Telja sig hafa handtekið morðingja Nicky Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 06:52 Nicky Verstappen var myrtur árið 1998. HOLLENSKA LÖGREGLAN Hollenska lögreglan segist hafa handtekið Joe Brech, sem hún telur að hafi banað hinum 11 ára gamla Nicky Verstappen fyrir tuttugu árum. Hinn grunaði var handtekinn á Spáni en ekkert hafði spurst til hans mánuðum saman. Lögreglan komst á sporið eftir að hafa framkvæmt umfangsmestu lífsýnarannsókn í réttarsögu Hollands. Verstappen var í sumarbúðum þegar hann hvarf úr tjaldi sínu í ágúst árið 1998. Lík hans fannst degi síðar. Fyrrnefndur Bresch var búsettur í nágrenni sumarbúðanna þegar drengurinn var myrtur. Lífsýni sem fundust á líki Verstappen voru borin saman við fjölda lífsýna, þeirra á meðal voru erfðaefni sem tekin voru úr ættingjum hins grunaða og eru þau sögð hafa komið lögreglunni á sporið.Sjá einnig: Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Í yfirlýsingu sem lögreglan í Limburg sendi kom fram að Brech hafi verið handtekinn í gærkvöldi. Unnið sé nú að því að fá hann framseldan frá Spáni til Hollands.Myndum af Joe Brech var dreift í síðustu viku.Mynd/hollenska lögreglanVísir greindi frá leitinni að Bresch í liðinni viku. Hollenska lögreglan deildi myndum af manninum og segir breska ríkisútvarpið að ekki hafi liðið á löngu áður en ábendingum hafi tekið að rigna inn. Ein þeirra hafi svo staðfest grun lögreglunnar að um Bresch kunni að hafa verið að ræða. Ekki fylgir þó sögunni hvernig lögreglan komst á snoðir um staðsetningu mannsins. Sem fyrr segir hafði ekkert heyrst til hans síðan í febrúar síðastliðnum og var lengi talið að hann væri niðurkominn í Frakklandi. Morðið á Verstappen vakti mikinn óhug í Hollandi á sínum tíma. Vísbendingar voru af afar skornum skammti, utan erfðaefnis ókunnugs karlmanns sem fannst á fötum drengsins. Í kjölfarið hrinti lögregla af stað umfangsmestu DNA-rannsókn í sögu Hollands þar sem tekin voru sýni úr fjórtán þúsund karlmönnum. Brech var ekki einn þeirra. Holland Tengdar fréttir Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Lögregla í Hollandi leitar nú manns sem grunaður er um aðild að morðinu á hinum ellefu ára gamla Nicky Verstappen. 22. ágúst 2018 14:46 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Hollenska lögreglan segist hafa handtekið Joe Brech, sem hún telur að hafi banað hinum 11 ára gamla Nicky Verstappen fyrir tuttugu árum. Hinn grunaði var handtekinn á Spáni en ekkert hafði spurst til hans mánuðum saman. Lögreglan komst á sporið eftir að hafa framkvæmt umfangsmestu lífsýnarannsókn í réttarsögu Hollands. Verstappen var í sumarbúðum þegar hann hvarf úr tjaldi sínu í ágúst árið 1998. Lík hans fannst degi síðar. Fyrrnefndur Bresch var búsettur í nágrenni sumarbúðanna þegar drengurinn var myrtur. Lífsýni sem fundust á líki Verstappen voru borin saman við fjölda lífsýna, þeirra á meðal voru erfðaefni sem tekin voru úr ættingjum hins grunaða og eru þau sögð hafa komið lögreglunni á sporið.Sjá einnig: Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Í yfirlýsingu sem lögreglan í Limburg sendi kom fram að Brech hafi verið handtekinn í gærkvöldi. Unnið sé nú að því að fá hann framseldan frá Spáni til Hollands.Myndum af Joe Brech var dreift í síðustu viku.Mynd/hollenska lögreglanVísir greindi frá leitinni að Bresch í liðinni viku. Hollenska lögreglan deildi myndum af manninum og segir breska ríkisútvarpið að ekki hafi liðið á löngu áður en ábendingum hafi tekið að rigna inn. Ein þeirra hafi svo staðfest grun lögreglunnar að um Bresch kunni að hafa verið að ræða. Ekki fylgir þó sögunni hvernig lögreglan komst á snoðir um staðsetningu mannsins. Sem fyrr segir hafði ekkert heyrst til hans síðan í febrúar síðastliðnum og var lengi talið að hann væri niðurkominn í Frakklandi. Morðið á Verstappen vakti mikinn óhug í Hollandi á sínum tíma. Vísbendingar voru af afar skornum skammti, utan erfðaefnis ókunnugs karlmanns sem fannst á fötum drengsins. Í kjölfarið hrinti lögregla af stað umfangsmestu DNA-rannsókn í sögu Hollands þar sem tekin voru sýni úr fjórtán þúsund karlmönnum. Brech var ekki einn þeirra.
Holland Tengdar fréttir Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Lögregla í Hollandi leitar nú manns sem grunaður er um aðild að morðinu á hinum ellefu ára gamla Nicky Verstappen. 22. ágúst 2018 14:46 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Lögregla í Hollandi leitar nú manns sem grunaður er um aðild að morðinu á hinum ellefu ára gamla Nicky Verstappen. 22. ágúst 2018 14:46