Stefnir bandaríska landamæraeftirlitinu vegna farsíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2018 20:56 Síminn sem um ræðir var af tegundinni iPhone. Vísir/Getty Farsími bandarískrar konu var gerður upptækur þegar hún sneri heim til Bandaríkjanna úr ferðalagi til Sviss. Hún hefur nú höfðað mál gegn landamæraeftirliti Bandaríkjanna en það voru fulltrúar á vegum þess sem gerðu síma hennar upptækan. Rejhane Lazoja, sem er bandarískur múslimi, var stöðvuð á Newark flugvellinum í New Jersey þar sem hún býr. Þar báðu landamæraverðir hana meðal annars um að opna fyrir þeim símann sinn, sem hún neitaði að gera. Þá var síminn gerður upptækur. Samkvæmt skjölum sem lögð hafa verið fram í málinu var iPhone-sími Lazoja í umsjá landamæraeftirlitsins í yfir 120 daga áður en honum var skilað aftur til eiganda síns. Þá segir Lazoja að eftirlitsstofnunin hafi ekki viljað svara því hvort gögn á síma hennar hafi verið afrituð eða ekki. Í skjölunum kemur einnig fram að í símanum hafi mátt finna einkaskilaboð milli Lazoja og lögmanns hennar, auk ljósmynda af Lazoja þar sem hún er ekki klædd svokölluðum hijab, sem er höfuðklútur, en í þeirri trú sem Lazoja aðhyllist mega karlmenn ekki sjá konur án slíks klúts, nema þeir séu skyldir konunum. Að lokum kemur fram í málssókninni að hvorki hafi verið rökstuddur grunur, né hafi legið fyrir leitarheimild til þess að skoða símann. Það sem gerðist sé því skýlaust brot á fjórða viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, en hann á að tryggja að ekki sé hægt að ganga á rétt borgara til friðhelgi einkalífs síns nema nægjanlegar vísbendingar um saknæmt athæfi liggi fyrir. Bandaríkin Sviss Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Farsími bandarískrar konu var gerður upptækur þegar hún sneri heim til Bandaríkjanna úr ferðalagi til Sviss. Hún hefur nú höfðað mál gegn landamæraeftirliti Bandaríkjanna en það voru fulltrúar á vegum þess sem gerðu síma hennar upptækan. Rejhane Lazoja, sem er bandarískur múslimi, var stöðvuð á Newark flugvellinum í New Jersey þar sem hún býr. Þar báðu landamæraverðir hana meðal annars um að opna fyrir þeim símann sinn, sem hún neitaði að gera. Þá var síminn gerður upptækur. Samkvæmt skjölum sem lögð hafa verið fram í málinu var iPhone-sími Lazoja í umsjá landamæraeftirlitsins í yfir 120 daga áður en honum var skilað aftur til eiganda síns. Þá segir Lazoja að eftirlitsstofnunin hafi ekki viljað svara því hvort gögn á síma hennar hafi verið afrituð eða ekki. Í skjölunum kemur einnig fram að í símanum hafi mátt finna einkaskilaboð milli Lazoja og lögmanns hennar, auk ljósmynda af Lazoja þar sem hún er ekki klædd svokölluðum hijab, sem er höfuðklútur, en í þeirri trú sem Lazoja aðhyllist mega karlmenn ekki sjá konur án slíks klúts, nema þeir séu skyldir konunum. Að lokum kemur fram í málssókninni að hvorki hafi verið rökstuddur grunur, né hafi legið fyrir leitarheimild til þess að skoða símann. Það sem gerðist sé því skýlaust brot á fjórða viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, en hann á að tryggja að ekki sé hægt að ganga á rétt borgara til friðhelgi einkalífs síns nema nægjanlegar vísbendingar um saknæmt athæfi liggi fyrir.
Bandaríkin Sviss Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent