Finnur Ingi í Aftureldingu: Bræðurnir sameinaðir á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 14:53 Finnur Ingi Stefánsson. Fréttablaðið/ernir Afturelding hefur náð sér í flottan liðsstyrk fyrir átökin í Olís deild karla í handbolta en þeir í Mosfellsbænum voru fljótir að bregðast við þegar liðið missti mann í krossbandsslit. Finnur Ingi Stefánsson, einn albesti hægri hornamaður deildarinnar síðustu ár, hefur ákveðið að skipta yfir í Aftureldingu frá Gróttu. Finnur Ingi kemur í staðinn fyrir Gest Ólaf Ingvarsson sem datt óvænt út á dögunum. „Við lentum í því núna á Ragnarsmótinu að Gestur Ólafur Ingvarsson sleit krossband. Við könnuðum stöðuna á Finni og hann er að fara af stað aftur. Hann ætlar taka slaginn með okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar sem er mjög ánægður með að fá Finn til sín. „Hann er hörkuleikmaður og kemur til með að hjálpa okkur gríðarlega,“ sagði Einar Andri en Finnur Ingi er þó ekki alveg hundrað prósent því hann sleit hásin í nóvember í fyrra og spilaði ekki meira með Gróttu á tímabilinu. „Hann þarf einhvern tíma til að koma sér í gang aftur enda eru hásinarsmeiðsli ekkert grín. Hann er aðeins búinn að æfa með okkur og lítur vel út. Við erum bara mjög spenntir og glaðir að fá hann inn í þetta hjá okkur,“ sagði Einar Andri. Lið Atureldingar hefur breyst talsvert frá síðasta tímabili en einn af þeim sem hafði gengið til liðsins fyrr í sumar var hornamaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson sem skoraði 98 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í fyrra. Júlíus Þórir Stefánsson er yngri bróðir Finns Inga og þeir eru því sameinaðir á nýjan leik. En hafði það mikið að segja að Júlíus Þórir var þarna? „Eflaust. Finnur var mjög jákvæður um leið og við heyrðum í honum. Það þurfti ekki mikið að tuða,“ saðgði Einar Andri í léttum tón. Finnur Ingi Stefánsson skoraði 19 mörk í þeim 5 leikjum sem hann spilaði með Gróttu á síðustu leiktíð en tímabilið á undan var hann með 179 mörk í 27 leikjum eða með yfir 6,6 mörk að meðaltali í leik. Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Sjá meira
Afturelding hefur náð sér í flottan liðsstyrk fyrir átökin í Olís deild karla í handbolta en þeir í Mosfellsbænum voru fljótir að bregðast við þegar liðið missti mann í krossbandsslit. Finnur Ingi Stefánsson, einn albesti hægri hornamaður deildarinnar síðustu ár, hefur ákveðið að skipta yfir í Aftureldingu frá Gróttu. Finnur Ingi kemur í staðinn fyrir Gest Ólaf Ingvarsson sem datt óvænt út á dögunum. „Við lentum í því núna á Ragnarsmótinu að Gestur Ólafur Ingvarsson sleit krossband. Við könnuðum stöðuna á Finni og hann er að fara af stað aftur. Hann ætlar taka slaginn með okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar sem er mjög ánægður með að fá Finn til sín. „Hann er hörkuleikmaður og kemur til með að hjálpa okkur gríðarlega,“ sagði Einar Andri en Finnur Ingi er þó ekki alveg hundrað prósent því hann sleit hásin í nóvember í fyrra og spilaði ekki meira með Gróttu á tímabilinu. „Hann þarf einhvern tíma til að koma sér í gang aftur enda eru hásinarsmeiðsli ekkert grín. Hann er aðeins búinn að æfa með okkur og lítur vel út. Við erum bara mjög spenntir og glaðir að fá hann inn í þetta hjá okkur,“ sagði Einar Andri. Lið Atureldingar hefur breyst talsvert frá síðasta tímabili en einn af þeim sem hafði gengið til liðsins fyrr í sumar var hornamaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson sem skoraði 98 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í fyrra. Júlíus Þórir Stefánsson er yngri bróðir Finns Inga og þeir eru því sameinaðir á nýjan leik. En hafði það mikið að segja að Júlíus Þórir var þarna? „Eflaust. Finnur var mjög jákvæður um leið og við heyrðum í honum. Það þurfti ekki mikið að tuða,“ saðgði Einar Andri í léttum tón. Finnur Ingi Stefánsson skoraði 19 mörk í þeim 5 leikjum sem hann spilaði með Gróttu á síðustu leiktíð en tímabilið á undan var hann með 179 mörk í 27 leikjum eða með yfir 6,6 mörk að meðaltali í leik.
Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Sjá meira