Sport

Svaraði ofurbúningsbanninu með ballettpilsi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Serena Williams er ein besta íþróttakona heims
Serena Williams er ein besta íþróttakona heims Vísir/Getty
Franska tennissambandið bannaði Serena Williams í vikunni að mæta í ofurhetjugallanum sínum á Opna franska meistaramótið á næsta ári. Williams svaraði banninu með því að mæta í ballettpilsi á Opna bandaríska risamótið.

Williams klæddist heilgalla á Opna franska meistaramótinu fyrr í sumar og forráðamönnum mótsins fannst klæðnaðurinn kominn of langt frá því sem hefðbundið er á tennsimótum. Þeir hafa því sett strangari reglur fyrir næsta mót.

Opna bandaríska risamótið hófst í vikunni og mætti Williams í sérhönnuðum búning sem minnir helst á ballettklæðnað.

Búningurinn er hannaður af Virgil Abloh, hönnuði franska tískuhússins Louis Vuitton, í samstarfi við íþróttaframleiðandann Nike.

Williams sagði að það hefði verið „auðvelt að spila“ í pilsinu.

Stuðningsmenn Williams kepptust við að hrósa henni á samfélagsmiðlum og tímasetning hennar á frumsýningu búningsins hefði varla getað verið betri í ljósi aðgerða franska sambandsins fyrr í vikunni.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×