Linnulaus innanflokksátök í Ástralíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. ágúst 2018 10:00 Turnbull og Morrison áður en sá síðarnefndi hrifsaði forsætisráðuneytið af þeim fyrrnefnda. Vísir/AP Það verður seint hægt að segja að Ástralir hafi búið við mikinn stöðugleika í stjórnmálunum þar í landi undanfarin misseri. Í gær varð Malcolm Turnbull fjórði forsætisráðherrann á þessum áratug sem samflokksmenn sparka. Scott Morrison hefur nú tekið við embættinu en forsætisráðherraskiptin eru þau sjöttu frá árinu 2007. Einu sinni oftar en Íslendingar á þessum tíma. Senn líður að kosningum, þær fara fram á næsta ári, og eru áhyggjur flokksmanna af slæmu gengi Frjálslynda flokksins sagðar ein helsta ástæðan fyrir átökunum innan flokksins. Í könnun sem Ipsos birti um miðjan mánuð mældist flokkurinn með 33 prósenta fylgi, tveimur prósentustigum minna en Verkamannaflokkurinn. Önnur stór ástæða er frjálslyndi Turnbulls. Þrátt fyrir nafn flokksins er stefnan frekar kennd við íhald og reis íhaldssamasti armur flokksins ítrekað upp gegn þessum fyrrverandi forsætisráðherra. Það gerðist til dæmis þann 20. ágúst síðastliðinn þegar Turnbull neyddist til þess að gefa upp á bátinn áform um að draga úr útblæstri til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, að því er BBC greindi frá. Íhaldsmenn höfðu greinilega fengið nóg og reyndi innanríkisráðherrann Peter Dutton að steypa Turnbull af stóli. Turnbull stóð storminn af sér, rétt svo. Íhaldsmenn gáfust ekki upp og eftir tvær atkvæðagreiðslur innan flokksins í gær hafa orðið stólaskipti. „Þakka ykkur fyrir. Það hefur verið sannur heiður að þjóna ykkur sem forsætisráðherra,“ sagði Turnbull á Twitter í gær og þakkaði samflokksmönnum sínum fyrir að velja Morrison fram yfir Dutton. Hann ætlar nú að taka pokann sinn og hætta á þingi sömuleiðis. Morrison hrósaði Turnbull í bak og fyrir. Sagði hann hafa þjónað landi sínu af mikilli göfgi. „Nú tekur það verkefni við okkur að sameina flokkinn, sem hefur verið marinn og særður á undanförnum dögum, og þingið sömuleiðis svo hægt sé að vinna að einingu þjóðarinnar,“ sagði nýi forsætisráðherrann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Það verður seint hægt að segja að Ástralir hafi búið við mikinn stöðugleika í stjórnmálunum þar í landi undanfarin misseri. Í gær varð Malcolm Turnbull fjórði forsætisráðherrann á þessum áratug sem samflokksmenn sparka. Scott Morrison hefur nú tekið við embættinu en forsætisráðherraskiptin eru þau sjöttu frá árinu 2007. Einu sinni oftar en Íslendingar á þessum tíma. Senn líður að kosningum, þær fara fram á næsta ári, og eru áhyggjur flokksmanna af slæmu gengi Frjálslynda flokksins sagðar ein helsta ástæðan fyrir átökunum innan flokksins. Í könnun sem Ipsos birti um miðjan mánuð mældist flokkurinn með 33 prósenta fylgi, tveimur prósentustigum minna en Verkamannaflokkurinn. Önnur stór ástæða er frjálslyndi Turnbulls. Þrátt fyrir nafn flokksins er stefnan frekar kennd við íhald og reis íhaldssamasti armur flokksins ítrekað upp gegn þessum fyrrverandi forsætisráðherra. Það gerðist til dæmis þann 20. ágúst síðastliðinn þegar Turnbull neyddist til þess að gefa upp á bátinn áform um að draga úr útblæstri til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, að því er BBC greindi frá. Íhaldsmenn höfðu greinilega fengið nóg og reyndi innanríkisráðherrann Peter Dutton að steypa Turnbull af stóli. Turnbull stóð storminn af sér, rétt svo. Íhaldsmenn gáfust ekki upp og eftir tvær atkvæðagreiðslur innan flokksins í gær hafa orðið stólaskipti. „Þakka ykkur fyrir. Það hefur verið sannur heiður að þjóna ykkur sem forsætisráðherra,“ sagði Turnbull á Twitter í gær og þakkaði samflokksmönnum sínum fyrir að velja Morrison fram yfir Dutton. Hann ætlar nú að taka pokann sinn og hætta á þingi sömuleiðis. Morrison hrósaði Turnbull í bak og fyrir. Sagði hann hafa þjónað landi sínu af mikilli göfgi. „Nú tekur það verkefni við okkur að sameina flokkinn, sem hefur verið marinn og særður á undanförnum dögum, og þingið sömuleiðis svo hægt sé að vinna að einingu þjóðarinnar,“ sagði nýi forsætisráðherrann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira