Við getum unnið Þýskaland Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2018 08:30 Sigríður Lára eltist við frönsku landsliðskonuna Élodie Thomis í leik á EM en annað eins verkefni bíður stelpnanna á laugardaginn. fréttablaðið/getty Eyjamærin Sigríður Lára Garðarsdóttir mætir full sjálfstrausts til æfinga í dag þegar íslenska kvennalandsliðið hefur undirbúning fyrir leikinn gegn Þýskalandi á laugardaginn. Hún samdi nýlega við norska stórveldið Lilleström sem stefnir hraðbyri að fimmta meistaratitlinum í röð. Var Sigríður búin að leika fyrir ÍBV allan sinn feril en fær nú að spreyta sig í atvinnumennsku. „Hingað til hefur allt gengið vel, æfingarnar hafa gengið vel og ég er hægt og rólega að komast inn í allt saman. Ég er að fara í mjög gott lið sem er að berjast um titla og er að venjast hraðanum,“ sagði Sigríður sem ræddi við tvo fyrrverandi þjálfara liðsins um félagið. „Ég ræddi við Sigga Ragga og Írisi Björk sem hafa þjálfað hérna og það hjálpaði mikið. Svo ræddi ég við eina norska stelpu sem ég þekkti og það mæltu allir með þessu félagi.“ Henni stóðu til boða tvö félög í Noregi og eitt í Svíþjóð. „Þetta kom skyndilega upp að Lilleström, eitt annað félag í Noregi og lið sem er í botnbaráttu í Svíþjóð höfðu áhuga. Þetta verkefni fannst mér mest spennandi og á sama tíma krefjandi, að fá að æfa með frábærum leikmönnum og fá meiri samkeppni,“ sagði Sigríður og hélt áfram: „Þetta er áskorun og ég kem út til að bæta mig sem leikmaður. Það var efst á lista hjá mér að fara í hærra tempó og komast út úr þægindarammanum sem ég hafði í Eyjum þar sem ég var örugg með sæti mitt í liðinu. Þegar ég byrjaði að spila með landsliðinu fékk ég smjörþefinn af því hvað margar stelpur eru að æfa á háu gæðastigi þótt ÍBV hafi reynst mér vel og ég hafi ekkert nema gott um félagið og þjálfarana að segja.“ Hún skrifaði undir samning út þetta tímabil. „Við sömdum út þetta tímabil og svo tökum við stöðuna eftir þetta tímabil. Þá verð ég búin að sjá hvernig þetta allt hefur gengið.“Komin mikil spenna Sigríður var í fyrsta sinn í byrjunarliði Lilleström í deildinni í gær í sannfærandi 5-1 sigri á Kolbotn. Hún átti svo flug í gær heim til Íslands og hefur æfingar með landsliðinu í dag fyrir leikinn gegn Þýskalandi á laugardaginn. Íslenska liðið hefur örlögin í eigin höndum fyrir leikinn, með sigri komast þær í lokakeppni HM en með jafntefli þurfa þær að vinna Tékka í lokaumferðinni. „Ég verð að viðurkenna að ég er orðin ansi spennt fyrir þessum leik. Í aðdragandanum rifjaði maður upp að við unnum Þýskaland úti og það er alveg hægt aftur.“ Gera má ráð fyrir að íslenska liðið nálgist leikinn varfærnislega. „Þetta er eitt sterkasta lið heims með svakalega leikmenn innanborðs en vonandi fær maður tækifærið. Það kemur í ljós á æfingunum þar sem maður þarf að standa sig. Það verður gaman að koma til móts við stelpurnar og hefja undirbúninginn.“Hætti við á síðustu stundu Sigríður Lára var skráð í Reykjavíkurmaraþonið í ár og ætlaði að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Styrktarsjóðs gigtveikra barna. Tókst vel að safna áheitum en stuttu fyrir hlaup skrifaði hún undir í Noregi. „Ég hljóp það ekki, því miður,“ sagði Sigríður hlæjandi og hélt áfram: „Ég ætlaði að hlaupa en tilboðið frá Lilleström var nýkomið og ég hætti við. Lilleström ætlaði ekki að koma í veg fyrir að ég myndi hlaupa en ég ákvað að fara strax út.“ Sigríður Lára kaus þetta málefni þar sem hún greindist sjálf með gigt á síðasta ári. „Ég greindist með gigt í byrjun árs og ég kaus þetta styrktarfélag. Ég vildi aðstoða þau við starf sitt og minna á að það er líka ungt fólk sem fær gigt.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Eyjamærin Sigríður Lára Garðarsdóttir mætir full sjálfstrausts til æfinga í dag þegar íslenska kvennalandsliðið hefur undirbúning fyrir leikinn gegn Þýskalandi á laugardaginn. Hún samdi nýlega við norska stórveldið Lilleström sem stefnir hraðbyri að fimmta meistaratitlinum í röð. Var Sigríður búin að leika fyrir ÍBV allan sinn feril en fær nú að spreyta sig í atvinnumennsku. „Hingað til hefur allt gengið vel, æfingarnar hafa gengið vel og ég er hægt og rólega að komast inn í allt saman. Ég er að fara í mjög gott lið sem er að berjast um titla og er að venjast hraðanum,“ sagði Sigríður sem ræddi við tvo fyrrverandi þjálfara liðsins um félagið. „Ég ræddi við Sigga Ragga og Írisi Björk sem hafa þjálfað hérna og það hjálpaði mikið. Svo ræddi ég við eina norska stelpu sem ég þekkti og það mæltu allir með þessu félagi.“ Henni stóðu til boða tvö félög í Noregi og eitt í Svíþjóð. „Þetta kom skyndilega upp að Lilleström, eitt annað félag í Noregi og lið sem er í botnbaráttu í Svíþjóð höfðu áhuga. Þetta verkefni fannst mér mest spennandi og á sama tíma krefjandi, að fá að æfa með frábærum leikmönnum og fá meiri samkeppni,“ sagði Sigríður og hélt áfram: „Þetta er áskorun og ég kem út til að bæta mig sem leikmaður. Það var efst á lista hjá mér að fara í hærra tempó og komast út úr þægindarammanum sem ég hafði í Eyjum þar sem ég var örugg með sæti mitt í liðinu. Þegar ég byrjaði að spila með landsliðinu fékk ég smjörþefinn af því hvað margar stelpur eru að æfa á háu gæðastigi þótt ÍBV hafi reynst mér vel og ég hafi ekkert nema gott um félagið og þjálfarana að segja.“ Hún skrifaði undir samning út þetta tímabil. „Við sömdum út þetta tímabil og svo tökum við stöðuna eftir þetta tímabil. Þá verð ég búin að sjá hvernig þetta allt hefur gengið.“Komin mikil spenna Sigríður var í fyrsta sinn í byrjunarliði Lilleström í deildinni í gær í sannfærandi 5-1 sigri á Kolbotn. Hún átti svo flug í gær heim til Íslands og hefur æfingar með landsliðinu í dag fyrir leikinn gegn Þýskalandi á laugardaginn. Íslenska liðið hefur örlögin í eigin höndum fyrir leikinn, með sigri komast þær í lokakeppni HM en með jafntefli þurfa þær að vinna Tékka í lokaumferðinni. „Ég verð að viðurkenna að ég er orðin ansi spennt fyrir þessum leik. Í aðdragandanum rifjaði maður upp að við unnum Þýskaland úti og það er alveg hægt aftur.“ Gera má ráð fyrir að íslenska liðið nálgist leikinn varfærnislega. „Þetta er eitt sterkasta lið heims með svakalega leikmenn innanborðs en vonandi fær maður tækifærið. Það kemur í ljós á æfingunum þar sem maður þarf að standa sig. Það verður gaman að koma til móts við stelpurnar og hefja undirbúninginn.“Hætti við á síðustu stundu Sigríður Lára var skráð í Reykjavíkurmaraþonið í ár og ætlaði að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Styrktarsjóðs gigtveikra barna. Tókst vel að safna áheitum en stuttu fyrir hlaup skrifaði hún undir í Noregi. „Ég hljóp það ekki, því miður,“ sagði Sigríður hlæjandi og hélt áfram: „Ég ætlaði að hlaupa en tilboðið frá Lilleström var nýkomið og ég hætti við. Lilleström ætlaði ekki að koma í veg fyrir að ég myndi hlaupa en ég ákvað að fara strax út.“ Sigríður Lára kaus þetta málefni þar sem hún greindist sjálf með gigt á síðasta ári. „Ég greindist með gigt í byrjun árs og ég kaus þetta styrktarfélag. Ég vildi aðstoða þau við starf sitt og minna á að það er líka ungt fólk sem fær gigt.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira