Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 09:00 Elon Musk. Vísir/AP Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. Musk var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli þess efnis í júlí. Greint var frá málinu á Vísi en umræddur björgunarmaður og hellakafari, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk fyrir að hafa blandað sér í björgunaraðgerðirnar. Musk svaraði Unsworth á Twitter-reikningi sínum og sagðist aldrei hafa séð hann í hellunum þar sem tælensku strákarnir sátu fastir. Musk lauk athugasemdum sínum á orðunum: „Sorrí, barnaníðingur, þú baðst um þetta“ og beindi þar orðum sínum til Unsworth.Sjá einnig: Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Ásökunum Musk var síðar eytt enda virðist aldrei hafa verið fótur fyrir þeim. Þá bað hann Unsworth afsökunar á ummælum sínum eftir að sá síðarnefndi hótaði honum lögsókn. Í gærkvöldi tók Musk hins vegar upp þráðinn að nýju er hann átti í orðaskiptum við Twitter-notanda sem minntist á atvikið.You don't think it's strange he hasn't sued me? He was offered free legal services. And you call yourself @yoda …— Elon Musk (@elonmusk) August 28, 2018 „Finnst þér ekki skrýtið að hann hafi ekki lögsótt mig? Honum bauðst ókeypis lögfræðiþjónusta,“ skrifaði Musk í svari sínu, og vísaði þar til Unsworth. Þegar Twitter-notandinn gaf lítið fyrir þessar vangaveltur uppfinningamannsins spurði Musk ítrekað hvort hann hefði rannsakað málið sjálfur, og ýjaði enn að sekt Unsworth. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Musk kemur sér í vandræði á samfélagsmiðlum. Fyrr í þessum mánuði stefndu skortsölumenn fyrirtæki Musks, Tesla, fyrir markaðsmisnotkun og svik eftir að Musk ýjaði að því á Twitter að hann gæti tekið fyrirtækið af markaði. Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. Musk var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli þess efnis í júlí. Greint var frá málinu á Vísi en umræddur björgunarmaður og hellakafari, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk fyrir að hafa blandað sér í björgunaraðgerðirnar. Musk svaraði Unsworth á Twitter-reikningi sínum og sagðist aldrei hafa séð hann í hellunum þar sem tælensku strákarnir sátu fastir. Musk lauk athugasemdum sínum á orðunum: „Sorrí, barnaníðingur, þú baðst um þetta“ og beindi þar orðum sínum til Unsworth.Sjá einnig: Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Ásökunum Musk var síðar eytt enda virðist aldrei hafa verið fótur fyrir þeim. Þá bað hann Unsworth afsökunar á ummælum sínum eftir að sá síðarnefndi hótaði honum lögsókn. Í gærkvöldi tók Musk hins vegar upp þráðinn að nýju er hann átti í orðaskiptum við Twitter-notanda sem minntist á atvikið.You don't think it's strange he hasn't sued me? He was offered free legal services. And you call yourself @yoda …— Elon Musk (@elonmusk) August 28, 2018 „Finnst þér ekki skrýtið að hann hafi ekki lögsótt mig? Honum bauðst ókeypis lögfræðiþjónusta,“ skrifaði Musk í svari sínu, og vísaði þar til Unsworth. Þegar Twitter-notandinn gaf lítið fyrir þessar vangaveltur uppfinningamannsins spurði Musk ítrekað hvort hann hefði rannsakað málið sjálfur, og ýjaði enn að sekt Unsworth. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Musk kemur sér í vandræði á samfélagsmiðlum. Fyrr í þessum mánuði stefndu skortsölumenn fyrirtæki Musks, Tesla, fyrir markaðsmisnotkun og svik eftir að Musk ýjaði að því á Twitter að hann gæti tekið fyrirtækið af markaði.
Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02
Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28