Hleypur gegn barnabrúðkaupum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. ágúst 2018 11:00 Ráðlegt er að fara nokkrum sinnum út að skokka í vikunni til að halda líkamanum sprækum. Najmo minnir á barnabrúðkaup og hleypur fyrir Amnesty International. Fréttablaðið/Þórsteinn Najmo Cumar Fiyasko er rúmlega tvítug, sómölsk að uppruna en býr nú á Íslandi. Hún flúði til Íslands sextán ára gömul. Þá hafði hún verið á flótta frá þrettán ára aldri. Hún flúði heimalandið þegar átti að gefa hana í hjónaband einungis þrettán ára gamla. Najmo ákvað nýverið að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Amnesty International og minna á baráttuna gegn barnabrúðkaupum. „Pabbi var myrtur árið 2009, þá var ég ellefu ára. Bróðir pabba tók eftir það ákvarðanir fyrir fjölskylduna, þetta er þáttur í sómalískri menningu. Þrettán ára gömul var ég svo gefin frænda mínum. Hann var 32 ára gamall,“ segir Najmo frá. Hún flúði til Mógadisjú þar sem ríkti mikið ófriðarástand. Þar slasaðist hún í sprengingu. Föðurbróðir hennar hafði uppi á henni en Najmo tókst að flýja til Súdan. Í Súdan slóst Najmo í hóp fólks sem var á flótta. Leiðin lá í gegnum Sahara eyðimörkina. Ferðalagið yfir Sahara tók heilan mánuð. Þaðan fór hún til Líbíu og þaðan með báti til Möltu og allt ferðalagið til Íslands tók nærri því heilt ár. „Það var engin framtíðarvon fólgin í því að vera áfram á Möltu. Ég ákvað því að halda áfram og stefndi til Kanada,“ segir Najmo frá.Najmo Cumar FiyaskoHenni tókst ekki að komast til Kanada því hún var stöðvuð af lögreglu í Leifsstöð. „Það var áfall í fyrstu. En ég sótti um hæli hér og smám saman fann ég að mér var borgið hér. Ég bý hjá yndislegri fósturfjölskyldu og stunda nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Heimili mitt er hér þótt hugurinn leiti oft til Sómalíu vegna þess að ég hef áhyggjur af ástvinum mínum þar,“ segir Najmo. Hún ákvað fljótt að helga sig því að berjast gegn barnabrúðkaupum. „Ég hef óhikað sagt sögu mína og hef deilt myndböndum á netinu. Nú hefur yngri systir mín verið gefin í hjónaband. Þetta eru sár sem aldrei gróa. Ég hugsaði eitt sinn um það hvort ég ætti bara að reyna að gleyma þessu og skilja þetta eftir í fortíðinni. En það kemur ekki til greina,“ segir Najmo. Þeir sem vilja styðja við Najmo geta fundið hana á www.hlaupastyrkur.is. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Najmo Cumar Fiyasko er rúmlega tvítug, sómölsk að uppruna en býr nú á Íslandi. Hún flúði til Íslands sextán ára gömul. Þá hafði hún verið á flótta frá þrettán ára aldri. Hún flúði heimalandið þegar átti að gefa hana í hjónaband einungis þrettán ára gamla. Najmo ákvað nýverið að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Amnesty International og minna á baráttuna gegn barnabrúðkaupum. „Pabbi var myrtur árið 2009, þá var ég ellefu ára. Bróðir pabba tók eftir það ákvarðanir fyrir fjölskylduna, þetta er þáttur í sómalískri menningu. Þrettán ára gömul var ég svo gefin frænda mínum. Hann var 32 ára gamall,“ segir Najmo frá. Hún flúði til Mógadisjú þar sem ríkti mikið ófriðarástand. Þar slasaðist hún í sprengingu. Föðurbróðir hennar hafði uppi á henni en Najmo tókst að flýja til Súdan. Í Súdan slóst Najmo í hóp fólks sem var á flótta. Leiðin lá í gegnum Sahara eyðimörkina. Ferðalagið yfir Sahara tók heilan mánuð. Þaðan fór hún til Líbíu og þaðan með báti til Möltu og allt ferðalagið til Íslands tók nærri því heilt ár. „Það var engin framtíðarvon fólgin í því að vera áfram á Möltu. Ég ákvað því að halda áfram og stefndi til Kanada,“ segir Najmo frá.Najmo Cumar FiyaskoHenni tókst ekki að komast til Kanada því hún var stöðvuð af lögreglu í Leifsstöð. „Það var áfall í fyrstu. En ég sótti um hæli hér og smám saman fann ég að mér var borgið hér. Ég bý hjá yndislegri fósturfjölskyldu og stunda nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Heimili mitt er hér þótt hugurinn leiti oft til Sómalíu vegna þess að ég hef áhyggjur af ástvinum mínum þar,“ segir Najmo. Hún ákvað fljótt að helga sig því að berjast gegn barnabrúðkaupum. „Ég hef óhikað sagt sögu mína og hef deilt myndböndum á netinu. Nú hefur yngri systir mín verið gefin í hjónaband. Þetta eru sár sem aldrei gróa. Ég hugsaði eitt sinn um það hvort ég ætti bara að reyna að gleyma þessu og skilja þetta eftir í fortíðinni. En það kemur ekki til greina,“ segir Najmo. Þeir sem vilja styðja við Najmo geta fundið hana á www.hlaupastyrkur.is.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira