Fær ekki sex daga frí frá „Alcatraz“-skólanum til að taka þátt í mikilvægum landsleikjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. ágúst 2018 10:00 Kristin Björndal Leine verður ekki með landsliðinu í næstu tveimur leikjum. vísir/getty María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska kvennalandsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM 2019 í næstu viku líkt og íslenska landsliðið. Noregur mætir Slóvakíu 31. ágúst og svo toppliði þriðja riðils, Hollandi, 4. september. Vinni norska liðið Slóvakíu fær það úrslitaleik í Osló á móti Hollandi um að komast beint á HM. Spennandi verkefni. Norska liðið verður án hinnar 22 ára gömlu Kristine Leine sem spilar með Roa í norsku úrvalsdeildinni. Hún fær ekki frí frá skóla til að taka þátt í þessu landsliðsverkefni og verður að bíta í það súra epli að horfa á leikinn í höfuðborginni úr stúkunni. „Þetta er alveg ömurlegt. Ég er búinn að leggja hart að mér til þess að vera með í þessum leikjum,“ segir Leine í viðtali við NRK en hún er í hjúkrunarfræðinámi í VID Diakonhjemmet-háskólanum í Osló.Kristin og María eru góðar vinkonur.vísir/gettyReglur eru reglur Leine bað um sex daga frí til að taka þátt í þessu landsliðsverkefni en skólinn setti stólinn fyrir dyrnar. „Skólinn er með ákveðið regluverk og þarf að koma eins fram við alla nemendur. Það voru skilaboðin sem að ég fékk. Skólinn gerir lítið til að koma til móts við mann,“ segir Leine. Háskólarektorinn Ingunn Moser segir í viðtali við norska ríkissjónvarpið að hún geti ekki tjáð sig um einstaka tilfelli en það gilda landsreglur þegar kemur að skólamálum sem að allir verða að fara eftir. „Þeir sem ætla að komast í gegnum námið verða að mæta í 90 prósent tímanna. Þetta eru bara landsreglur, ekki reglur sem þessi skóli setur. Svona er þetta innan norska skólakerfisins,“ segir Moser. Íslensk-norski miðvörðurinn María Þórisdóttir, liðsfélagi Leine í landsliðinu, tekur upp hanskann fyrir samherja sinn en hún lenti í nákvæmlega því sama þegar að hún ætlaði sér að verða hjúkrunarfræðingur.María hætti í náminu „Sorglegt. Ég lenti í því sama og hætti í náminu út af þessu. Af hverju þarf þetta að vera svona. Ég stend með þér,“ segir María á Facebook og deilir viðtali NRK við Leine. María segir svo enn frekar í viðtali við NRK að þetta komi henni ekkert á óvart þar sem að hún gekk í gegnum þetta á sínum tíma. „Ég var í hjúkrunarnámi en þurfti að hætta eftir tæp tvö ár. Það er ekkert gert til þess að hjálpa þeim sem vilja bæði stunda nám og spila fótbolta. Ég eyddi meiri orku í að fá að gera bæði heldur en í sjálft námið,“ segir María. Maren Mjelde, einn besti leikmaður norska liðsins og samherji Maríu hjá Chelsea, finnst þetta virkilega ósanngjarnt og bendir á að konur þurfi á náminu að halda.Norska liðið getur komist beint á HM með sigri í næstu tveimur leikjum.vísir/gettyRöng skilaboð til ungra stúlkna „Við erum sífellt hvattar til þess að sameina nám og fótbolta. Þetta mál er sorglegt því það sýnir að það er erfitt að sameina þetta tvennt,“ segir Mjelde. „Við þénum ekki mikið í kvennaboltanum. Leikmannaferillinn er stuttur og því er mikilvægt að vera með eitthvað í bakhöndinni. Þetta sendir röng skilaboð til yngri stúlkna sem spila spila fótbolta á hæsta stigi en stunda nám á sama tíma,“ segir Maren Mjelde. Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi þar sem að fyrrverandi leikmenn norska karlalandsliðsins hafa blandað sér í umræðuna.Dette er bare patetisk! Krise! Idiotisk!! Mest av alt forbanna trist! https://t.co/PSGklJsa8r — John Arne Riise (@JARiiseOfficial) August 23, 2018Hun får ikke fri fra skole for å spille landskamp??????? Går hun på Alcatraz Skole? https://t.co/247VahW0rB — Jan Aage Fjortoft (@JanAageFjortoft) August 23, 2018 John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir þetta sorglegt og heimskt og Jan Aage Fjortoft spyr hvort að Leine sé í Alcatraz-skólanum og vitnar þar til fangelsins fræga í San Francisco. Þrátt fyrir reiði í norska samfélaginu ætlar háskólinn að standa í sínu. NRK hafði aftur samband við rektorinn Ingunni Moser sem gaf lítið fyrir upphrópin og benti á að reglur væru reglur. „Það er erfitt að stunda nám og spila fótbolta á sama tíma. Vonandi verður það auðveldara í framtíðinni,“ segir María Þórisdóttir. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska kvennalandsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM 2019 í næstu viku líkt og íslenska landsliðið. Noregur mætir Slóvakíu 31. ágúst og svo toppliði þriðja riðils, Hollandi, 4. september. Vinni norska liðið Slóvakíu fær það úrslitaleik í Osló á móti Hollandi um að komast beint á HM. Spennandi verkefni. Norska liðið verður án hinnar 22 ára gömlu Kristine Leine sem spilar með Roa í norsku úrvalsdeildinni. Hún fær ekki frí frá skóla til að taka þátt í þessu landsliðsverkefni og verður að bíta í það súra epli að horfa á leikinn í höfuðborginni úr stúkunni. „Þetta er alveg ömurlegt. Ég er búinn að leggja hart að mér til þess að vera með í þessum leikjum,“ segir Leine í viðtali við NRK en hún er í hjúkrunarfræðinámi í VID Diakonhjemmet-háskólanum í Osló.Kristin og María eru góðar vinkonur.vísir/gettyReglur eru reglur Leine bað um sex daga frí til að taka þátt í þessu landsliðsverkefni en skólinn setti stólinn fyrir dyrnar. „Skólinn er með ákveðið regluverk og þarf að koma eins fram við alla nemendur. Það voru skilaboðin sem að ég fékk. Skólinn gerir lítið til að koma til móts við mann,“ segir Leine. Háskólarektorinn Ingunn Moser segir í viðtali við norska ríkissjónvarpið að hún geti ekki tjáð sig um einstaka tilfelli en það gilda landsreglur þegar kemur að skólamálum sem að allir verða að fara eftir. „Þeir sem ætla að komast í gegnum námið verða að mæta í 90 prósent tímanna. Þetta eru bara landsreglur, ekki reglur sem þessi skóli setur. Svona er þetta innan norska skólakerfisins,“ segir Moser. Íslensk-norski miðvörðurinn María Þórisdóttir, liðsfélagi Leine í landsliðinu, tekur upp hanskann fyrir samherja sinn en hún lenti í nákvæmlega því sama þegar að hún ætlaði sér að verða hjúkrunarfræðingur.María hætti í náminu „Sorglegt. Ég lenti í því sama og hætti í náminu út af þessu. Af hverju þarf þetta að vera svona. Ég stend með þér,“ segir María á Facebook og deilir viðtali NRK við Leine. María segir svo enn frekar í viðtali við NRK að þetta komi henni ekkert á óvart þar sem að hún gekk í gegnum þetta á sínum tíma. „Ég var í hjúkrunarnámi en þurfti að hætta eftir tæp tvö ár. Það er ekkert gert til þess að hjálpa þeim sem vilja bæði stunda nám og spila fótbolta. Ég eyddi meiri orku í að fá að gera bæði heldur en í sjálft námið,“ segir María. Maren Mjelde, einn besti leikmaður norska liðsins og samherji Maríu hjá Chelsea, finnst þetta virkilega ósanngjarnt og bendir á að konur þurfi á náminu að halda.Norska liðið getur komist beint á HM með sigri í næstu tveimur leikjum.vísir/gettyRöng skilaboð til ungra stúlkna „Við erum sífellt hvattar til þess að sameina nám og fótbolta. Þetta mál er sorglegt því það sýnir að það er erfitt að sameina þetta tvennt,“ segir Mjelde. „Við þénum ekki mikið í kvennaboltanum. Leikmannaferillinn er stuttur og því er mikilvægt að vera með eitthvað í bakhöndinni. Þetta sendir röng skilaboð til yngri stúlkna sem spila spila fótbolta á hæsta stigi en stunda nám á sama tíma,“ segir Maren Mjelde. Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi þar sem að fyrrverandi leikmenn norska karlalandsliðsins hafa blandað sér í umræðuna.Dette er bare patetisk! Krise! Idiotisk!! Mest av alt forbanna trist! https://t.co/PSGklJsa8r — John Arne Riise (@JARiiseOfficial) August 23, 2018Hun får ikke fri fra skole for å spille landskamp??????? Går hun på Alcatraz Skole? https://t.co/247VahW0rB — Jan Aage Fjortoft (@JanAageFjortoft) August 23, 2018 John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir þetta sorglegt og heimskt og Jan Aage Fjortoft spyr hvort að Leine sé í Alcatraz-skólanum og vitnar þar til fangelsins fræga í San Francisco. Þrátt fyrir reiði í norska samfélaginu ætlar háskólinn að standa í sínu. NRK hafði aftur samband við rektorinn Ingunni Moser sem gaf lítið fyrir upphrópin og benti á að reglur væru reglur. „Það er erfitt að stunda nám og spila fótbolta á sama tíma. Vonandi verður það auðveldara í framtíðinni,“ segir María Þórisdóttir.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira