Launin hundraðfölduðust fyrir mistök Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 06:28 Þeim fjölgaði hratt, áströlsku dölunum á bankareikningi mannsins. vísir/getty Ástrali fékk óvænt ríflega launahækkun á dögunum. Það þætti alla jafna ekki í frásögur færandi en í tilfelli þessa einstaklings var þó ekki dugnaður og elja sem leiddi til launahækkunarinnar - heldur komma á vitlausum stað. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að Ástralinn hafi átt að fá greitt A$4,921.76, eða um 370 þúsund íslenskar krónur í mánaðarlaun. Mistök hjá bókhöldurum héraðsstjórnarinnar í norðurhluta landsins urðu þó til þess að einstaklingurinn fékk greiddar A$492,176 - sem nemur 37 milljónum króna. Hann fékk því 100-falt hærri laun en til stóð. Endurskoðandi héraðsins kom auga á mistökin, sem hann skrifar á mannleg mistök. Hinn nýríki Ástrali er jafnframt sagður hafa staðist freistinguna og ákveðið að greiða upphæðina til baka. Hann gerði það þó um 4 vikum eftir að honum barst launagreiðslan, en það er sagt tilkomið vegna þess að einstaklingurinn býr á afskekktum stað. Hann hafi því þurft að gera sér ferð í banka til að hægt væri að framkvæma hina háu endurgreiðslu. Héraðsstjórnin er alls sögð hafa ofgreidd laun 743 sinnum á tímabilinu júlí 2017 fram í janúar á þessu ári. Þar af eigi eftir að endurgreiða næstum 80 milljónir króna. Þrátt fyrir að það kunni að hljóma mikið nemur fjöldinn þó ekki nema 0,2 prósentum allra launagreiðsla sem framkvæmdar eru í héraðinu á ári hverju. Unnið er að því að endurbæta verkferla hjá bókurum héraðsins til að fækka slíkum ofgreiðslum. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Ástrali fékk óvænt ríflega launahækkun á dögunum. Það þætti alla jafna ekki í frásögur færandi en í tilfelli þessa einstaklings var þó ekki dugnaður og elja sem leiddi til launahækkunarinnar - heldur komma á vitlausum stað. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að Ástralinn hafi átt að fá greitt A$4,921.76, eða um 370 þúsund íslenskar krónur í mánaðarlaun. Mistök hjá bókhöldurum héraðsstjórnarinnar í norðurhluta landsins urðu þó til þess að einstaklingurinn fékk greiddar A$492,176 - sem nemur 37 milljónum króna. Hann fékk því 100-falt hærri laun en til stóð. Endurskoðandi héraðsins kom auga á mistökin, sem hann skrifar á mannleg mistök. Hinn nýríki Ástrali er jafnframt sagður hafa staðist freistinguna og ákveðið að greiða upphæðina til baka. Hann gerði það þó um 4 vikum eftir að honum barst launagreiðslan, en það er sagt tilkomið vegna þess að einstaklingurinn býr á afskekktum stað. Hann hafi því þurft að gera sér ferð í banka til að hægt væri að framkvæma hina háu endurgreiðslu. Héraðsstjórnin er alls sögð hafa ofgreidd laun 743 sinnum á tímabilinu júlí 2017 fram í janúar á þessu ári. Þar af eigi eftir að endurgreiða næstum 80 milljónir króna. Þrátt fyrir að það kunni að hljóma mikið nemur fjöldinn þó ekki nema 0,2 prósentum allra launagreiðsla sem framkvæmdar eru í héraðinu á ári hverju. Unnið er að því að endurbæta verkferla hjá bókurum héraðsins til að fækka slíkum ofgreiðslum.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira