Fríar skólamáltíðir of stór biti fyrir Reykjavík Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Ókeypis skólamáltíðir eru sagðar mundu kosta skólasvið Reykjavíkurborgar nærri tvo milljarða króna á ári. Fréttablaðið/Anton Brink Meirihlutaflokkarnir í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur segja það munu kosta nærri tvo milljarða króna að gefa börnum í borginni ókeypis skólamáltíðir og felldu tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að það yrði gert. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði til á fundi skóla- og frístundaráðs 27. júní að að öll börn fengju fríar skólamáltíðir. „Eins og vitað er búa mörg börn við mismunandi aðstæður hvað varðar efnahag foreldra. Sum búa við sára fátækt og eru því svöng í skólanum. Eina leiðin til að tryggja að ekkert barn sé svangt í skólanum er að þau fái fríar skólamáltíðir,“ sagði í tillögu Kolbrúnar sem felld var á fundi ráðsins í fyrradag. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í ráðinu vitnuðu til sáttmála meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um að frá áramótum 2021 skuli barnafjölskyldur mest greiða fæðisgjöld fyrir tvö börn, þvert á skólastig.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Fréttablaðið/Eyþór„Varðandi tillögu um ókeypis skólamáltíðir þarf hins vegar að halda til haga að sú aðgerð myndi lækka tekjur skóla- og frístundasviðs um nærri tvo milljarða króna á ári, sem er um helmingur af öllum tekjum sviðsins. Slík aðgerð myndi því hafa veruleg áhrif á starfsemina og þar með kalla á umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir eða verulega uppstokkun á fjárreiðum borgarinnar. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram sérstaka bókun um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir væru hluti af stefnu Vinstri grænna um endurgjaldslausa menntun barna. „Ekki náðist sátt um að afnema gjaldtöku við skólamáltíðir í meirihlutasáttmálanum, þó vissulega hafi náðst sátt um að stíga ákveðin skref til að létta barnmörgum fjölskyldum lífið með margs konar aðgerðum.“ Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að Fjarðabyggð hefði ákveðið að lækka verð á skólamáltíðum í leikskólum og grunnskólum um þriðjung og að stefnt væri að því að máltíðirnar yrðu ókeypis. „Með því munum við létta undir með barnafjölskyldum ásamt því að standast 2. grein í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnræði og bann við mismunun,“ segir í bókun sem gerð var þegar málið var samþykkt í bæjarráði. Kolbrún Baldursdóttir kveðst ætla að halda málinu áfram á vettvangi borgarstjórnar í september. „Þá mun ég leggja til að verð á skólamáltíðum lækki um þriðjung,“ segir borgarfulltrúinn. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Meirihlutaflokkarnir í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur segja það munu kosta nærri tvo milljarða króna að gefa börnum í borginni ókeypis skólamáltíðir og felldu tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að það yrði gert. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði til á fundi skóla- og frístundaráðs 27. júní að að öll börn fengju fríar skólamáltíðir. „Eins og vitað er búa mörg börn við mismunandi aðstæður hvað varðar efnahag foreldra. Sum búa við sára fátækt og eru því svöng í skólanum. Eina leiðin til að tryggja að ekkert barn sé svangt í skólanum er að þau fái fríar skólamáltíðir,“ sagði í tillögu Kolbrúnar sem felld var á fundi ráðsins í fyrradag. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í ráðinu vitnuðu til sáttmála meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um að frá áramótum 2021 skuli barnafjölskyldur mest greiða fæðisgjöld fyrir tvö börn, þvert á skólastig.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Fréttablaðið/Eyþór„Varðandi tillögu um ókeypis skólamáltíðir þarf hins vegar að halda til haga að sú aðgerð myndi lækka tekjur skóla- og frístundasviðs um nærri tvo milljarða króna á ári, sem er um helmingur af öllum tekjum sviðsins. Slík aðgerð myndi því hafa veruleg áhrif á starfsemina og þar með kalla á umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir eða verulega uppstokkun á fjárreiðum borgarinnar. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram sérstaka bókun um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir væru hluti af stefnu Vinstri grænna um endurgjaldslausa menntun barna. „Ekki náðist sátt um að afnema gjaldtöku við skólamáltíðir í meirihlutasáttmálanum, þó vissulega hafi náðst sátt um að stíga ákveðin skref til að létta barnmörgum fjölskyldum lífið með margs konar aðgerðum.“ Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að Fjarðabyggð hefði ákveðið að lækka verð á skólamáltíðum í leikskólum og grunnskólum um þriðjung og að stefnt væri að því að máltíðirnar yrðu ókeypis. „Með því munum við létta undir með barnafjölskyldum ásamt því að standast 2. grein í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnræði og bann við mismunun,“ segir í bókun sem gerð var þegar málið var samþykkt í bæjarráði. Kolbrún Baldursdóttir kveðst ætla að halda málinu áfram á vettvangi borgarstjórnar í september. „Þá mun ég leggja til að verð á skólamáltíðum lækki um þriðjung,“ segir borgarfulltrúinn.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira