum gegn HIV Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. ágúst 2018 07:15 TIl þess að geta gengist undir meðferðina þarf að koma reglulega í blóð- og sjúkdómaskimun. Vísir/Getty Fleiri en 30 manns hafa farið í skimun hjá Landspítalanum til þess að hefja lyfjameðferð til að fyrirbyggja HIV-smit en áætlað er að fjöldinn verði í kringum 50. Smitsjúkdómalæknir segir að ábatinn af lyfjameðferðinni verði fljótur að dekka kostnað ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu meðferðarinnar. Eins og greint var frá í síðustu viku samþykkti lyfjagreiðslunefnd greiðsluþátttöku fyrir samheitalyfinu Emtricitabine/Tenofovir sem er notað í forvarnarskyni gegn HIV-veirunni. Kostnaður lyfjameðferðarinnar er niðurgreiddur að fullu en hins vegar þurfa einstaklingar að greiða fyrir reglulegar læknisheimsóknir og blóðprufur sem eru skilyrði fyrir því að gangast undir meðferðina. „Við erum búin að skima fleiri en 30 karlmenn sem hafa óskað eftir lyfjameðferðinni en ég býst við að þeir verði í kringum 50 talsins þegar upp er staðið,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í samtali við Fréttablaðið. Kostnaður vegna meðferðarinnar nemur 62 þúsund krónum á mánuði fyrir hvern einstakling, eða 744 þúsund á ári. Gangi spár eftir um að 50 manns gangist undir meðferðina nemur heildarkostnaður ríkissjóðs rúmum 37 milljónum á ári. Bryndís bendir á að ábatinn vegi þyngra en kostnaðurinn. „Ef við tökum andlega og líkamlega heilsu einstaklinga út fyrir sviga hafa kostnaðargreiningar sýnt að meðferðin borgi sig upp á fimm til tíu árum,“ segir Bryndís og bendir á að meðferðin sé í flestum tilfellum tímabundin. Lyfjameðferðin sem þarf að gangast undir eftir HIV-smit er hins vegar ævilöng og kostar minnst 150 þúsund á mánuði á hvern einstakling. Þá kom fram í greinargerð starfshóps velferðarráðneytisins sem var birt í byrjun árs að kostnaður vegna lyfja og rannsókna í tengslum við HIV næmi allt að 500 milljónum króna hér á landi. Bryndís nefnir einnig að meðferðin komi til með að fækka öðrum kynsjúkdómum hjá meðferðarhópnum. „Skilyrði fyrir meðferðinni er að koma í skimun á þriggja mánaða fresti. Þá getum við greint og meðhöndlað aðra kynsjúkdóma.“ Þeir einstaklingar sem hug hafa á að nýta sér meðferðina þurfa að hafa samband við Landspítalann og panta tíma á göngudeild smitsjúkdóma. Þar fer fram áhættumat, forvarnafræðsla og rannsóknir á viðkomandi. Aðspurð segir Bryndís að Landspítalinn muni ekki hafa samband við einstaklinga að fyrra bragði til að bjóða meðferðina. Um 220 sjúklingar eru í lyfjameðferð vegna HIV-veirunnar. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017 og var meðalaldurinn 35 ár. Í Farsóttafréttum embættis landlæknir kom fram að áhættuhegðun tengdist sýkingu hjá samkynhneigðum í þrettán tilfellum, gagnkynhneigðum í átta tilfellum og fíkniefnaneyslu í fimm tilfellum, en óvíst var um áhættuþætti í einu tilfelli. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs greindust sextán með HIV-sýkingu og þar af voru þrettán af erlendu bergi brotnir. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fleiri en 30 manns hafa farið í skimun hjá Landspítalanum til þess að hefja lyfjameðferð til að fyrirbyggja HIV-smit en áætlað er að fjöldinn verði í kringum 50. Smitsjúkdómalæknir segir að ábatinn af lyfjameðferðinni verði fljótur að dekka kostnað ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu meðferðarinnar. Eins og greint var frá í síðustu viku samþykkti lyfjagreiðslunefnd greiðsluþátttöku fyrir samheitalyfinu Emtricitabine/Tenofovir sem er notað í forvarnarskyni gegn HIV-veirunni. Kostnaður lyfjameðferðarinnar er niðurgreiddur að fullu en hins vegar þurfa einstaklingar að greiða fyrir reglulegar læknisheimsóknir og blóðprufur sem eru skilyrði fyrir því að gangast undir meðferðina. „Við erum búin að skima fleiri en 30 karlmenn sem hafa óskað eftir lyfjameðferðinni en ég býst við að þeir verði í kringum 50 talsins þegar upp er staðið,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í samtali við Fréttablaðið. Kostnaður vegna meðferðarinnar nemur 62 þúsund krónum á mánuði fyrir hvern einstakling, eða 744 þúsund á ári. Gangi spár eftir um að 50 manns gangist undir meðferðina nemur heildarkostnaður ríkissjóðs rúmum 37 milljónum á ári. Bryndís bendir á að ábatinn vegi þyngra en kostnaðurinn. „Ef við tökum andlega og líkamlega heilsu einstaklinga út fyrir sviga hafa kostnaðargreiningar sýnt að meðferðin borgi sig upp á fimm til tíu árum,“ segir Bryndís og bendir á að meðferðin sé í flestum tilfellum tímabundin. Lyfjameðferðin sem þarf að gangast undir eftir HIV-smit er hins vegar ævilöng og kostar minnst 150 þúsund á mánuði á hvern einstakling. Þá kom fram í greinargerð starfshóps velferðarráðneytisins sem var birt í byrjun árs að kostnaður vegna lyfja og rannsókna í tengslum við HIV næmi allt að 500 milljónum króna hér á landi. Bryndís nefnir einnig að meðferðin komi til með að fækka öðrum kynsjúkdómum hjá meðferðarhópnum. „Skilyrði fyrir meðferðinni er að koma í skimun á þriggja mánaða fresti. Þá getum við greint og meðhöndlað aðra kynsjúkdóma.“ Þeir einstaklingar sem hug hafa á að nýta sér meðferðina þurfa að hafa samband við Landspítalann og panta tíma á göngudeild smitsjúkdóma. Þar fer fram áhættumat, forvarnafræðsla og rannsóknir á viðkomandi. Aðspurð segir Bryndís að Landspítalinn muni ekki hafa samband við einstaklinga að fyrra bragði til að bjóða meðferðina. Um 220 sjúklingar eru í lyfjameðferð vegna HIV-veirunnar. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017 og var meðalaldurinn 35 ár. Í Farsóttafréttum embættis landlæknir kom fram að áhættuhegðun tengdist sýkingu hjá samkynhneigðum í þrettán tilfellum, gagnkynhneigðum í átta tilfellum og fíkniefnaneyslu í fimm tilfellum, en óvíst var um áhættuþætti í einu tilfelli. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs greindust sextán með HIV-sýkingu og þar af voru þrettán af erlendu bergi brotnir.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira