Sjá einnig: Einkaþota Post Malone nauðlenti vegna sprunginna dekkja
Rapparinn var á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands þar sem hann hugðist koma fram á tónlistarhátíðum í borgunum Reading og Leeds. Samkvæmt frétt BBC sprungu tvö dekk þotunnar á leiðinni og því var henni nauðlent á New York Stewart-alþjóðaflugvellinum í Newburgh í New York.
Post Malone þakkaði aðdáendum sínum fyrir bænir og góða strauma á Twitter-reikningi sínum þegar vélinni hafði verið lent heilu og höldnu. Hann furðaði sig hins vegar líka á því hversu margir hafi „viljað hann feigan á þessari vefsíðu.“
i landed guys. thank you for your prayers. can't believe how many people wished death on me on this website. fuck you. but not today
— Beerbongs & Bentleys (@PostMalone) August 21, 2018
Rapparinn Post Malone öðlaðist vinsældir árið 2010 með útgáfu plötu sinnar White Iverson. Nýjasta plata hans, Beerbongs & Bentleys, kom út fyrr á þessu ári og náði fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bandaríkjunum.