Turnbull ýtt til hliðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 06:20 Scott Morrison tekur við embætti forsætisráðherra Ástralíu. vísir/getty Fjármálaráðherrann Scott Morrison var í nótt gerður að forsætisráðherra Ástralíu. Skipun hans er afsprengi hatrammra deilna innan Frjálslynda flokksins um fráfarandi forsætisráðherra, Malcolm Turnbull, sem sakaður var um að bera meginábyrgð á fylgistapi flokksins að undanförnu. Deilurnar voru leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu í nótt, þar sem flokksmenn völdu hver skyldi taka við keflinu af Turnbull. Valið stóð á milli tveggja ráðherra, fyrrnefnds fjármálaráðherra og innanríkisráðherrans Peter Dutton - sem lýst er sem hörðum andstæðingi Turnbull. Morrison hlaut 45 atkvæði gegn 40 atkvæðum Dutton. Turnbull er fjórði forsætisráðherra Ástralíu sem vikið er úr embætti af flokksystkinum sínum á síðastliðnum 10 árum. Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið harða útreið í skoðanakönnunum og héraðskosningum að undanförnu. Spjótin tóku fljótt að beinast að forystumanninum Turnbull sem átti í vök að verjast vegna stefnu sinnar í orkumálum, sem breska ríkisútvarpið segir að hafi stangast á við skoðanir íhaldssamari flokksmanna. Dutton ákvað því að bjóða sig fram til formennsku í flokknum á þriðjudag, með það fyrir augum að ýta Turnbull til hliðar, en varð ekki kápan úr því klæðinu. Þegar ljóst var að Turnbull hafði tapað stuðningi margra þungavigtarmanna í flokknum ákvað Morrison einnig að bjóða sig fram. Fráfarandi forsætisráðherra er þá, þegar framboð Morrison kom fram, sagður hafa ákveðið að víkja úr embætti. Morrison tók fyrst sæti á þingi árið 2007 og gegndi ráðherraembætti innflytjendamála í ríkisstjórn Tony Abbot. Hann fékk bæði lof og last fyrir að framfylgja harðri stefnu í málaflokknum. Þrátt fyrir að höfða til hófsamra stuðningsmanna Frjálslyndra er Morrison jafnframt sagður vera einn helsti leiðtogi kristilega arms flokksins, en á síðasta ári setti hann sig til að mynda upp á móti frumvarpi um lögleiðingu samkynja hjónabanda. Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Líkurnar á að Ástralir grípi til aðgerða í loftslagsmálum eru ekki taldar aukast ef Petter Dutton leggur Malcom Turnbull í leiðtogakjöri hjá Frjálslynda flokknum. 22. ágúst 2018 11:16 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Fjármálaráðherrann Scott Morrison var í nótt gerður að forsætisráðherra Ástralíu. Skipun hans er afsprengi hatrammra deilna innan Frjálslynda flokksins um fráfarandi forsætisráðherra, Malcolm Turnbull, sem sakaður var um að bera meginábyrgð á fylgistapi flokksins að undanförnu. Deilurnar voru leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu í nótt, þar sem flokksmenn völdu hver skyldi taka við keflinu af Turnbull. Valið stóð á milli tveggja ráðherra, fyrrnefnds fjármálaráðherra og innanríkisráðherrans Peter Dutton - sem lýst er sem hörðum andstæðingi Turnbull. Morrison hlaut 45 atkvæði gegn 40 atkvæðum Dutton. Turnbull er fjórði forsætisráðherra Ástralíu sem vikið er úr embætti af flokksystkinum sínum á síðastliðnum 10 árum. Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið harða útreið í skoðanakönnunum og héraðskosningum að undanförnu. Spjótin tóku fljótt að beinast að forystumanninum Turnbull sem átti í vök að verjast vegna stefnu sinnar í orkumálum, sem breska ríkisútvarpið segir að hafi stangast á við skoðanir íhaldssamari flokksmanna. Dutton ákvað því að bjóða sig fram til formennsku í flokknum á þriðjudag, með það fyrir augum að ýta Turnbull til hliðar, en varð ekki kápan úr því klæðinu. Þegar ljóst var að Turnbull hafði tapað stuðningi margra þungavigtarmanna í flokknum ákvað Morrison einnig að bjóða sig fram. Fráfarandi forsætisráðherra er þá, þegar framboð Morrison kom fram, sagður hafa ákveðið að víkja úr embætti. Morrison tók fyrst sæti á þingi árið 2007 og gegndi ráðherraembætti innflytjendamála í ríkisstjórn Tony Abbot. Hann fékk bæði lof og last fyrir að framfylgja harðri stefnu í málaflokknum. Þrátt fyrir að höfða til hófsamra stuðningsmanna Frjálslyndra er Morrison jafnframt sagður vera einn helsti leiðtogi kristilega arms flokksins, en á síðasta ári setti hann sig til að mynda upp á móti frumvarpi um lögleiðingu samkynja hjónabanda.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Líkurnar á að Ástralir grípi til aðgerða í loftslagsmálum eru ekki taldar aukast ef Petter Dutton leggur Malcom Turnbull í leiðtogakjöri hjá Frjálslynda flokknum. 22. ágúst 2018 11:16 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17
Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Líkurnar á að Ástralir grípi til aðgerða í loftslagsmálum eru ekki taldar aukast ef Petter Dutton leggur Malcom Turnbull í leiðtogakjöri hjá Frjálslynda flokknum. 22. ágúst 2018 11:16
Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30