Misstu aleiguna og hundinn í bruna út frá spjaldtölvu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 20:00 Fjölskylda á Akranesi missti aleiguna og hundinn sinn þegar eldur kviknaði út frá spjaldtölvu sem ofhitnaði í sófa á heimilinu. Slökkviliðsmaður segir mikilvægt að geyma tækin á hörðu yfirborði. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp hinn 29. júní síðastliðinn en íbúar voru á heimleið úr afmælisveislu í Reykjavík þegar símtalið barst. „Okkur var sagt að það væri kviknað í húsinu okkar og að slökkviliðið væri að reyna að komast inn. Eða nágranni var reyndar að reyna að komast inn en var ekki með lykil," segir Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum og að sögn slökkviliðs mátti litlu muna að húsið brynni til grunna. Þá voru gæludýr fjölskyldunnar læst inni þegar eldurinn kom upp. „Þarna var hundurinn okkar og kanínan sem við vorum að passa og gullfiskarnir. Það var gert allt til að reyna bjarga hundinum en það gekk ekki," segir Jóhanna.Spjaldtölvan ofhitnaði í sófanum.Rannsókn leiddi í ljós að eldsupptökin voru í spjaldtölvu sem hafði fallið á milli sessa í stofusófanum. Tölvan var ekki í hleðslu en talið er líklegt að hún hafi ofhitnað vegna opinna forrita. „Þegar ekkert loft kemst að tækinu, sem gerist þegar því er stungið undir kodda eða á milli í sófa, þá myndast það mikill hiti að sjálfíkveikja í tækinu verður," segir Snorri Guðmundsson, slökkviliðsmaður og matsmaður eignatjóna hjá VÍS. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS er nokkrum sinnum á ári tilkynnt um bruna af völdum snjalltækja og hjá TM er skráð eitt tjón þar sem eldur kviknaði út frá snjallsíma sem ofhitnaði undir sæng. „Þetta er inni á hverju einasta heimili. Jafnvel mörg svona tæki og það er unga fólkið sem er aðallega með þetta, krakkar og unglingar. Maður getur hreinlega aldrei farið of varlega með þessi tæki. Það þarf að hafa þau á stað þar sem loftar um þau að minnsta kosti og hafa hugann við þau á meðan þau eru í hleðslu af því þetta getur hitnað," segir Snorri Tryggingar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Fjölskylda á Akranesi missti aleiguna og hundinn sinn þegar eldur kviknaði út frá spjaldtölvu sem ofhitnaði í sófa á heimilinu. Slökkviliðsmaður segir mikilvægt að geyma tækin á hörðu yfirborði. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp hinn 29. júní síðastliðinn en íbúar voru á heimleið úr afmælisveislu í Reykjavík þegar símtalið barst. „Okkur var sagt að það væri kviknað í húsinu okkar og að slökkviliðið væri að reyna að komast inn. Eða nágranni var reyndar að reyna að komast inn en var ekki með lykil," segir Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum og að sögn slökkviliðs mátti litlu muna að húsið brynni til grunna. Þá voru gæludýr fjölskyldunnar læst inni þegar eldurinn kom upp. „Þarna var hundurinn okkar og kanínan sem við vorum að passa og gullfiskarnir. Það var gert allt til að reyna bjarga hundinum en það gekk ekki," segir Jóhanna.Spjaldtölvan ofhitnaði í sófanum.Rannsókn leiddi í ljós að eldsupptökin voru í spjaldtölvu sem hafði fallið á milli sessa í stofusófanum. Tölvan var ekki í hleðslu en talið er líklegt að hún hafi ofhitnað vegna opinna forrita. „Þegar ekkert loft kemst að tækinu, sem gerist þegar því er stungið undir kodda eða á milli í sófa, þá myndast það mikill hiti að sjálfíkveikja í tækinu verður," segir Snorri Guðmundsson, slökkviliðsmaður og matsmaður eignatjóna hjá VÍS. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS er nokkrum sinnum á ári tilkynnt um bruna af völdum snjalltækja og hjá TM er skráð eitt tjón þar sem eldur kviknaði út frá snjallsíma sem ofhitnaði undir sæng. „Þetta er inni á hverju einasta heimili. Jafnvel mörg svona tæki og það er unga fólkið sem er aðallega með þetta, krakkar og unglingar. Maður getur hreinlega aldrei farið of varlega með þessi tæki. Það þarf að hafa þau á stað þar sem loftar um þau að minnsta kosti og hafa hugann við þau á meðan þau eru í hleðslu af því þetta getur hitnað," segir Snorri
Tryggingar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira