Bílaumboðið BL hagnaðist um 1.378 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins. Dróst hagnaðurinn saman um ríflega sex prósent frá fyrra ári þegar hann nam 1.468 milljónum króna.
Rekstrartekjur bílaumboðsins námu 26.459 milljónum króna á síðasta ári og jukust um 13 prósent frá árinu 2016 þegar þær voru um 23.359 milljónir. Rekstrargjöldin voru 24.622 milljónir í fyrra borið saman við 21.625 milljónir árið 2016, að því er fram kemur í ársreikningnum.
Eigið fé BL var 4.284 milljónir í lok síðasta árs og eiginfjárhlutfallið um 49 prósent. Alls störfuðu 234 manns að meðaltali hjá bílaumboðinu í fyrra borið saman við 209 árið 2016.
BL hagnast um 1,4 milljarða
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða
Viðskipti innlent


Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda
Viðskipti innlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi
Viðskipti erlent

Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið
Viðskipti innlent

Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“
Viðskipti innlent

Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð
Viðskipti innlent


Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda
Viðskipti erlent
Fleiri fréttir
